Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.12.2008, Blaðsíða 37

Víkurfréttir - 04.12.2008, Blaðsíða 37
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 4. DESEMBER 2008 39STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM ÞEMADAGAR í Myllubakkaskóla Árlegir þemadagar voru haldnir í Myllubakkaskóla í síðustu viku og lauk þeim á föstudaginn þegar nemendur sýndu af- rakstur vinnu sinnar. Pabbar og mömmur, afar og ömmur komu í heimsókn í skólann, skoðuðu verk nemenda og þáðu kaffi og kökur sem nemendur bökuðu sjálfir. VFmyndir/elg. 5100 vinningar að verðmæti 5 millj. kr. Náttúrulæknirinn Birgitta Jónsdóttir Klasen mun á laugardögum í vetur einbeita sér að því að vinna með börnum og foreldrum þeirra. „Börnin eru framtíðin okkar og fram- tíðin er þeirra. Núna er rétti tíminn til að hjálpa börnunum okkar og gera góða hluti með þeim,“ segir Birgitta í tilkynningu. Þá mun Birgitta vinna með virðingu og sjálfs- traust og horfa til framtíðar með börnunum. Hún beinir sjónum sínum að börnum á aldrinum 5-15 ára. Hún mun skoða mataræði og venjur með börnunum og foreldrum þeirra og veita góð ráð. Birgitta bendir á að vandamál barna séu ekki leyst með pillum eða lyfjagjöf. Hún mun koma líkamsstarf- semi í réttar skorður og beita heilun með reiki og svæðanuddi. Þá segir Birgitta að það sé nauðsynlegt að byggja upp traust milli barna og foreldra. Foreldrar þurfi jafnvel tækifæri til að kynnast börnum sínum upp á nýtt. Þetta mun Birgitta ræða við börn og foreldra þeirra. Birgitta hefur meðal annars verið að vinna með foreldrum barna með athyglisbrest og hegðunarvanda og náð góðum árangri. Nánari upplýsingar veitir Birgitta í síma 847 6144 eða með tölvu- pósti á birgitt2@simnet.is Birgitta vinnur með börnum Stöndum saman, verslum heima Jólalukka er komin í verslanir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.