Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.09.2008, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 04.09.2008, Blaðsíða 22
22 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 36. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR TECHNICAL SERVICES Icelandair er fyrirtæki í forystu á alþjóðamarkaði í ferðaþjónustu. Við erum í öflugri sókn og sækjumst eftir einstaklingum til að taka þátt í uppbyggingu okkar á komandi árum. Tækniþjónusta Icelandair – Icelandair Technical Services er eitt af fjórum sviðum Icelandair og er staðsett í tæknistöð félagsins á Keflavíkurflugvelli. Tækniþjónustan er ábyrg fyrir öllu viðhaldi á flugflota Icelandair og sinnir auk þess alhliða tækniþjónustu fyrir ýmis flugfélög víðs vegar um heiminn. Icelandair er framsækið fyrirtæki, leiðandi í ferðaþjónustu á Íslandi, leiðandi í markaðssetningu á internetinu og í fremstu röð í þróun upplýsingatækni. Starfsmenn Icelandair eru lykillinn að velgengni félagsins. Hjá Icelandair starfa um 1400 manns af mörgum þjóðernum í tíu löndum. Icelandair leggur áherslu á að starfsmenn félagins séu þjónustusinnaðir og tilbúnir að takast á við krefjandi og spennandi verkefni í alþjóðlegu starfsumhverfi. Icelandair leggur áherslu á þjálfun starfsmanna og símenntun, hvetur starfsmenn til heilsuræktar og styður við félagsstarf starfsmanna. Icelandair hlaut Starfsmenntaverðlaunin 2007. Icelandair er reyklaust fyrirtæki. Við erum ein áhöfn með sameiginlegt skýrt markmið, berum virðingu fyrir viðskiptavinum og samstarfsmönnum og höfum gaman af því sem við gerum. VILT ÞÚ VERA MEÐ Í OKKAR LIÐI? Stjórnandi óskast til starfa í vöruhúsi Tækniþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Við leitum að öflugum liðsmanni til starfa við eitt stærsta vöruhús landsins í tæknilegu og alþjóðlegu umhverfi. STARFSSVIÐ: • Umsjón með stjórnun á vinnuferlum í vöruhúsinu. • Ábyrgð á fjárhagslegri afkomu vöruhússins. • Umsjón með starfsmannamálum í samvinnu við deildarstjóra. • Samskipti við aðrar deildir innan fyrirtækisins. HÆFNISKRÖFUR: • Háskólamenntun á sviði tækni- eða rekstrarfræði. • Reynsla af störfum í vöruhúsi er nauðsynleg og þekking á stjórnunar- og starfsmannamálum er æskileg. • Lögð er áhersla á góða samskiptahæfileika, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. • Góð íslensku- og enskukunnátta. Hér er um spennandi og krefjandi starf að ræða í góðu starfsumhverfi þar sem áreiðanleiki, sveigjanleiki og hágæða þjónusta eru höfð að leiðarljósi. Viðkomandi þarf að hafa frumkvæði og brennandi áhuga á að ná góðum árangri í starfi og hafa áhuga á því að vinna sem hluti af liðsheild. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir óskast fylltar út á heimasíðu Icelandair www.icelandair.is/umsokn eigi síðar en 9. september nk. STJÓRNANDI Í VÖRUHÚSI ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 34 77 0 8/ 08 Þrí-bræðingur í Gömlu búð Þrí-bræðingur er heiti sýningar sem verður í Gömlu búð á Ljósanótt. Þar sýna Hildur Harðar- dóttir, Kjartan Kjartansson og Davíð Örn Óskarsson. Hildur sýnir silkisjöl unnin með ull, Kjartan myndir með blandaðri olíutækni og Davíð Örn sýnir ljósmyndir og akrýl-myndir unnar með spray/photoshop tækni. Rúnar Þór syngur á stóra sviðinu Rúnar Þór Guðmundsson, ungur tenór úr Reykja- nesbæ, kemur fram á stóra sviðinu á laugardagskvöldið þar sem hann syngur eina þekktustu perlu klass- ískrar sönglistar „Nessun Dorma“ efir Puccini. Rúnar Þór hóf ungur nám í Tónlistarskóla Keflavíkur. Hann lærði einnig í Söng- skóla Reykjavíkur, hjá Sig- urði Demetz, Guðbirni Guð- björnssyni, Antoni Steingru- ber, Kristjáni Jóhannssyni og fleirum. Rúnar lauk framhaldsprófi frá Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar sein- asta vor og stefnir á frekara nám á næstu misserum. Söguganga frá Stekkjarkoti Boðið verður upp á sögu- göngu á Ljósanótt sam- kvæmt venju og verður að þessu sinni gengið frá Stekkjarkoti til Njarð- víkur laugardaginn 6. september kl. 11:00. Staldrað verður við áhuga- verða staði á leiðinni en af mörgu fróðlegu og skemmti- legu er að taka. Þetta er áhugaverð og skemmtileg ganga sem tekur um eina klukkustund og er hún miðuð að þörfum fjölskyld- unnar. Ekkert kostar í göng- una en leiðsögumaður er Rannveig L. Garðarsdóttir. Jazz á Flughóteli Pólsk-íslenski jazzkvart- ettinn Miriam Acoustic Group er kemur fram á sunnudeginum á Flughót- eli. Hljómsveitin flytur melódískan jazz undir sterkum klassískum og þjóðlegum áhrifum. Kvartettin skipa Miriam Szmecka, Annu Strauss, Júlía Czerniskawy og Har- aldur Guðmundsson. Rafn Sig sýnir olíuverk sín á Ljósanótt á Hótel Keili að Hafn- argötu 37 en þetta er í fyrsta sinn sem málverkasýning er sett upp á hótelinu. Sýningin opnar fimmtudaginn 4. september kl. 19:00 og verður opin alla daga til 4. október. Rafn Sig sýnir á Hótel Keili Kennarar í leikskólanum Holti standa fyrir lista- og vísindasmiðju á Ljósanótt sem ber yfirskriftina „Vís- indasmiðja, leikur, sköpun, endurvinnsla“. Markmið vísindasmiðjunnar er að gefa fjölskyldunni kost á að leika sér saman og gefa sköpunargleðinni lausan tauminn. Í smiðjunni verður opin efn- isveita með ýmiss konar verð- lausum efniviði og vísinda- horn með ljósaborðum þar sem hægt verður að rannsaka, skapa og leika. Efniviðurinn sem notaður verður kemur úr ýmsum áttum s.s. afgangar frá fyrirtækjum og efni sem fannst víðs vegar um bæinn. Þeir sem hafa áhuga á að rækta listamanninn í sér á Ljósanótt og vinna með barni sínu í leik og sköpunargleði geta litið við í vísindasmiðjuna sem verður opin í portinu við Tjarnargötu á móti Hljómvali föstudag frá kl. 17:00-20:00 og laugardag frá kl 12:00-17:00. Leikur, sköpun og endurvinnsla

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.