Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.10.2008, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 30.10.2008, Blaðsíða 20
20 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 44. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Í for varn ar vik unni kynnti Rannsókn og greining ehf. nið- urstöður rann- sóknar sinnar u m h a g i o g líðan nemenda í 8., 9. og 10. bekk í Reykja- nesbæ 2008. Ég vil byrja á að hrósa ungling- unum okkar með árangur sinn þegar kemur að rannsóknarnið- urstöðum um notkun tóbaks, áfengis og annarra vímugjafa. Neysla þessara vímugjafa hefur á síðastliðnum 10 árum haldið áfram að dragast saman hjá unglingunum okkar og fleiri og fleiri nemendur fara í gegnum grunnskólann án þess að neyta nokk urra vímu efna, hvort heldur tóbaks, áfengis eða ann- arra vímugjafa. Það er mikill minnihluti nem- enda sem prófar eða notar þessi efni á grunnskólaaldri og með sama áframhaldi verða krakkarnir okkar búnir að gera grunnskólana tóbaks-áfengis-og vímuefnalausa áður en lagt um líður. Þannig eru það um 80-90% nemenda í 8., 9. og 10. bekk grunnskólanna í Reykjanesbæ sem ekki neyta of- angreindra efna á móti 10-20% nemenda sem hafa fallið í freistni á sínum mótunarárum og þurfa aðstoð við að komast útúr þessu fikti eða neyslu sem fyrst. Foreldrar og forráðamenn barna eru mikilvægasta forvörnin og því mikilvægur stuðningur við sín eigin börn og félaga þeirra. Meðvitund og virkni foreldra um þeirra hlutverk er alltaf að aukast en miðað við rannsóknarniður- stöður þurfum við foreldrar og forráðamenn að gera enn betur. Eftirlit og stuðning foreldra í Reykjanesbæ við börnin sín þarf að efla og þar er hvert og eitt foreldri í lykilhlutverki. T.d. virð- ist strákum almennt vera settar minni reglur um hvað þeir megi gera utan heimilis en stelpum og betur er fylgst með félagsskap stelpna en stráka. Verulega er ábótavant að reglur um útivistar- tíma barna séu virtar þó svo að þær reglur séu settar til verndar börnunum okkar og þar þurfa for- eldrar og forráðamenn að taka sig á. Þegar skoðað er hvar ungling- arnir drekka þá er það algengast að það sé heima hjá öðrum ung- lingum þar sem þeir fá skjól fyrir neyslu sína. Þessu þurfa foreldrar og forráðamenn að breyta. Framundan er Forvarnardagur- inn, haldinn í þriðja sinn 6. nóv- ember nk. að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við fjölmarga aðila og með sérstökum stuðn- ingi Actavis. Tilgangurinn með Forvarnardeginum er að fá fram sjónarmið unglinganna sjálfra og hlusta á skoðanir þeirra og reynslu. Unglingarnir hafa margar hug- myndir og óskir þegar kemur að því að verja meiri tíma með fjölskyldum sínum. Þau leggja áherslu á að samverustundir þurfi ekki alltaf að vera skipulagðar fyrirfram eða kosta mikið, aðal- atriðið sé að vera meira saman. Nefna unglingarnir atriði eins og að borða saman, elda og baka saman, fjölskyldan komi sér upp sameiginlegu áhugamáli eða fjöl- skyldumeðlimir taki meiri þátt í áhugamálum hvers annars, tali meira saman um lífið og tilver- una, hreyfi sig sama og fleira í þeim dúr. Með aukinni samveru beri unglingurinn meiri virð- ingu fyrir fjölskyldunni og kynn- ist henni betur og þau kynni og tengsl verða gagnkvæm og fjöl- skyldan samheldnari, opnari og auðveldar að finna fyrir stuðningi og trausti. Að