Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.11.2008, Síða 14

Víkurfréttir - 27.11.2008, Síða 14
14 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 48. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Ál og framleiðsluferlið Skúli Þ. Skúlason, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Norðuráls Helguvík Hugvitið fær að njóta sín Málmgrýtið súrál er efnasamband áls og súrefnis. Efnaformúlan Al2O3 vísar til þess að súrál samanstendur af tveimur álfrumeindum á móti þremur súrefnisfrumeindum. Ólíkt öðrum málmum er erfitt að vinna ál beint úr málmgrýtinu. Efnatengslin milli áls og súrefnis eru svo sterk að við framleiðsluferlið í álverinu verður að rjúfa þessi tengsl með rafgreiningu. Álið dregst að öðru skautinu þannig að eftir stendur hreinn málmurinn. Við álvinnslu er notað hráefnið báxít en það er leifar af jarðvegi sem hefur auðgast að áli við útskolun annarra jarðefna við efnaveðrun í heitu og röku loftslagi nærri miðbaug. Úr báxítinu er súrálið unnið og ef við ímyndum okkur að við séum við vinnu í álverinu í Helguvík, sjáum við að súrálið er hvítt duft. Að meðaltali þarf að vinna fjögur tonn af báxíti fyrir tvö tonn af súráli sem verða svo að einu tonni af áli út úr álverinu. Í nútímalegu álveri eins Norðuráli byggist framleiðslan á háþróaðri tækni. Þekking, hugvit og kunnátta hafa leyst handaflið af hólmi. Framleiðsluferlið er tölvustýrt, tækjabúnaður er að hluta hátæknilegur og gerðar eru ríkar kröfur til færni starfsmanna sem fylgjast með ferlinu og grípa inn í ef þörf krefur. Álver eru þannig gott dæmi um hvernig rótgrónir atvinnuvegir geta nýtt sér það besta sem tæknisamfélagið býður upp á til að auka afköst, gæði og öryggi framleiðslunnar. Vissir þú að: ● Árið 1884 var landsframleiðsla í Bandaríkjunum á áli einungis 57 kg. ● Ál er svo sterkt að 24 áldósir nægja til að halda uppi tveggja tonna bifreið. ● Norðurál hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir tækniframfarir sem stuðla að lágmörkun á losun koltvísýrings. Ökumaður bifreiðar var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar eftir geyisharðan árekstur á gatnamótum Reykjanesbrautar og Grænásvegar í hádeginu á mánudag. Þessi gatnamót eru orðin ein þau hættulegustu í Reykjanesbæ í kjölfar aukinnar umferðar í tengslum við fjölmenna íbúabyggð á Vallarheiði. Tvær fólksbifreiðar rákust saman þegar annarri var ekið af Grænásvegi í veg fyrir hina sem ók Reykjanesbraut. Ökumennirnir voru einir í bílunum. Hvorugur slasaðist alvarlega en lögreglan telur að annar ökumaðurinn hafi rotast um tíma við áreksturinn. Harður árekstur á hættulegum gatnamótum ���������������������� ����������������������� �������������������������� ��������� ������� ��������������������������� ������������������� ������������������������� ��������������� ������������������������� ������������������������� ����������������������� ����������������� �����������������

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.