Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.12.2008, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 04.12.2008, Blaðsíða 22
22 AÐVENTUBLAÐ VÍKURFRÉTTAVÍKURFRÉTTIR I 49. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Kaffibarþjónar Kaffitárs luma á mörgum góðum uppskriftum þegar kaffi er annars vegar. Erla Lúðvíksdóttir og stöllur hennar hjá Kaffitári í Njarðvík töfruðu fram þrjá ljúffenga drykki fyrir okkur. Þeir er auðveldir í gerð og góðir að njóta á dimmu vetrarkvöldi eða til hátíðarbrigða um jólahátíðina. Með drykkjunum fylgir svo uppskrift að syndsamlega góðri trönuberjaostaköku. Njótið vel! Setjið ber, sykur og vatn í pott og látið suðuna koma upp. Lækkið hitann og látið krauma í 20 mínútur. Leggið matarlímið í bleyti. Dragið pottinn af hitanum og blandið hnetum og appelsínumarmelaði saman við. Setjið matarlímsblöðin út í heita sultuna og hrærið í þar til það hefur leyst upp. Kælið. Hrærið saman kexmylsnu, sykri og heitu smjörinu. Þrýstið volgri blöndunni í botninn á 24 cm. klemmuformi. Kælið. Hrærið rjómaostinn mjúkan með sykrinum, hrærið vanilludropunum saman við. Leggið matarlímið í bleyti. Bræðið matarlímið og kælið með mjólkinni og hrærið saman við rjómaostahræruna. Blandið rjómanum saman við með sleikju. Setjið yfir kexbotninn og hafið yfirborðið slétt. Kælið í 1-2 klst. Breiðið volga (30°C) sultuna yfir. Kælið í nokkrar klst. áður en tekið úr forminu. Kakan er best 2-3 daga gömul, þá er botninn farinn að blotna. Kakan geymist vel í kælir í 1 viku. Aðventutár 1msk: brown sugar cinnamon sýróp. Stór expresso eða sterkt uppáhellt kaffi. Heit mjólk. Þeyttur rjómi. Kanil og möndluflögum stráð yfir. Sýróp sett í bolla, kaffi hellt yfir, mjólkin hituð, þeyttur rjómi settur í bollann og kanil og möndluflögum stráð yfir. Súkkulaðisæla Ca 40 gr af konsum suðusúkkulaði. Heit mjólk. 1 msk. Amarettó sýróp. Þeyttur rjómi. Kanil stráð yfir. Suðusúkkulaði og mjólk brætt saman, sýróp sett í bolla og súkkulaði hellt yfir, hrært saman, rjómi settur yfir og kanil stráð yfir. Hægt er að nota hvaða sýróp sem er með súkkulaðinu. Jóladraumur Hálf appelsínusneið. Ginger spice sýróp. Lítill expressó eða sterkt uppáhellt kaffi. G mjólk. Kanil stráð yfir. Setjið hálfa appelsínusneið í bolla, sýróp hellt yfir, kaffi hellt í bollann, g-mjólkin freydd hellt í bollann og kanil stráð yfir. Trönuberjaostakaka Trönuberjasulta 2 bollar trönuber 200 g sykur 1/2 bolli vatn 1⁄4 bolli saxaðar hnetur eða möndlur 2 msk appelsínumarmelaði 2 matarlímsblöð Botn 1 bolli hafrakex, mulið 3 msk sykur 75 g smjör, brætt Fylling 500 g rjómaostur 100 g flórsykur 4 matarlímsblöð 2 msk mjólk 2 tsk vanilludropar 1⁄2 lítri rjómi, þeyttur -með kveðju frá Kaffitári L júffengir hátíðardrykkir Víkurfréttamyndir: Ellert Grétarsson - elg@vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.