Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.10.2008, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 23.10.2008, Blaðsíða 26
26 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 43. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Við þökkum góða þátttöku og mikinn áhuga bæjarbúa á átak- inu. Allar stofnanir bæjarins auk fjölda fyrirtækja og stofnana tóku þátt í Heilsuviku í Reykja- nesbæ sem haldin var í fyrsta sinn dagana 6.-12. október. Skólamatur og Matarlyst sáu um að allir borðuðu hollt og gott. Boðið var upp á fjölbreytta dag- skrá þar sem allir gátu fundið eitthvað við hæfi og má þar nefna heilsufarsmælingar, fyrir- lestra, skokk, fitumælingar og ráðleggingar um rétt mataræði. Einnig var boðið upp á nám- skeið, gönguferðir, danskennslu, Rope yoga, brenniboltamót og stafagöngu auk þess sem Kefla- vík, íþrótta- og ungmennafé- lag bauð öllum frítt á æfingar í heilsuvikunni. Það er ávallt mik il vægt að stunda hreyfingu og huga að heilsunni. Það á ekki síst við á erfiðum tímum líkt og þeim sem nú fara í hönd í íslensku efnahagslífi en þá er einmitt mikilvægt að hlúa að því sem mikilvægast er þ.e. heilsunni og fjölskyldunni. Við þökkum ykkur öllum þátt- tökuna og hlökkum til samstarfs á næsta ári. Guðrún Þorsteinsdóttir starfsþróunarstjóri Reykjanesbæjar Heilsuvika í Reykjanesbæ Starfsmenn Reykjanesbæjar gera sig klára í reiðhjólaferð í hádeginu á föstudeginum. Líkamsrækt er orðinn daglegur þáttur í lífi margra einstak- linga. Í Reykjanesbæ er starf- rækt ein líkamsræktarstöð sem sérstaklega er ætluð konum og er hún hluti af mjög vinsælli keðju í Bandaríkjunum og víðar, sem kallast Curves og útleggst sem línur á íslensku. Upp hafs mað ur Cur ves er bandarískur læknir að nafni Gary Heavin. Curves stílar inn á nútímakon- una sem hefur takmarkaðan tíma til líkamsþjálfunar en þar getur hún komið og fengið full- komna þjálfun sem inniheldur styrkingu og fitubrennslu á ein- ungis 30 mínútum. Alhliða lík- amsrækt verður að ná til fimm þátta: upphitunar, þolæfinga, styrktaræfinga, hægra æfinga og teygjuæfinga og við það miðast æfingakerfi Curves. Mjög einfalt æfingakerfi Í Curves er mikið lagt upp úr því að sinna vel hverri konu sem stundar þar líkamsrækt. Konan hefur því alltaf aðgang að leiðbeinanda Curves sem fylgist vel með að æfingarnar séu rétt gerðar hjá henni ásamt því að veita henni stuðning og hvatningu. Elínbjört Halldórsdóttir, fram- kvæmastýra og Krist ín Sæ- mundsdótt ir svöruðu hvers konar stöð Curves væri. „Hér byggist líkamsræktin á stöðvaþjálfun en það eru styrkt- artæki og fjölbreyttir hvíldar- pallar. Tækin okkar eru með vökvaknúnum viðnámsbúnaði sem gera mögulegt að æfa sam- tímis þol og styrktaræfingar. Í salnum hljómar skemmtileg tón- list á meðan æft er. Markmið okkar sem leiðbeinum hér er að mynda persónuleg KONUR NJÓTA SÍN Í CURVES

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.