Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.11.2008, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 06.11.2008, Blaðsíða 1
SIMPLY CLEVER 4.9 L/100 KM 45. tölublað • 29. árgangur • Fimmtudagurinn 6. nóvember 2008 Víkurfréttir ehf. Grundarvegur 23 - 260 Reykjanesbæ Sími 421 0000 - Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingadeild 421 0001 Fréttadeild 421 0002 Aðrar deildir 421 0000 SÍMINN ER 421 0000 GRÓFIN 14B - 230 REYKJANESBÆR SÍMI: 421 4566 - tv @ i4tec.com Siglingatæki í báta ásamt allskonar rafmagnslausnum. Rafmagnsviðgerðir á bílum, Græjuísetningar, ljósabúnaður á bíla, o.fl. tengt bílum. Loftnetsuppsetningar og viðgerðir á loftnetskerfum. kreppufrÉttir meÐ kvÖldmatn um - sjá viðtöl við unglin ga í miðopnu Lumar þú á góðri hugmynd sem mætti framkvæma í kreppunni eða ábendingu um jákvæða frétt? Sendu okkur línu á vf@vf.is og við skoðum málið. Fjármögnun framkvæmda við álver Norðuráls í Helguvík gengur vel en samkvæmt heimildum Víkurfrétta hafa eigendur þess verið í sambandi við bankastofnanir í útlöndum og fengið góð viðbrögð. Stjórnvöldum voru nýlega kynntar nýjar áætlanir varðandi byggingu álversins. Í stað þess að byggja 150 þús. tonna áfanga í upphafi með stækkunarmöguleikum í 250 þús. er stefnt að fjórum 90 þús. tonna áföngum. Því verði ársframleiðslan 360 þús. tonn þegar byggingu verður lokið. Þessi breyting mun hafa betri áhrif á samfélagið. Vinnan verði jafnari næstu fimm árin. Sem stendur er rólegt yfir framkvæmdum í Helguvík og beðið eftir niðurstöðu úr fjármögnun sem eins og fyrr segir lítur vel út. Því eru menn bjartsýnir á að þetta gríðarlega mikilvæga verkefni fari í fullan gang á næstu vikum og mánuðum og tryggi atvinnu fyrir mikinn fjölda fólks. Bjartsýni varðandi Helguvík Góðar hugmyndir... Kjarngóður morgunverður í Akurskóla Nemendur elstu bekkja Akurskóla í Reykjanesbæ eru mættir í skólann vel fyrir klukkan átta á morgnana til þess að fá sér kjarngóðan morgunverð áður en skólastarfið hefst. Það eru kennarar sem leggja til vinnuna en Skólamatur.is leggur til hráefnið, hafragraut, ávexti, brauð og álegg. Verkefnið er tilraun sem gefst vel og er almenn ánægja hjá nemendum að borða saman morgunverð fyrir átök dagsins. Það er nefnilega mjög algengt að eldri nemendur gæti ekki að því að borða vel áður en farið er í skólann. Saddir nemendur eiga auðveldara með að takast á við verkefni dagsins. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.