Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.11.2008, Síða 28

Víkurfréttir - 20.11.2008, Síða 28
28 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 47. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR LANGTÍMALEIGUSAMNINGAR HJÁ TRAUSTU FASTEIGNAFÉLAGI LEIGUHÚSNÆÐI VIÐ ERUM MEÐ VANDAÐAR ÍBÚÐIR TIL LEIGU Í REYKJANESBÆ. SKOÐAÐU FJÖLBREYTT ÚRVAL Á HEIMASÍÐU OKKAR EÐA HAFÐU SAMBAND. SÍMI 420 9515 • NOVOS.IS Svona ætti næsta slagorð sjálf- stæðismanna í Reykjanesbæ að hljóma. Hvergi á landinu hefur frjáls- hyggjustefna Sjálfstæðis- f l o k k s i n s beðið meira a f h r o ð e n h é r í b æ undir forystu Árna Sigfússonar. Skoðum hér orð og verk bæjarstjór- ans. Hann seldi hluta af eign okkar í Hitaveitu Suðurnesja í hendur traustra einkaaðila (t.d. Hannesi Smárasyni) til að taka þátt í útrásinni. Reykjanesbær fór í Fasteign með „traustum aðilum“ sam- anber Glitni – átti að tryggja okk ur betri vaxt a gjöld. Hverju hafa þessar snilldar- hugmyndir bæjarstjórans skilað okkur? Á að halda áfram að ljúga hér, er allt í góðu lagi? Kreppan mun koma minnst við okkur hér í Reykjanesbæ segir bæj- arstjórinn. En hver er staðan í rauninni? Húsaleiga hækkar hjá Fasteign um 200 milljónir, við eigum skuldugustu höfn landsins með vaxtabyrði upp á 300 milljónir og áætlað geng- istap bæjarins verður 2 millj- arðar vegna skulda sem við hefðum átt að vera búin að greiða. Áætlaður halli á rekstri bæjarsjóðs er upp á tæpar 400 milljónir króna. Auk þessa eru hátt í 1.000 einstaklingar á atvinnuleysis- skrá, framkvæmdir álversins í Helguvík í uppnámi, íbúum fækkar í Reykjanesbæ þrátt fyrir offramboð á íbúðarhús- næði og við sitjum uppi með hálf kláruð hverfi. Nú er tíma bært að menn frjálshyggjustefnu Sjálfstæðis- flokksins í Reykjanesbæ geri sér grein fyrir að hún er dauð. Nú þarf að tryggja að hlutur ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja og hlutur ríkisins í Fasteign komist í hendur bæjarfélags- ins. Álversframkvæmdir þurfa að halda áfram í Helguvík og leita þarf allra leiða til að tryggja ný atvinnutækifæri, auk þess að standa við bakið á þeim sem fyrir eru hér í bæj- arfélaginu. Stöndum vörð um grunnþjón- ustu við íbúa Reykjanesbæjar. Vil ég að lokum taka undir orð Gunnars Örlygssonar, sjálf- stæðismanns og fyrrverandi þingmanns, úr grein hans í síð- asta blaði Víkurfrétta, þar sem hann segir orðrétt: „Vonandi mun nýliðun breyt- ast með nýju fólki við stjórn- völinn. Er ekki kominn tími á hreinsun og breytingar? Eiga þessir gömlu íhaldsseggir sem öllu hafa ráðið hér undanfarin ár, áfram að ráða? Sömu menn eru ábyrgir fyrir afhroði Spari- sjóðs Keflavíkur sem er nú efni í aðra grein. Þessir forystu- sauðir hafa brugðist hrapallega og verða að gjalda fyrir mis- tök sín eins og annað fólk. Ég alla vega þekki ekkert annað persónulega en að vera dreg- inn til ábyrgðar á mistökum og afglöpum. Ég vona að þessir menn hér og annars staðar á landinu viti og skynji að þeirra tími er nú liðinn.“ Ólafur Thordersen bæjarfulltrúi A-list- ans í Reykjanesbæ Lifa, njóta og hættum að ljúga Ólafur Thordersen bæjarfulltrúi skrifar: Greinar á vf.is Bendum á greinar eftir Sveindísi Valdimarsdóttur og Gunnar Örlygsson á vef Víkurfrétta, vf.is undir liðnum aðsent. www Í kvöld, fimmtudag, kl. 20-22 verður sagnakvöld í Flagghúsinu (á horni Ver- brautar og Víkurbrautar), í umsjón sjf menningar- miðlunar. Sagnakvöldið er liður í viðburða- og menn- ingardagskrá Saltfiskseturs- ins og Grindavíkurbæjar 2008 og er öllum opið. Fyrstu jarðboranir í Svartsengi Ísleifur Jónsson, verk- fræðingur frá Einlandi í Grindavík segir fróðlegar og skemmtilegar sögur frá upphafi framkvæmda í Svartsengi, fyrir rúmum 30 árum síðan. Þær urðu grunnurinn að stofnun Hitaveitu Suðurnesja. „Kvennó“. Guðveig Sigurð- ardóttir, fyrrum formaður kvenfélags Grindavíkur segir frá öflugri starfsemi „Kvennó“ frá upphafi. „Kvennó“ stóð m.a. fyrir útiskemmtunum í Svarts- engi, víkivakanámskeiðum, skógrækt og reisti félags- heimili svo fátt eitt sé nefnt. Starfsemin má segja að hafi verið undirstaða menning- arstarfsemi í Grindavík. Vegagerð í Grindavík Gunnar Mattason, verk- stjóri og tækjamaður vann lengi við vegagerð í Grindavík. Hann lenti í ýmsu m.a. að stór hellir, Dollan opnaðist og blasti við honum á Gíghæðinni. Margt annað ótrúlegt gerð- ist við vegavinnuna sem hann mun miðla til gesta. Á milli atriða sjá Stiga- menn um sönginn. Til- valið er að taka með sér vinkonur og vini og skella sér á sagnakvöld, njóta menningararfleiðar og kaffiveitinga á vægu verði. Bókin Sagnaslóðir á Reykjanesi I sem byggir á efni fyrri sagnakvölda verður á sérstöku til- boðsverði þetta kvöld. Sagnakvöld í Flagg- húsinu í Grindavík

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.