Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.10.2008, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 30.10.2008, Blaðsíða 6
6 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 44. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR „Staða Sparisjóðsins hefur í sjálfu sér ekkert breyst mikið frá því sem komið hefur fram í fjölmiðlum síðustu daga. Fréttir um erfiðleika Spari- sjóðabankans vegna veðkalls Seðlabankans breyta engu þar um.“ segir Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri. Lausafjárstaða Sparisjóðsins í Keflavík hefur farið batn- andi og er hún nauðsynleg forsenda þess að við getum stutt viðskiptavini okkar í þeim erf ið leik um sem framundan eru. „Síðustu daga og vikur höfum við fundið fyrir miklum vel- vilja samfélagsins í okkar garð og ber að þakka það. Sveitafé- lögin á Suðurnesjum hafa öll ákveðið að ávaxta stóran hluta af sparnaði sínum og lausafé hjá okkur og undirstrikar það meðal annars mikilvægi þess að allir standi saman á þessum erfiðu tímum. Eins hafa ein- staklingar, fyrirtæki, lífeyris- sjóðir og stofnanir lagt sitt af mörkum,“ segir Geirmundur. Í umróti síðustu vikna hafa ýmsar sögur farið af stað um Sparisjóðinn sem ekki eiga við rök að styðjast. Vangaveltur um það hvenær hann lokar eða hvenær Fjármálaeftirlitið taka yfir sjóðinn eru allar úr lausu lofti gripnar. Eflaust má rekja þessar sögusagnir til óttans og óvissunnar sem verið hefur í samfélaginu síðustu vikur. „Staðreyndin er hinsvegar sú að hvorki vandamál viðskipta- bankanna eða mögulegt fall Exista og Sparisjóðabankans mun draga Spari sjóð inn í Keflavík niður. Hlutafé þessara fyrirtækja myndi tapast en það myndi ekki hafa áhrif á lausa- fjárstöðu sjóðsins né hafa veru- leg áhrif á eiginfjárhlutafallið,“ segir Geirmundur í samtali við Víkurfréttir og bætir við: „Nú er tími samstöðu. Næstu mán- uðir verða vissulega erfiðir fyrir alla en nú er mikilvægt að við styðjum hvert annað. Spari- sjóðurinn í Keflavík er 101 árs nú í nóvember og hefur því gengið í gegnum ýmis erf- iðleikatímabil með viðskipta- vinum sínum og samfélaginu öllu. Við munum standa af okkur þessa erfiðleika. Spari- sjóðurinn er ekki að falla“. Erfiðleikar Sparisjóðabank- ans fella ekki Sparisjóðinn

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.