Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.10.2008, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 02.10.2008, Blaðsíða 8
8 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 40. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR grindavik vogar garður sandgerði Ný tilhögun á dreifingu Fréttablaðsins í Grindavík, Vogum, Garði og Sandgerði 1. október varð breyting á dreifingarfyrirkomulagi Fréttablaðsins í bæjarfé- laginu. Lúgudreifingu hefur verið hætt en áfram tryggjum við öruggt eintak Fréttablaðsins. Í samvinnu við bæjaryfirvöld hefur verið komið upp Fréttablaðskössum víðsvegar um þitt bæjarfélag. Þú getur því notið þess áfram að lesa stærsta og mest lesna dagblað landsins. Einnig bendum við á að hægt er að lesa Fréttablaðið sem pdf inni á visir.is Nánari uppýsingar færð þú á www.visir.is/dreifing Allt sem þú þarft... ...alla daga Óskir þú frekari upplýsinga eða vilt koma á framfæri óskum um uppsetningu Fréttablaðskassa bendum við þér á að hafa samband við Pósthúsið á dreifing@posthusid.is eða í síma: 585-8330. Síðastliðinn laugardag 27. september var Forsetamerki Bandalags íslenskra skáta af- hent við hátíðlega athöfn í Bessastaðakirkju. Hr. Ólafur Ragnar Grímsson afhenti 26 skátum Forseta- merkið til vitnis um góðan ár- angur í vinnu að markmiðum og gildum skátastarfs og vel unnin störf í þágu skátahreyf- ingarinnar. Heiðabúar spiluðu stórt hlut- verk við athöfnina og sá Hrafn- hildur Atladóttir Gilwellskáti úr Heiðabúum um setningar- athöfn hátíðarinnar auk þess sem yngri skátar Heiðabúa voru í hlutverkum fánabera og aðstoðarmanna við athöfnina. Heiðabúar voru einnig lang- fjölmennastir af þeim hópi sem var að taka við Forseta- merkinu að þessu sinni. Alls tóku níu Heiðabúar við merk- inu. Þau eru: Ásmundur Þór Kristmunds- son Ásta Guðný Ragnarsdóttir Guðbjörg Guðmundsdóttir Hans Árnason Heiðrún Pálsdóttir Karen Guðmundsdóttir Ósk Björnsdóttir Svava Magdalena Böðvars- dóttir Þóra Björg Jóhannsdóttir Forseti Ís lands er verndari skátahreyfingarinnar á Íslandi og var þetta í 34. skiptið sem hann afhenti skátum Forseta- merkið. Í dag eru Forsetamerk- ishafar orðnir yfir 1.200 talsins. Mynd frá vinstri: Ósk Björnsdóttir, Hans Árnason, Þóra Björg Jóhannsdóttir, Heiðrún Pálsdóttir, Svava Magdalena Böðvarsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, Karen Guðmundsdóttir, Ásta Guðný Ragnarsdóttir og heldur hún á syni sínum Fannari Loga, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Ásmundur Þór Kristmundsson Heiðabúar fengu Forsetamerkið

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.