Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.11.2008, Qupperneq 16

Víkurfréttir - 27.11.2008, Qupperneq 16
16 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 48. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Síðastliðinn fimmtudag réðust þrír nemendur úr skólanum okkar gegn skólafélaga sínum. Aðrir nem- endur stóðu hjá og fylgdust með og einn nemend- anna náði að mynda slagsmálin. Í kjölfarið af því var myndbandið sett á veraldarvefinn þar sem fjöldinn allur af fólki gat fylgst með atburðinum. Lögreglan sá myndbandið og fór strax í málið. Árásarmönnunum var í kjölfarið vísað úr skóla og málið fór í vinnslu hjá lögreglunni. Fjöldi nemenda sá myndbandið á veraldarvefnum og urðu skelfingu lostnir við að sjá aðfarir drengjanna á fórnalambinu. Margir þorðu ekki í skólann daginn eftir og teljum við það mjög alvarlegt þar sem orðspor Njarðvíkurskóla hefur beðið skaða. Við nemendur úr 9. og 10. bekk gripum til þess ráðs að ganga í stofur hjá yngri bekkjum og ræða við þau um slagsmálin, en við töldum þau taka meira mark á okkur en starfsfólki skól- ans þar sem við erum nær þeim í aldri og erum þeim fyrirmyndir. Aðal áhersluefni okkar var það að gera þeim grein fyrir alvarleika málsins og sýna þeim fram á það að þau eru framtíð skólans og okkur nemendunum þykir vænt um hann og viljum að öllum vegni vel í honum. Við vonum að sá sem varð fyrir árásinni jafni sig alveg og líka að strákarnir sem réðust á hann iðrist og geri svona lagað aldrei aftur, en við leggjum áherslu á að það má aldrei beita ofbeldi til að jafna ágreining. Njarðvíkurskóli er góður skóli og við viljum ekki að ofbeldi sé beitt í okkar skóla. Það sem gerðist er mjög óvenjulegt og hefur aldrei gerst í okkar skóla áður. Þegar svona atvik á sér stað er það mjög sárt að sjá hvað fólk, sem hefur jafnvel aldrei stigið fæti inn fyrir dyr skólans og veit lítið sem ekkert um starfið sem þar fer fram, er fljótt að stimpla hann með svo ljótum stimpli og ákveða það að hver og einn einasti nemandi skólans sé slæmur. Fólk gleymir öllum krökkunum sem eru að standa sig vel í bæði námi og lífinu almennt og það er staðreynd að Njarðvíkurskóli inniheldur marga afburða nemendur og einnig upprennandi íþróttastjörnur sem nú falla í skuggann á þeim nemendum sem því miður eiga það til að breyta ekki rétt. Okkur þykir það mjög leiðinlegt að svona hafi átt sér stað og vinnum við að því hörðum höndum að halda áfram að byggja upp góðan anda í skólanum og styrkja enn frekar vinabönd nemendanna. Svona má aldrei gerast aftur. Við eldri nemendur skólans höfum komið með margar góðar hugmyndir sem gætu hjálpað til í þessu ferli og erum við bjartsýn á komandi ár þar sem skólinn hefur að geyma glæsilegan hóp af bráðsnjöllum krökkum sem munu halda ótrauð áfram og stefna hátt í lífinu. Fyrir hönd nemendafélags Njarðvíkurskóla: Magdalena Margrét Jóhannsdóttir og Karen Elísabet Friðriksdóttir. Orðspor Njarðvíkurskóla hefur beðið skaða „Það fer eftir því hvernig unnið er úr svona málum,“ svaraði Gylfi aðspurður um hvaða áhrif slíkur atburður hefði á nærsamfélagið. „Auðvitað er hræðilegt að standa frammi fyrir því að svona lagað geti gerst en fyrst og fremst þarf að vinna úr þessu þannig að allir standi í báða fætur eftir þetta. Ég er þeirrar skoðunar að þessi sjálftaka, að halda að það megi leysa úr ágreinings- málum með ofbeldi sé eins og krabbamein í íslensku þjóð- félagi. Við sjáum þess merki víða. Ég sé ekki betur en að nú verði fólk að taka höndum saman og vinna þannig úr því og stimplum það inn að of- beldi er ekki ásættanleg lausn í ágreiningsmálum, sama hvort það er á milli barna, unglinga eða fullorðinna,“ segir Gylfi. Hvernig ætti þá að vinna úr „Við vorum auðvitað harmi sleginn hérna enda hræðilegt að fá þessar fréttir. Byrjað var á því að upplýsa starfsmenn um það sem gerðist þannig að þeir færu með þá vitn- eskju inn í daginn. Einnig var farið strax inn í unglinga- deildarbekkina og málin rædd,“ segir Guðmunda Lára Guðmundsdóttir, skólastjóri