Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.10.2008, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 09.10.2008, Blaðsíða 14
14 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 41. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Kennarar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þjálfa framtíð- arrann sókna menn fyr ir CSI! Valáfanginn, CSI, er kenndur nú í fyrsta sinn í FS. CSI, hefur það að markmiði að kynna fyrir nemendum tæknirannsóknir með það í huga að dýpka þekkingu nem- enda í raungreinum. Nemendur fara í hlutverk tæknimanna og rannsaka saka- mál, þau beita eðlis-, efna- og líffræðikunnáttu fyrir sig við úr lausnir. Fingraför, blóð- slettur, fótspor og DNA grein- ing er meðal þeirra verkefna sem nemendur þurfa að fást við. Mik i l s temmn ing var á göngum skólans á 3. hæð þar sem glæpavettvangur var svið- settur. CSI nemendur fengu að fara á vettvang þar sem glæpur- inn var framinn og eiga síðan í kjölfarið að leysa málið. CSI áfanginn er unnin í samvinnu við leiklistaráfanga innan skól- ans. Leikararnir sviðsetja morðið eftir handriti frá kennurunum og afrakstur þeirra verður stutt- mynd. Nemendur í leiklistar- hópnum eru „fórnarlömb“ CSI tæknimanna þar sem þau gefa hársýni, skóför og fingraför sem CSI nemendur greina og finna út hver eigandinn er. Nemendur CSI fara í hlutverk tæknimanna sem upplýsa mál, rannsaka vettvang og eiga að finna út hvað gerðist. Þau koma á vettvang, taka myndir, taka ýmis sýni, skrásetja, at- huga hvort blóð sé raunveru- legt, vinna með fingraefni til að skoða fingraför. Allt tengist þetta efnafræði, efnafræðitil- raunum, eðlisfræði og líffræði. Þau vinna með raunveruleg sýni, fá t.d. hársýni úr leiklist- arnemendum sem voru á vett- vangi og bera saman við það sem finnst o.s.frv. Bjarni Freyr Rúnarsson, nem- andi á fjórða ári, segir áfang- ann vera mjög áhugaverðan og praktískan fyrir þá sem ætla sér að vinna við rannsókn- arstörf á glæpavettvangi eða með lögreglu. Við erum búin að taka fingraför og gera blóð- sletturannsókn. Þetta minnir á þættina Dexter sem sýndur er á Skjá einum. Bjarni Freyr er ekki ákveðinn hvað hann ætlar að gera eftir að skóla- göngu í FS lýkur en hann út- skrifast í vor. Kennarar í CSI eru Harpa Kristín Einarsdóttir, Ragn- heiður Ásta Þorvarðardóttir og Guðmundur Grétar Karlsson, kennari í leiklistarhópnum er Jóna Guðrún Jónsdóttir. Lögreglumenn komu í heim- sókn og sögðu nemendum frá hvernig þeir hafa unnið ýmis mál með aðferðum eins og nemendur nota í áfanganum. Harpa Kristín, raungreina- kennari, er mjög ánægð með hvernig nemendur nýta sér þekkingu sína úr öðrum raun- greinaáföngum í úrvinnslu verkefnanna sem þau fá í CSI. „Nemendurnir fá tækifæri til að nýta sér þá þekkingu sem þau hafa lært t.d. í efna-, líf- og eðlisfræði. Við kennararnir erum búin að viða að okkur mjög f lott um tækj um og CSI-áfangi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja tólum sem eru raunverulega notuð af tæknimönnum við rannsóknir sakamála.“ Í Fjölbrautaskóla Suðurnesja eru mjög vel tækjum búnar raungreinastofur svo aðstaðan til rannsókna fyrir CSI nema er góð. Í skólanum er unnið metnaðarfullt starf á mörgum sviðum og reynt að fylgjast með nýjungum. Skólameistari FS er Ólafur Jón Arnbjörns- son og nemendur í dagskóla eru um 900. Bjarni Freyr Rúnarsson lærir að taka fingraför í CSI. Harpa Kristín Einarsdóttir, kenn- ari í FS, með afsteypu af fótspori úr einu sakamáli. Nemendur í leiklistar- áfanga FS, sviðsetja morð fyrir CSI. Myndir-VF/IngaSæm Nemendur í CSI ásamt kennurunum þeim Hörpu Kristínu og Ragnheiði Ástu.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.