Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.09.2008, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 25.09.2008, Blaðsíða 1
SIMPLY CLEVER 4.9 L/100 KM 39. tölublað • 29. árgangur • Fimmtudagurinn 25. september 2008 Víkurfréttir ehf. Grundarvegur 23 - 260 Reykjanesbæ Sími 421 0000 - Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingadeild 421 0001 Fréttadeild 421 0002 Aðrar deildir 421 0000 vf .is Prentun.com REYKJANESBÆ SÍMI 421 0001 Prentun.com REYKJANESBÆ SÍMI 421 0001 Knattspyrnan: Stærsta stund Keflvíkinga í 35 ár Stærsta stund í knattspyrnusögu Keflavíkur til 35 ára verður á laugardag þegar Keflvíkingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu á Sparisjóðsvellinum í Keflavík en heimamenn taka á móti Fram. Leikurinn fer fram kl. 16. Keflvíkingar urðu síðast Íslandsmeistarar í knattspyrnu árið 1973. Eftir að blaðið fór í prentun síðdegis í gær fór fram leikur FH og Breiðabliks og því voru úrslit ekki ljós þegar þetta var skrifað. Með sigri FH skilja aðeins tvö stig að Keflavík og FH fyrir lokaumferðina en með jafntefli eða tapi væru Keflvíkingar Íslandsmeistarar. Sjá nánar á íþróttasíðum VF og á vf.is Mannvirki rifin á Vellinum - en nýja Aðalhliðið varðveitt Risastór mjöltankur féll af flutningavagni í Grindavík á mánudagskvöld. Tankinn átti að flytja til Helguvíkur. Tankurinn vegur 90 tonn og er 12 metra hár liggjandi á hliðinni og því mikið mannvirki. - Sjá nánar á vf.is Hættir! Dómsmálaráðherra hefur fallist á ósk Jóhanns R. Bene- diktssonar lögreglustjóra á Suðurnesjum að Jóhann láti af störfum þann 1. október nk. Jóhann tilkynnti samstarfsfólki sínu þetta á starfsmannafundi í Kirkjulundi síðdegis í gær. Auk Jóhanns munu þeir Eyjólfur Kristjánsson, staðgengill Jóhanns, Guðni Geir Jónsson fjármálastjóri embættisins og Ásgeir J. Ásgeirsson starfsmannastjóri lögreglustjórans á Suðurnesjum hætta störfum um mánaðamótin. Nánar er fjallað um málið á vef Víkurfrétta í dag, þar sem blaðið fór til prentunar við upphaf fundarins í gær. Á myndinni má sjá þá Jóhann og Eyjólf ganga til fundarins í gær. Víkurfréttamynd: Páll Ketilsson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.