kynna sér svör ung- linganna í þessum verkefnum er eins og að lesa í reynslubrunn afa og ömmu. Löngunin í gömlu gildin eru enn til staðar. Löng- unin í náin tengsl, væntumþykju, traust, skilning, stuðning, nær- veru og samveru. Rannsóknir hafa einnig sýnt mik- ilvægi sterkar tengsla milli ung- linga og foreldra þeirra, tengsl sem seint verða ofmetin. Niður- stöður fjölmargra rannsókna sýna fram á að; • Samvistartími og samvera ung- linga með foreldrum og fjölskyldu hafa margvísleg jákvæð áhrif á líf þeirra • Eftirlit og stuðningur foreldra við unglinga og samvera foreldra með þeim dragi úr líkum á því að unglingar eignist vini sem hafi neikvæð áhrif á líf þeirra og séu líklegri til að standast hópþrýst- ing jafnaldra sinna • Umhyggja og eftirlit foreldra með unglingum tengist minni líkum á vímuefnanotkun ung- linga • Jákvæð tengsl séu á milli stuðn- ings og aðhalds foreldra og náms- árangurs unglinga og betri líðan í skóla Og síðast en ekki síst hafa rann- sóknir sýnt fram á að unglingar sem eru í nánum tengslum við foreldra sína séu ólíklegri en aðrir unglingar til að eiga við margvís- leg sálræn og félagsleg vandamál að stríða. Foreldrar og forráðamenn, tökum höndum saman og stuðlum að betri tengslum innan fjölskyld- unnar og betri líðan allra þeirra sem tilheyra fjölskyldu okkar, vinum og vandamönnum. Við viljum tilheyra, finna að við erum hluti af heild, vera metin að verð- leikum og vera elskuð. Þar sem upplifanir virðast hafa bein áhrif á alla okkar líðan þá virðist vera vit í því að vera saman, tala saman, hlusta á hvort annað og vera með- vituð um það, að það er í lagi að vera ósammála. Það er líka í lagi að gera mistök svo framarlega sem maður reyni strax að bæta úr þeim, beri ábyrgð á hegðun sinni og reyni að leiðrétta mis- tökin. Við verðum að geta treyst hvort öðru, geta gengið út frá því að okkur gangi gott eitt til og hugsum jákvætt um hvort annað. Svik, vanvirðing, einmannaleiki, höfnun og sektarkennd eru allt til- finningar sem hafa neikvæð áhrif á líðan okkar. Hvert og eitt okkar þarf að axla sinn hluta af ábyrgð- inni í samskiptum, hvort sem um er að ræða samskipti við börn, milli barna, við maka, vinnufé- laga eða aðra. Hera Ósk Einarsdóttir, félagsráðgjafi Verkefnastjóri hjá Reykjanesbæ. Jón Gunnarsson, löggiltur fasteigna- og skipasali - Hafnargata 27 - 230 Keflavík - s: 421 1420 og 421 4288 - fax 421 5393 - Netfang: asberg@asberg.is Heiðarendi 4, Keflavík Mjög góð 104m2 nýleg íbúð á 1 hæð með sérinngangi í átta íbúða húsi á góðum stað. Allar innréttingar úr Hlyn, flísar og parket á gólfum. Glæsileg eign. Laus strax. kr. 22.800.000.- Fífumói 1c, Njarðvík Falleg 3 herb.íbúð á 3.hæð. Flísar og parket á gólfum, hagstæð lán áhvílandi. Laus fljótlega. 13.200.000.- Baugholt 19, Keflavík Rúmgott og vel staðsett 138m2 einbýlishús með 46m2 bílskúr. Húsið er með 4 svefnherbergum. Sólpallur vel afgirtur. Stutt í alla þjónustu skóla, verzlun og íþróttamiðstöðvar. Laust til afhend- ingar strax. kr. 34.800.000.- Blikatjörn 7, Njarðvík Nýtt 200m2 einbýlishús með 4 svefnh. og bílskúr. Húsið er fullfrágengið að utan klætt með Síberíulerki, lóð er tyrft en perlumöl í innkeyrslu. Allir innveggir, loft og útveggir klæddir með gifsplötum. Öll tengigjöld eru greidd. kr. 30.000.000.