Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.10.2008, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 23.10.2008, Blaðsíða 30
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJASTA SPORTIÐ DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR30 Góður árangur hjá ÍRB fólki erlendis Nokkrir sundmenn sem æft hafa sund með ÍRB í mörg ár, eru nú við nám erlendis. Árni Már Árnason og Erla Dögg Haraldsdóttir eru við nám í Old Domain háskólanum. Árni setti skólamet í 100m bringusundi og Erla Dögg vann allar sínar greinar. Nokkuð ljóst að þau slá ekki slöku við eftir að hafa keppt á Ólympíuleikunum í ágúst. Jón Oddur Sigurðsson vann 100m bringusundið á fyrsta móti sínu fyrir Stony Brook háskólann sem staðsettur er í New York. Að lokum var Birkir Már Jónsson í sveit síns háskóla, University of New Orleans sem settu skólamet í 4x 100m fjórsundi og 4x100m skriðsundi. Freyr kominn með 100 leiki fyrir KSÍ Knattspyrnuþjálfarinn og Njarðvíkingurinn Freyr Sverrisson hefur nú verið aðstoðarþjálfari í 100 landsleikjum fyrir KSÍ, en þeim áfanga náði hann með U19 ára piltalandsliði Íslands sem mætti Svíþjóð í Makedóníu í undankeppni U19 ára landsliða á dögunum. Af þessu tilefni bauð unglinganefnd KSÍ honum upp á dýrindis köku og drengirnir í landsliðinu gáfu honum landsliðsbúning sem á var búið að prenta FREYR 100. Freyr er í dag þjálfari hjá yngri flokkum Hauka, en hann hefur lengi starfað hjá KSÍ við þjálfun. Leikið í körfunni í kvöld Keflavík og Njarðvík verða í eldlínunni í Iceland Express deild karla í kvöld. Njarðvíkingar eiga enn eftir að vinna sinn fyrsta leik í deildinni, en þeir mæta Stjörnunni í Garðabænum í kvöld. Keflavík tekur á móti ÍR í Toyota-höllinni, en þessi sömu lið háðu frægt einvígi í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. Á morgun tekur Grindavík á móti Tindastól í Röstinni. Allir þessir leikir hefjast kl. 19:15. Njarðvíkurstúlkur fara í heimsókn í Laugardalshöllina á morgun og mæta Ármanni. Leikurinn hefst kl. 18:00. Guðbjörg og Hilmar sigruðu V Í S - k e p p n i P ú t t k l ú b b s Suðurnesja fór fram þann 16. október sl. Úrslit urðu eftirfarandi: Konur Guðbjörg Lárusdóttir 67 Unnur Óskarsdóttir 70 Hrefna Ólafsdóttir 71 Bingó Guðbjörg Lárusdóttir 10 Karlar Hilmar Pétursson 67 Eiríkur Ólafsson 68 Pétur Þórarinsson 69 Bingó Jón Ísleifsson 8 HKR tók á móti Leiftra í sín um fyrsta heima leik á þriðju dags kvöld. Jafn- ræði var með lið un um til að byrja með en svo tók HKR frum kvæð ið þeg ar tók að líða á fyrri hálf leik. Lít ið var um varn ir í fyrri hálf leik þrátt fyr ir ágæt is mark vörslu og voru hálf leiks töl ur 22-18 HKR í vil. HKR mætti mun ákveðn ara í síð ari hálf leik inn og þá sér stak lega í varn ar- leikn um og áttu gest irn ir erfitt með að finna leið fram hjá sterkri vörn og góðri mark vörslu fyrri hluta síð ari hálf leiks og fljót lega sigu heima- menn fram úr og náðu mest 10 marka for ystu 34-24. Fór svo að leik ur- inn end aði með 9 marka sigri HKR 39-30. Næsti leik ur HKR verð ur 7. nóv em ber gegn FH og fer leik ur inn fram í Kaplakrika. Marka skor ar ar HKR: Ólaf ur Björns son 11, Ein ar E. Ein ars son 7, Björg vin „Gutti" Björg vins- son 