Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.11.2008, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 06.11.2008, Blaðsíða 9
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 6. NÓVEMBER 2008 9STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Keflavík LANCÔME KYNNING Í LYFJUM OG HEILSU KEFLAVÍK Fimmtudaginn 6. og föstudaginn 7. nóvember frá kl. 13 – 18 ráðleggur snyrtifræðingur frá Lancôme um notkun snyrtivara fyrir dömur og herra. Nöfn þeirra sem koma á kynninguna fara í pott og úr þeim verða dregnir 3 heppnir vinningshafar sem vinna vörur að verðmæti 10.000 krónur hver. Glæsilegir kaupaukar (sjá mynd) að verðmæti 9.300 kr. fylgja þegar keyptar eru vörur fyrir 6.000 kr. eða meira frá Lancôme.* Við tökum vel á móti þér. * no kk ra r ge rð ir í bo ði . G ild ir á m eð an b ir gð ir e nd as t. Söngvar um líf ið er heiti nýrrar safnútgáfu sem Rúnar Júlíusson hefur gefið út. Þar syngur hann yfir 70 lög á þremur diskum í glæsilegum pakka sem fylgt er úr hlaði með bæklingi sem Jónatan Garðarsson hefur skrifað. Lög in spanna 45 ára fer il Rúnars og voru tekin upp á ár- unum 1965 (þegar hann söng Fyrsta kossinn inn á plötu með Hljómum) til 2008. Lögin á hljómdiskunum syngur Rúnar ýmist sem sóló-listamaður eða með þeim aðilum sem hann hefur starfað með í gegnum árin, s.s. Hljómum, Lónlí Blú Boys, Bubba Morthens, Unun, Baggalút og fleirum. Flest voru lögin tekin upp á Upptökuheimili Geimsteins í Reykjanesbæ, nema elstu verkin sem sum voru tekin upp erlendis eða í Reykjavík. Hópur valinkunnra hljóðfæra- leikara, tónskálda og textahöf- unda kemur við sögu á plöt- unum í þessum pakka, enda eru mörg laganna orðin sígild. Rúnar er í ár handhafi heið- ursverðlauna íslensku tónlist- arverðlaunanna og er safnið gefið út af því tilefni. Hljómdiskasafnið er endur- hljóðblandað og gefið út af Geimsteini í Reykjanesbæ. Þau eru ófá skiptin sem Rúnar Júlíus- son hefur stigið á svið á 45 ára ferli sínum. VFmynd/elg. Rúnar Júlíusson gefur út Söngva um lífið Ágætu lesendur! Efnahagsástandið í landinu hefur áhrif á útgáfu Víkurfrétta. Til að halda kostnaði í lágmarki hefur blaðsíðum verið fækkað og að sama skapi hefur auglýsingahlutfall verið aukið á kostnað pláss sem annars færi undir aðsendar greinar til blaðsins. Við beinum því nær öllu aðsendu efni inn á fréttavefinn okkar, vf.is. Einnig er að finna fjölda frétta á vf.is sem ekki komast inn á síður Víkurfrétta.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.