Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.11.2008, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 20.11.2008, Blaðsíða 18
18 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 47. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Hálshöggvinn að launum Hermt er að Tíberíus Rómarkeisari hafi á sinni tíð látið hálshöggva gullsmið sem komið hafði færandi hendi með matardisk úr áli. Ekki var ástæðan sú að keisaranum litist illa á gripinn heldur þvert á móti óttaðist hann að spyrðist uppfinningin út, myndi verðgildi gulls hans og silfurs rýrna til muna. Eigi sagan við rök að styðjast, tók það menn tæp 2.000 ár að vinna á ný nytjahlut úr málminum góða. Frá fornu fari hafa menn notað ýmsar efnablöndur með áli. Um 5000 árum fyrir Krist gerðu íbúar SV-Asíu ker úr efnasambandi leirs og áls og Egyptar hinir fornu og Babýlóníumenn notuðu efnasambönd með áli við ýmiskonar efna- og lyfjaframleiðslu. Forn-Grikkir og Rómverjar notuðu álsölt sem litfesti við fatalitun og til herpingar þegar bundið var um sár. Frakkinn Paul Héroult og Bandaríkjamaðurinn Charles Martin Hall sóttu hvor um sig um einkaleyfi til að framleiða ál árið 1886. Báðir beittu þeirri aðferð að leysa súrálið upp í bráðnu krýólíti og vinna síðan ál úr blöndunni með rafgreiningu. Þeir uppgötvuðu aðferðina samtímis, hvor í sinni heimsálfunni og án þess að vita hvor af öðrum. Um svipað leyti var rafallinn fundinn upp og einnig aðferð til að vinna súrál úr báxíti. Þar með var lagður grundvöllur að áliðnaðinum eins og við þekkjum hann í dag. Ál og sagan Skúli Þ. Skúlason, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Norðuráls Helguvík Vissir þú að: ● Ekki tókst að skilja ál frá súrefni fyrr en 1825 ● Álstangir voru sýndar við hlið frönsku krúnudjásnanna á Heimssýningunni 1855 og Napóleón III var sagður hafa látið mestu heiðursgesti sína snæða af áldiskum, meðan aðrir máttu gera sér silfurborðbúnað að góðu ● Ál var valið í tind Washington-minnismerkisins árið 1884 þegar 30 grömm kostuðu dagslaun verkamanns við verkið; ál var á þeim tíma álíka verðmætt og silfur. Náms- og starfs ráð- gjöf fyr ir Pól verja Mið stöð sí mennt un ar á Suð ur nesj um hef ur ráð ið starfs mann til að styrkja náms- og starfs ráð gjöf fyr ir út lend inga. Eva Agata Al ex dótt ir kem ur frá Pól landi en hef ur búið á Ís landi í 9 ár og mun hún að stoða náms- og starfs ráð gjafa MSS. Náms- og starfs ráð gjafi get ur: ✓ veitt ein stak ling um upp lýs ing ar um nám og störf ✓ að stoð að við ákvarð ana töku vegna náms- og/eða starfs vals ✓ að stoð að við að greina áhuga svið, færni og per sónu lega styrk leika með til liti til náms og/eða starfa ✓ veitt leið sögn um ár ang urs rík vinnu brögð í námi t.d. glósu- gerð og prófund ir bún ing ✓ að stoð að við gerð fer il skráa (CV) og at vinnu um sókna ✓ að stoð að við að leita að áhuga verðu tóm stunda starfi og ráð gjöf um per sónu leg mál efni. MSS hvet ur Pól verja sem vilja nýta sér þessa þjón ustu að hafa sam band við Evu í síma 421 7500 eða á net fang ið eva@mss.is. Szkolenia i dora dct wo zawodowe dla Pola kow Centr um doksztalcania zawodowego MSS na Suð ur nesj um zatru dn lo pol ski ego pracownika dla posz erzenia dora dztwa szkoleni owego i zawodowego dla obcokra jowcow. Eva Agata Al ex dótt ir pochodzi z Pol ski i mieszka w Is landi od dzi ewi- eciu lat. Bedzie wspomagac w dora dct wie szkoleni owym i zawodowym w MSS. Dora dca szkoleni owo- zawodowy : ✓ Udzi eli in for macji o dostepnych szkoleni ach i pracy ✓ Pomoze w podjeciu decyzji o wy borze kursu i pracy ✓ Pomoze w ocenie za inter esow an, uzdolnien i zna lezi eniu osobi stych sil nych stron biorac pod uwa ge wy bor szkolenia ✓ Udzi eli rady o metodach pracy w nauce np. jak robic no- tatki i przy gotowac sie do egza m in ow ✓ Pomoze w przy gotowaniu CV oraz listu motywacj nego ✓ Pomoze w zna lezi eniu hobbi w czasie wol nym od pracy MSS zacheca Pola kow, kt orzy chca skorzystac z tej uslugi do kontaktu z Eva w srody i czwartki pod nu mer em telefonu 421-7500 lub poczta el ektron iczna eva@mss.is Jákvæðar fréttir! Sendið okkur ábendingar um skemmtilegar og jákvæðar fréttir á vf@vf.is Stað reynd ir um ham ingj una - Fyr ir lestr a r öð í Garði og Sand gerði fyr ir fjöl skyld ur og ein stak linga á erf ið um tím um Í kvöld, fimmtu dags kvöld, verð ur fjórði fyr ir lest ur inn hald inn sem kirkj an í Garði og Sand gerði stend ur fyr ir í sam vinnu við Sveit ar fé lag ið Garð og Sand gerð is bæ. Í fyr ir lestr- un um eru tek in fyr ir brýn mál er tengj ast fjöl skyld um og ein stak ling um á erf ið um tím um í ís lensku sam fé lagi. Er ind in fjalla um fjár mál, hvern ig hægt er að drýgja mat inn, um sam skipt in á heimil inu og hvern ig við get um styrkt og hlúð að hverju öðru á erf ið um tím um. Næsti fyr ir lest ur verð ur fimmtu dag inn 20. nóv em ber kl. 20 í Út skála kirkju í Garði, þá mun Páll Matth í as son geð lækn ir flytja fyr ir lest ur er ber yf ir skrift ina „Stað reynd ir um ham ingj una“. Þar mun Páll leit ast við að svara því hvern ig mað ur skil grein ir ham ingju. Hvað teng ist og teng ist ekki ham ingj unni? Hverj ar eru venj ur ham ingju samra og ráð legg ing ar þeirra sem rann- sak að hafa ham ingj una til okk ar hinna. Fyr ir lestr arn ir verða haldn ir til skipt is í Garði og Sand gerði. Hver fyr ir lest ur hefst á stuttri helgi stund. Boð ið verð ur upp á kaffi og um ræð ur eft ir hvern fyr ir lest ur. Fyr ir lestr arn ir eru öll um opn ir að kostn að ar lausu.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.