Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.11.2008, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 27.11.2008, Blaðsíða 1
SIMPLY CLEVER 4.9 L/100 KM 48. tölublað • 29. árgangur • Fimmtudagurinn 27. nóvember 2008 Víkurfréttir ehf. Grundarvegur 23 - 260 Reykjanesbæ Sími 421 0000 - Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingadeild 421 0001 Fréttadeild 421 0002 Aðrar deildir 421 0000 GRÓFIN 14B - 230 REYKJANESBÆR SÍMI: 421 4566 - tv @ i4tec.com Víkurfréttamynd: Ellert Grétarsson „Ég er þeirrar skoðunar að þessi sjálftaka, að halda að það megi leysa úr ágreiningsmálum með ofbeldi, sé eins og krabbamein í íslensku þjóðfélagi. Við sjáum þess merki víða. Ég sé ekki betur en að nú verði fólk að taka höndum saman og vinna þannig úr því og stimplum það inn að ofbeldi er ekki ásættanleg lausn í ágreiningsmálum, sama hvort það er á milli barna, unglinga eða full- orðinna,“ segir Gylfi Jón Gylfson, sálfræðingur og deildarstjóri sérfræði- þjónustu hjá Reykjanesbæ, þegar VF ræddi við hann vegna líkamsárásarinnar í Njarðvík í síðustu viku. Árásin vakti mikinn óhug almennings ekki síst vegna ungs aldurs þeirra er hlut áttu að máli auk þess hve fólskuleg hún var. „Hvaðan þetta er komið inn í íslenskt samfélag er ekki gott að segja. En þetta er þekkt fyrirbæri í menningarkimum, t.d. meðal glæpagengja í út- löndum og svo framvegis. Kannski er einhvers konar eftirherma af því í gangi,“ segir Gylfi ennfremur. Eins og krabba- mein í íslensku þjóðfélagi - sjá nánar í blaðinu í dag! Umhverfisráðherra segir að fara verði fram nýtt umhverfismat ef stækka eigi álverið í Helguvík. Norðurál hefur óskað eftir því að fá að stækka álverið í Helguvík úr 250 þúsund tonnum í 360 þúsund tonn. Miðað er við að álverið verið byggt upp í fjórum 90 þúsund tonna áföngum. Fyrsti áfanginn gangsettur árið 2011 og sá síðasti 2014. Forstjóri Norðuráls fundaði með ráðherra í gær vegna málsins. Í dag eru um 1000 manns skráðir atvinnulausir á Suðurnesjum. Atvinnulausum hefur fjölgað um 150 á hálfum mánuði og um 450 frá síðustu mánaðamótum. Tala atvinnulausra fór í 1001 í gærmorgun. Karlar eru í meirihluta atvinnulausra á Suðurnesjum. 1000 án atvinnu Nýtt umhverfismat þarf fyrir stærra álver í Helguvík Met þátt taka á jólaskreyt inga kvöldi Met þát ttaka var í byrj un vik unn ar á jóla skreyt inga kvöldi Blóma vals á Fitj um. Hátt í 150 manns, nær ein göngu kon ur, voru mætt ar til að kynn ast því nýjasta og flottasta í jóla skreyt ing um und ir leið sögn skreyt inga meist ar ans Ómars Ell erts son ar og starfs fólks Blóma vals. Til stemmn ings auka var svo við stödd um boð ið upp á kakó og pip ar kök ur. Fleiri ljós mynd ir frá kvöld inu má sjá í ljós mynda safni vf.is. Aðventublað Víkurfrétta kemur út í næstu viku, fimmtudaginn 4. des. Í blaðinu verður fjölbreytt efni tengt undirbúningi jólanna, Jólalukkan verður kynnt til leiks og verslanir auglýsa jólavöruna. Þeir sem vilja auglýsa í aðventublaðinu hafi samband við auglýsingadeild VF í síma 421 0001. Barnahátíð í Reykjanesbæ á laugardaginn

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.