Njarðvíkurskóla, aðspurð um fyrstu viðbrögð skólans við líkamsárásinni. Að hennar sögn komu eldri nemendur skólans með þá hug- mynd að unnið yrði á grund- velli jafningafræðslu, þ.e. að þau eldri myndu ræða málin við yngri nemendur skólans. Skipaður var hópur sem und- irbjó málið með deildarstjór- unum. Hópurinn ræddi síðan málið við yngri krakkana þar sem aðaláherslan var lögð á það hve alvarlegt það væri að leysa málin með ofbeldi. Einnig var lögð áhersla á mik- ilvægi þess að taka aldrei þátt í slíku, horfa á eða segja ekki frá. Jafnframt að bregðast við með því að ná í einhvern full- orðinn en ekki standa hjá án þess að gera nokkuð. Aðspurð segir Guðmunda Lára að nemendur skólans hafi verið því og koma þessum skila- boðum til skila? „Í því sambandi held ég að það sé ráð að líta til þess hvernig eldri nemendur í Njarðvík- urskóla hafa tekið á málinu. Þau hafa skoðað og spurt fyrir hvað þau standa. Þau eru stolt af því að vera nemendur skól- ans og samþykkja þar af leið- andi ekki svona háttalag.“ Hvað skýrir þessa hegðum? „Það er þessi sjálftaka – að halda að ágreiningsmál megi leysa með ofbeldi. Hvaðan þetta er komið inn í íslenskt samfélag er ekki gott að segja. En þetta er þekkt fyrirbæri í menningar- kimum, t.d. meðal glæpagengja í útlöndum og svo framvegis. Kannski er einhvers konar eftir- herma af því í gangi.“ Sum ir tala þar um kvik- myndir og tölvuleiki, sem margir hverjir innihalda mjög gróft ofbeldi? „Það er rétt. Þarna þurfa heim- ilin virkilega að vinna með skólunum og með okkur sem vinnum að forvörnum og ræða þetta við börnin sín. Þetta atvik er ekkert annað en harmleikur og það þarf um- fram allt að vinna úr þessu þannig að hlutaðeigandi eigi afturkvæmt í samfélagið. Þá er ég bæði að tala um þolendur og gerendur. Ég hef stundum líkt þessu við það þegar krakki gerir mistök þegar maður er að kenna honum, þá auðvitað leiðréttir maður mistökin og þjálfar barnið í því að endur- taka þau ekki.“ Fólk er mjög slegið yfir þessu atviki og sumir jafnvel reiðir. Við þær kring um stæð ur kunna sumir að draga sínar ályktanir. Maður heyrir t.d. að börnin í skólanum óttast um orðspor hans? „Það auðvitað gengur ekki að álykta og gera nemendum upp eitthvað út frá einu atviki. Ég veit sem yfirsálfræðingur í bæjarfélaginu að það hefur verið unnið mjög gott starf til margra ára í Njarðvíkurskóla. Því verður auðvitað haldið áfram þrátt fyrir að þetta hafi komið upp á. Þetta atvik gefur alls ekki til kynna að það ríki ein hver óöld í skól an um, heldur þvert á móti. Ég sá reyndar inn á barna- landi.is að foreldrar þolandans segja m.a. að þeir óski öllum sem málið varðar alls hins besta, einnig gerendunum og fjölskyldum þeirra. Við ættum að hafa þá virðingu að leiðar- ljósi og reyna að landa þessu þannig að við lágmörkum skaðann. Það er hægt að draga lærdóm af svona atviki og nýta það sem tækifæri til að byggja upp betra samfélag.“ Almenningur er sleginn yfir fólskulegri líkamsárás í Njarðvík Sú alvarlega líkamsárás sem varð við Njarðvíkurskóla fyrir síðustu helgi vakti mikinn óhug hjá almenningi. Þrír fimmtán ára drengir réðust þar á skólafélaga sinn með miklu ofbeldi og var myndskeið af árásinni sett á netið. Það sló fólk óneitanlega hve hlutaðeigandi eru ungir og hve ofbeldisfull árásin var. Drengirnir, sem þarna áttu hlut að máli, hefur verið vísað úr skólanum og er mál þeirra til meðferðar hjá þar til gerðum yfirvöldum. Lögreglurannsókn stendur yfir en málið er talið varða við 218. grein hegningarlaga þar sem um sérstaklega hættulega líkamsárás var að ræða með spörkum í höfuð, bak og kvið fórnarlambsins. Ýmsar spurningar vakna upp við atvik sem þetta. Víkurfréttir ræddi við Gylfa Jón Gylfa- son, yfirsálfræðing Reykjanesbæjar, og Guðmundu Láru Guðmundsdóttur, skólastjóra Njarðvíkurskóla. Gyfi Jón Gylfason, sálfræðingur: Sjálftakan er ekki ásættanleg Guðmunda Lára Guðmundsdóttir: Nemendur tóku ábyrga afstöðu Gylfi Jón Gylfason.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.