- Hagir og líðan grunnskólanema í Reykjanesbæ Við erum ekki þekkt fyrir að gef- ast upp. Við höfum áður fengið á okkur brotsjó, haldið lífi, komið reyndari og sterkari út úr því. Það eru aðeins tvö ár síðan Varn- arliðið hvarf af landi brott og stærsta höggið fengum við hér í Reykjanesbæ. Það herti okkur í róðrinum eftir öruggum og vel- launuðum störfum. Við sýndum fram á að hér var besta aðstaða til byggingar álvers. Við fengum ekki alltaf góðar viðtökur stjórn- málamanna í þeirri baráttu. En við gáfumst ekki upp. Barátta okkar hefur skilað því að nú er verkið tilbúið einmitt þegar næsta holskefla ríður yfir þyngri og alvarlegri en sú fyrri. En við erum undirbúin. Framkvæmdir við álver í Helgu- vík eru komnar af stað og staða verkefnis þannig að þær geta gefið 1500 manns vinnu nú strax eftir áramót. Framkvæmdir okkar við Helguvík- urhöfn eru komnar á fullt skrið. Höfnin verður tilbúin undir inn- og útflutning vegna álvers þegar á þarf að halda. Í ljósi efnahagsástandsins höfum við skoðað hvernig við getum stuðlað að fleiri stöfum við bygg- ingarverkefni í Helguvíkurhöfn. M.a. höfum við ákveðið að í stað þess að kaupa stálþil erlendis frá skuli bryggjukantarnir steyptir. Þetta þýðir mun meiri íslenska framleiðslu og störf við fram- kvæmdina, en í ljósi gengis gjald- miðla getur þetta einnig verið hag- stæðara fyrir okkur. Norðurál hefur fullan hug á að flýta fram kvæmd um eins og kostur er. Þeir eru einnig tilbúnir að láta þetta gerast í skynsam- legum, samfelldum áföngum. Þannig getur verið hér vinna við uppbyggingu álversins sjálfs, höfnina, línulagnir, virkjanir og þjónustu vegna alls þessa næstu 5 árin fyrir um 1500 manns. Þessi vinna getur nú hafist strax eftir áramót. Þá þurfa líka allir að leggjast á árar. Reykjanesbær og Garður hafa löngu lokið við samninga um álverið og höfnina, virkjanir og línulagnir í landi Reykjanesbæjar og HS Orkuveita Reykjavíkur gert samning um orkuöflun. Vogarnir hafa klárað sitt. Nú vantar enn að Hafnfirðingar klári samning við Landsnet um línulagnir en mér er tjáð að það sé að gerast. Þá þurfa Grindvíkingar að ganga frá samkomulagi við HS um virkjun í þeirra skipulagslandi svo næg orka fáist til næstu áfanga. Ríkis- stjórnin er að ganga frá fjármögn- unarsamningi og þarf að stuðla að því að Landsvirkjun sé með í orkuöflun til næstu áfanga álvers- ins. Ekki er að sjá að það sé löng biðröð eftir að fjárfesta á Íslandi. Ef okkur tekst þetta á næstu vikum, er víst að Norðurál ætlar ekki að láta sitt eftir liggja, þrátt fyrir erfitt efnahagsástand í heim- inum. Þá fer þetta allt á fulla ferð strax uppúr áramótum. Gerum okkur samt grein fyrir að ef áfram er hik á þeim sem eftir er að semja við, er óljóst hvort Norðurál treystir sér til að halda áfram af fullum krafti. Ef tafir verða á leyfum til að virkja, þá tefjast næstu áfangar álvers og vinna fellur niður, sem kallar á endurskoðun Norðuráls gagnvart allri framkvæmdinni. Suðurnes eru eitt atvinnusvæði. Ég treysti á að við forsvarsmenn sveitarfélaganna á Suðurnesjum sjáum öll til þess að engar tafir verði héðan í frá af okkar hendi. Þorsteinn Erlingsson, skipstjóri, formaður Atvinnu- og hafnaráðs Reykjanesbæjar. Mikilvægt að allir klári nú sitt í álveri - þá skapast 1500 störf strax eftir áramót!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.