Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.11.2008, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 06.11.2008, Blaðsíða 8
8 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 45. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR CAFÉ IÐNO HÓTEL KEFLAVÍK ÞAR SEM BRAGÐIÐ SKIPTIR MÁLI! OPNUNAR VEISLA! BREYTTUR OG BETRI STAÐUR! KOMIÐ OG BRAGÐIÐ OKKAR LJÚFFENGU ÞUNNBOTNA IÐNO PIZZUR! Pöntunarsími 420 7011 Þökk sé frábærar móttökur R eyknesinga heldur veislan áfra m! ALLAR PIZZUR AF MATSEÐLI Á 1500 KR. Í SAL OG SÓTT 1800 KR. Í HEIMSENDINGU Lyfja flytur á morgun apótek sitt í Reykjanesbæ af Hring- brautinni í nýtt húsnæði við Krossmóa 4, betur þekkt sem Samkaupshúsið. Fjöldamörg tilboð og vöru- kynningar verða í boði í tilefni af opnun nýrrar Lyfju en vöru- úrval verslunarinnar hefur verið aukið töluvert. Um opn- unarhelgina, dagana 7. og 8. nóvember, verða sérfræðingar frá Heilsu á staðnum sem munu gefa leiðbeiningar um notkun bætiefna, vítamína og f leiri heilsu vara. Auk þess verða snyrtifræðingar á vegum L'Oreal í versluninni til að leiðbeina um notkun á snyrtivörum og á háralitum. Versl un in mun alla jafna bjóða breitt úrval af gjafavöru og almennri snyrtivöru sem margar henta vel til jólagjafa. Nýja verslun Lyfju er nokkuð rúmbetri en sú gamla með tilheyrandi bættri þjónustu, meðal annars hefur biðað- staða verið bætt. Lyfja býður eldri borgara sérstaklega vel- komna í nýju búðina og mun bjóða heilsu farsmæl ingar (blóðþrýstings-, blóðsykurs- og beinþéttnimælingar) fríar til allra viðskiptavina 65 ára og eldri í tilefni af opnuninni. Þetta tilboð gildir að morgni mánudags 10. og þriðjudags 11. nóvember frá 9-12. Á opnunardaginn, 7. nóvem- ber verður viðskiptavinum boðið upp á léttar veitingar í nýja apótekinu við Krossmóa, segir í tilkynningu frá Lyfju. Lyfja flytur í Samkaupshúsið Búast má við hörku keppni þegar Einar Bárðarson, um- boðsmaður Íslands og Kefl- víkingurinn og tónlistarmað- urinn Magnús Kjartansson verða aðal númerin á herra- kvöldi Golfklúbbs Suðurnesja föstudagskvöldið 14. nóv. nk. Að sögn forsvarsmanna GS er útlit fyrir mjög góða aðsókn en fjöldi manna BÚIST VIÐ MIKLU FJÖRI ÞEGAR MAGNÚS OG EINAR MÆTA Í LEIRUNA hefur haft samband og segjast ekki ætla að missa af þessari uppákomu. Það sé nú ekki oft sem Maggi Kjartans fái alvöru samkeppni á svona kvöldi. Umboðsmaður Íslands veit að hann þarf að sýna allar sínar bestu hliðar til að eiga eitthvað við Magnúsi sem eins og flestir vita er með munninn fyrir neðan nefið! Að vanda verða sjávarréttir bornir fram og munu þeir félagar, Einar og Magnús sjá um að skemmta gestum með gleði sinni og fjöri. Gylfi Kristinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri GS (s. 898- 1009) og Sigurður Garðarsson (s. 892-1771) og skrifstofa Vík- urfrétta (s. 421-0000) taka við skráningu og selja miða. Grindavíska atvinnuleik- hús ið, GRAL, und ir býr þessa dagana frumsýningu á leikverkinu 21 manns saknað laugardaginn 15. nóvember. Nokkur eftirvænting er fyrir þessu fyrsta verkefni GRAL því uppselt er á frumsýning- una. Verkið er einleikur byggður á ævi séra Odds V. Gíslasonar og fer Víðir Guðmundsson með hlutverkið. Víðir segir verkið eitt það mest krefjandi sem hann hafi tekið sér fyrir hendur. „Það er mikið spurt hvenær sýningar hefjast þannig að mér sýnist fólk vera spennt fyrir þessu án þess að við séum byrj- aðir að auglýsa sýningarnar sérstaklega en það stendur til á næstunni. Við eru því von- góðir um góðar undirtektir,“ segir Víðir. Búið er að raða niður sýningum fram að ára- mótum og ef undirtektir verða góðar er ráðgert að hafa fleiri eftir áramót. Einnig hefur náðst samstarfssamningur við Grindavíkurbæ um að fara með sýningar inn í grunnskól- ana, að sögn Víðis. Aðspurður segir Víðir verkið mjög krefjandi enda um ein- leik að ræða. Víðir þarf því að bregða sér í ýmis hlutverk og bera uppi sýninguna allan tím- ann. „Mér er óhætt að segja að þetta sé með mest krefjandi verkefnum sem ég hef tekið mér fyrir hendur,“ segir Víðir. Leikverkið 21 manns saknað er um þjóðsagnakennda ævi séra Odds V. Gíslasonar og þeim framúrstefnulegu verk- efn um sem hann tók sér fyrir hendur. Má þar nefna lýs is bræðslu í Höfn um, brennisteinsnámuvinnslu í Krýsuvík, kolanámuvinnu við Hreðavatn, baráttunni við fá- tæktina og Bakkus, segir í sýn- ingarskrá. Oddur var einnig kunnur af því að hafa lagt grunninn að slysavörnum á Íslandi. Eins og áður segir er frum- sýning þann 15. nóvember en nánari upplýsingar um sýning- arnar, sem fram fara í listasal Saltfisksetursins, má sjá á vef Grindavíkurbæjar og á http:// gral.blog.is Grindvíska atvinnuleikhúsið, GRAL: Frumsýning 15. nóvember Viðskiptalífið á Suðurnesjum:

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.