Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.09.2008, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 25.09.2008, Blaðsíða 14
14 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 39. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Flokkur Mánud. Þriðjud. Miðvikd. Fimmtd. Föstud. Laugard. 3. flokkur 20:10 -21:20 (1/2) 20:10 -21:30 (1/2) 17:50 -18:50 (1/2) 14:30 -16:00 (1/1) 4.flokkur 16:30 -17:30 (1/2) 16:30 -17:30 (1/2) 16:50 -17:50 (1/2) 13:00 -14:30 (1/1) 5. flokkur 16:00 -17:30 (1/2) 15:40 -16:50 (1/2) 11:30 -13:00 (1/1) Eldri ´97 16:30 -17:30 (1/4) Yngri ´98 16:00 -17:00 (1/4) 6. flokkur 14:50 -16:00 (1/2) 14:40 -15:40 (1/2) 11:30 -13:00 (1/1) Yngri ´00 14:30 -15:30 (1/4) Eldri ´99 15:00 -16:00 (1/4) Flokkur Mánud. Þriðjud. Miðvikd. Fimmtd. Föstud. Laugard. M.fl. - 2. fl. 19:00 -20:10 (1/1) 17:30 -19:00 (1/1) 17:40 -18:50 (1/2) 3.flokkur 20:10 -21:20 (1/2) 15:40 -17:00 (1/2) 16:40 -17:40 (1/2) 4. flokkur 15:50 -17:00 (1/2) 15:40 -16:40 (1/2) 15:40 -16:40 (1/2) 5. flokkur 14:50 -15:50 (1/4) 14:50 -15:40 (1/2) 14:40 -15:40 (1/4) 6. flokkur 14:50 -15:50 (1/4) 14:40 -15:40 (1/4) Flokkur Mánud. Þriðjud. Miðvikd. Fimmtd. Föstud. Laugard. 7. fl. eldri ´01 14:00 -14:50 (1/2) 14:00 -14:50 (1/2) 14:00 -14:50 (1/2) 7. fl. ynri ´02 14:00 -14:50 (1/2) 14:00 -14:50 (1/2) 8. flokkur 17:30-18:15/ 18:15 -19:00 Piltaflokkur Stúlknaflokkur Æfingar hefjast þriðjudaginn 30. sept. Æfingar þar sem stúlkur og drengir æfa saman! Íþróttahúsinu v/Sunnubraut A-sal Æfingatafla knattspyrnudeildar veturinn 2008 - 2009 Æfingar fara fram í Reykjaneshöllinni (nema 8. flokkur) Forvarnarverkefnið „Geð- veikir dagar á Suðurnesjum“ hófust með formlegri opnun Bjargarinnar, geðræktarmið- stöðvar Suðurnesja, í nýjum húsakynnum að Suðurgötu 12 og 15 sl. þriðjudag. Það var hátíðleg stemming yfir félögum í Björginni, starfsfólki og gestum þegar Árni Sigfús- son setti formlega Geðveika daga á Suðurnesjum. Margt var um manninn í glæsilegum húsakynnum Bjargarinnar á Suðurgötu. Hjördís Árna- dóttir flutti ávarp og fór yfir hvernig Björgin hefur breyst úr athvarfi fyrir geðsjúka í Geðræktarmiðstöð Suður- nesja og hversu vel hefur tek- ist til með verkefnið. Björgin var sett á stofn fyrir aðeins þremur árum og hefur breytt lífi margra félaga sem koma í Björgina að sögn félagsmanns. Dagskrá Geðveikra daga á Suðurnesjum lýkur í dag með fræðsludegi í Kirkjulundi, safn- aðarheimili Keflavíkurkirkju, sem ber yfirskriftina, Valdefl- ing í verki. Fræðsludagurinn er á vegum Hlutverkaseturs og félags- og tryggingamála- ráðuneytisins í samstarfi við fagfólk, notendur og aðstand- endur á Suðurnesjum. Að sögn Ragnheiðar Sifjar Gunnarsdóttur, forstöðumanns Bjargarinnar, leitar breiður og ólíkur hópur fólks til að fá stuðning við hæfi, allt frá því að rjúfa félagslega einangrun upp í starfs- og námsendurhæf- ingu eða til að fá stuðning með námi eða vinnu. Geðveikir dagar á Suður- nesjum er samfélagslegt for- varnarverkefni Bjargarinnar til að vinna gegn fordómum í samfélaginu. „Geðveikir dagar á Suðurnesjum er afrakstur ýmissa hugmynda sem upp hafa komið um það hvernig við getum haft áhrif á samfé- lagið og aukið vitund þess um mikilvægi geðræktar,“ segir Ragnheiður Sif. Geðveikir dagar á Suðurnesjum Frá setningu Geðveikra daga á Suðurnesjum. Myndir-VF/Inga Sæm Fimmtudagskvöldið 25. sept- ember kl. 20.30 verða tón- leikar í Grindavíkurkirkju. Á tónleikunum mun Tómas Guðni Eggertsson, organisti Grindavíkurkirkju, leika verk eftir Johann Sebastian Bach og Dietrich Buxtehude. Auk þess mun Kór Grindavíkurkirkju flytja efnisskrá með lögum sem kallast „Nýir söngvar Sindre Eide“ í þýðingu séra Kristjáns Vals Ingólfssonar. Það hefur verið mikið að gera hjá Kór Grindavíkurkirkju á undanförnum vikum en Kór- inn tók þátt í „Sálmafossi“ sem fór fram í Hallgrímskirkju á Menningarnótt í Reykjavík 23. ágúst sl. Þar héldu Kórar og organistar íslensku kirkjunnar uppi samfelldri tónlistardag- skrá. Kór Grindavíkurkirkju var falið það verkefni að flytja fáeina af þeim sálmum sem norski kirkjutónlistarfröm- uðurinn Sindre Ejde hefur safnað saman víðsvegar að úr heiminum. Í kjölfarið var Kórnum boðið að halda tónleika í Selfoss- kirkju þann 9. sept em ber sl. og nú bjóðum við Grind- víkingum og nágrönnum til þessara tónleika, sem verða eins og fyrr segir á fimmtu- dagskvöldið nk. kl. 20:30. Að- gangur er ókeypis. Orgel og söngur í Grindavíkurkirkju Kór Grindavíkurkirkju á Menn- ingarnótt í Hallgrímskirkju. Hjördís Árnadóttir félagsmálastjóri Reykjanesbæjar flytur ávarp á opnun Bjargarinnar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.