Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.11.2008, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 27.11.2008, Blaðsíða 20
20 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 48. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR EKKI Á MINNI VAKT Kjartan Ólafsson skrifar: Á vef Víkurfrétta er að finna grein sem Kjartan Ólafsson alþing- ismaður ritar til Víkurfrétta. Meðfylgjandi er úrdráttur úr grein- inni, sem er í heild sinni á vf.is: „...Í dag þegar þetta er ritað eru blöðin að fjalla um athafnamenn sem skoða aðstöðu á Heilbrigðisstofn- unum okkar á Suðurnesjum og Suðurlandi með það í huga að leigja aðstöðuna. Tækin mörg hver sem talað er um að leigja út eru nú bara ekki ríkisins að leigja út. Mörg stærstu, dýrustu og tæknilegustu tækin hafa verið gefin af líknarfélögum og góðgerð- arsamtökum. Ég er handviss um að gjafirnar voru ekki ætlaðar í þann tilgang. Það er algjörlega úr takti við allt að vera að ýja að einkavæðingu eða hálf einkavæðingu skurðstofa og annarrar sérhæfingar innan sjúkrakerfisins okkar núna rétt ofan í hrun bankanna. Ég er alveg til í að taka þátt í einhvers konar hugmyndafræðivinnu að slíku þegar þjóðin hefur náð sér eftir þetta reiðarslag sem gengið hefur yfir hana, en alls ekki á þessu stigi málsins. Fólkið sem treystir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Suðurlands telur tugi þúsunda. Þetta fólk hefur eins og aðrir Íslendingar þurft að taka á sig, á leifturhraða, gríðarlega skerðingu kjara í kjölfars glannaskaps í bankakerfinu. Þetta góða fólk er núna hrætt, ringlað og rúið trausti á samfélagið. Það er því að æra óstöðugan að ætla síðan að ræna það sjúkrateppinu sínu, sem það veit, eða vissi öllu heldur, að það gat þó alltaf treyst á. Við hljótum að verða að skoða launasamsetningu stofnana og þá aðallega laun hæst launuðustu aðilanna áður en við förum að loka fæðingardeildum og skurðstofum. Það höfum við þingmenn og ráð- herrar gert með eigin laun með bréfi til kjaranefndar...“ Kjartan Ólafsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins Prentsmiðjan Oddi ehf., Höfðabakka 3-7, 110 Reykjavík sími 515 5000, www.oddi.is ���������������������� Jólaaðventublað VF kemur út 4. desember Fullt af skemmtilegu jólaefni. Auglýsendur eru beðnir að setja sig í stellingar og panta pláss. Verðlaunahafar Súlunnar 2008 með bæjarstjóra, forseta bæjarstjórnar og menningarfulltrúa. Kvennakórinn og Leikfélagið

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.