Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.12.2008, Blaðsíða 35

Víkurfréttir - 04.12.2008, Blaðsíða 35
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 4. DESEMBER 2008 37STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Ljósin tendruð á jólatrénu frá Kristiansand Ljósin verða tendruð á jólatrénu á Tjarnargötutorgi, laugardaginn 6. desember kl. 18:00 DAGSKRÁ: Blásarasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar Barnakórar Holtaskóla og Heiðarskóla Ritari norska sendiráðsins Thomas Lid Ball afhendir jólatréð sem er gjöf frá Kristiansand, vinabæ Reykjanesbæjar Tendrun: Viktor Ingi Matthíasson nemandi í 6. bekk í Heiðarskóla Ávarp: Björk Guðjónsdóttir forseti bæjarstjórnar Herdís Egilsdóttir afhendir verðlaun fyrir teikningar og bréf frá Barnahátíð í Reykjanesbæ Jólasveinar koma í heimsókn og bregða á leik með börnunum Heitt kakó og piparkökur í umsjón foreldrafélags Tónlistarskólans Verið velkomin Bæjarstjóri Þær Helga Jónsdóttir, Gísla Vigfúsdóttir og Anna Jóns- dóttir standa að myndar- legu kaffihlaðborði á mánu- dögum og þriðjudögum á Glóðinni fram til 16. desem- ber og rennur allur ágóði af sölunni til styrktar Velferðar- sjóði Suðurnesja. Þær stöllur standa að kaffihlað- borðinu á eigin vegum með fulltingi bakaría og fyrirtækja á svæðinu sem standa dyggi- lega að baki þeim og Glóðin lætur salinn í té endurgjalds- laust. Kaffihlaðborðið er drekk- hlað ið kræs ing um gegn frjálsum framlögum þeirra sem vilja njóta og styrkja gott málefni. Lágmarksupphæð er 200 kr. á mann. Greiðslur fara í sérstakan söfnunarkassa sem afhentur verður Velferðarsjóði Suðurnesja eftir 16. desem- ber en þá er síðasta kaffihlað- borðið. Velferðarsjóður Suðurnesja var stofnaður í síðasta mánuði og er honum ætlað að styðja við bakið á fjölskyldum og einstaklingum á svæðinu, um- fram þau úrræði sem þegar eru í boði. Sjóðurinn er starf- ræktur í samstarfi við Hjálp- arstarf Kirkjunnar. Allir geta lagt sjóðnum lið, bæði með beinum fjárframlögum, söfn- unum eða öðru framtaki. Helga Jónsdóttir, Gísla Vigfúsdóttir og Anna Jónsdóttir standa að kaffihlaðborði á Glóðinni og rennur ágóðinn í Velferðarsjóð á Suðurnesjum. KAFFIHLAÐBORÐ til styrktar Velferðarsjóði stendur fyrir árlegum jólabasar laugardaginn 6. desember næstkomandi. JÓLABASAR Björgin Geðræktarmiðstöð Suðurnesja Basarinn verður að Suðurgötu 15 frá klukkan 13:00 – 17:00. Skessubolir, jólakort og fl eiri fallegir munir til sölu ásamt pokamarkaði og jólastemningu. Allir velkomnir. Þorvaldur Halldórsson útgerðarmaður frá Vörum í Garði er látinn, 88 ára að aldri. Út- för hans var gerð frá Útskálakirkju á laugar- dag að viðstöddu miklu fjölmenni. Þannig var kirkjan þéttsetin og var athöfninni sjón- varpað yfir í íþróttamiðstöðina í Garði þar sem fjölmenni fylgdist með athöfninni á risa- skjá. Ráðherrar og þingmenn voru m.a. við útförina. Yfir 750 manns voru við athöfnina. Þorvaldur var skipsstjóri á Gunnari Hámund- arsyni GK í hálfa öld en hann átti einnig og rak elsta útgerðarfyrirtæki á Íslandi, fyrir- tæki sem stofnað var 1911. Þorvaldur er einn af stofnendum Knatt- spyrnufélagsins Víðis í Garði. Hann var mik- ill áhugamaður um knattspyrnuna. Hann lét sig einnig sveitarstjórnarmál varða. Meðfylgjandi mynd var tekin við Útskála- kirkju á laugardag. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson Þorvaldur Halldórsson jarðsunginn

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.