6, Art ur Pol ski 5, Gunn ar Her munds son 3, Stein ar Pálmi Ágústs- son 2, Ein ar Jóns son 2, Ámund ín us Öfjörð 1, Krist ján Ragn ars son 1 og Arn ar Skúla son 1. Mark varsla HKR: Arn ar Ingi Sig urðs son 20 skot Magn ús Ingi Guð munds son 9 skot. Fyrsti sigur HKR Sig mar Björns son varð nú ný lega tvö fald ur Norð ur landa meist ari garpa í sundi flokki 50 - 54 ára. Mót ið fór fram fyrstu helg ina í októ ber í glæ- nýrri laug Hafn firð inga á Ás völl um með góðri þátt töku ann arra Norð- ur landa þjóða. Á föstu deg in um varð Sig mar meist ari í 100 m bringu- sundi og á laug ar deg in um þá bætti hann við titli í 200 m bringu sundi. Jó hann Björns son bróð ir Sig mars var einnig að keppa á mót inu. Hann vann til silf ur verð launa í 100 m flugsundi og varð í 4. sæti í 400 m fjór- sundi. Jó hann keppti í flokki 40-44 ára. Tvö fald ur Norð ur landa meist ari Gummi Steinars bestur Keflvíkingar voru sigursælir á lokahófi KSÍ og hirtu flest verðlaun sumarsins: Keflvíkingurinn Guðmundur Steinarsson var valinn besti leikmaðurinn í Landsbankadeild karla árið 2008 á lokahófi KSÍ sem fram fór um síðustu helgi. Guðmundur átti sérlega gott tímabil fyrir Keflvíkinga sem rétt misstu af Íslandsmeistaratitlinum á l o k a s p r e t t i n u m . H a n n skoraði 18 mörk fyrir Keflavík í deild og bikar í sumar og var á endanum kallaður inn í íslenska landsliðshópinn í haust. „Þetta er gríðarlega mikill heiður fyrir mig og það er gaman að það sé tekið eftir því þegar manni gengur vel. Ég bætti mig mikið sem knattspyrnumaður í sumar. Ég fór í naflaskoðun fyrir þetta tímabil og náði að uppskera vel“ sagði Guðmundur. „Við Kristján vorum sammála,eftir tímabilið í fyrra, að ég hefði ekki staðið mig nógu vel. Í kjölfarið fórum við að skoða hvað væri að og hvað væri hægt að laga. Þetta er niðurstaðan af þeirri vinnu og mikil viðurkenning fyrir mig og Kristján að fá þessi verðlaun. Það að vera svo valinn í landsliðið er líka mikil viðurkenning fyrir mig. Það hjálpaði mér mjög mikið að ég er að spila með frábæru liði og bæði það að ég var valinn besti leikmaðurinn og í landsliðið, er viðurkenning fyrir Keflavíkurliðið í heild,“ sagði Guðmundur. Keflvíkingar voru grátlega nálægt því að vinna Íslandsmeistaratitilinn og segir Guðmundur að leikmenn séu ennþá að jafna sig. „Við tókum gríðarlegt stökk sem knattspyrnulið í sumar og lögðum góðan grunn fyrir næstu tímabil. Þetta situr ennþá í okkur, en flestir af okkur vilja fara að komast aftur á skrið og við ætlum okkur að gera betur á næsta ári,“ sagði Guðmundur. Kristján Guðmundsson var valinn besti þjálfarinn í Landsbankadeild karla og ásamt Guðmundi voru Hólmar Örn Rúnarsson og Guðjón Árni Antoníusson valdir í lið ársins. Stuðningsmenn K e f l a v í k u r, P u m a s v e i t i n , f é k k a ð l o k u m v e r ð l a u n sem besta stuðningssveitin í Landsbankadeildinni. Það var því ríkuleg uppskera hjá Keflavík á lokahófi KSÍ um síðustu helgi. Sigmar tekur hér við við ur­ kenn ingu frá ÍRB, sund deild um Kefla vík ur og Njarð vík ur. Með Sig mari á mynd inni er Guð­ mund ur Jón Bjarna son, for­ mað ur Sund deild ar Kefla vík ur.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.