Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.12.2008, Blaðsíða 44

Víkurfréttir - 04.12.2008, Blaðsíða 44
46 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 49. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Á bæjarstjórn- a r f u n d i í Reykja nes bæ sl . þriðju dag var venju sam- kvæmt fjall að um þau mál og þær fundargerðir sem til af- greiðslu voru. Á fundinum var m.a. lögð fram fjárhags- áætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2009 auk þess sem end- urskoðuð fjárhagsáætlun ársins 2008 var til umfjöll- unar og umræðu. Vegna gríð- arlegra áfalla í efnahagslífi landsins verður mikið tap hjá öllum sveitarfélögum lands- ins á þessu og næsta ári og því miður mun Reykjanes- bær einnig finna fyrir því. Við búum hins veg ar að góðri eignastöðu m.a. vegna sterkrar stöðu okkar í Hita- veitu Suðurnesja hf. og tiltölu- lega lágri skuldastöðu bæjar- sjóðs vegna ákvörðunar meiri- hluta bæjarstjórnar á sínum tíma að taka þátt í Eignar- haldsfélaginu Fasteign hf. Gagnrýni minnihlutans Venju samkvæmt gagnrýndi minni hluti bæj ar stjórn ar hart á ýmsar ákvarðanir sem meirihluti sjálfstæðismanna hef ur tek ið og lagði fram bókanir því til staðfestingar. Ég kvarta ekki yfir gagnrýn- inni og tel reyndar að eitt af verkefnum minnihluta sé að leggja fram málefnalega gagn- rýni á störf þeirra sem með stjórnina fara. En, – gagnrýni verður aldrei trúverðug eða málefnaleg nema á sama tíma séu settar fram hugmyndir og tillögur um aðrar leiðir sem menn telja betri og réttara sé að fara. Að minnsta kosti er eðlilegt að slíkar hugmyndir komi stundum fram af hálfu minnihlutans þó ekki væri til annars en að taka um þær mál- efnalega umræðu og afgreiða í framhaldi. Tillöguleysi í heilt ár í bæjarstjórn Bæjarstjórn Reykjanesbæjar fund ar að jafn aði tvisvar sinnum í mánuði að frátöldu sum ar leyfi bæj ar stjórn ar sem stendur í rúman mánuð. Fundir bæjarstjórnar á þessu ári hafa því verið samtals 20 talsins. Vegna stöðugrar gagn- rýni minnihlutans og vilja til að leggja fram bókanir um það hversu ómögulegur meirihlut- inn er leyfði ég mér að rifja það upp að í samtals 20 fundi í röð, eða allt þetta ár, hefur minnihluti bæjarstjórnar ekki lagt fram eina einustu tillögu í bæjarstjórn Reykjanesbæjar um aðra málsmeðferð ein- stakra mála eða með hvaða hætti þeir vildu frekar sjá verkefni þróast. Með öðrum orðum hefur engin efnisleg tillaga komið frá minnihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í heilt ár. Ég leyfi mér að segja að það hljóti að vera Íslands- met í aðgerðarleysi af hálfu minnihluta í bæjarstjórnum landsins. Ein tillaga í bæjarráði Vissulega brugðust fulltrúar minnihlutans hart við enda verður sannleikanum hver sárreiðastur og einn af þeim fjórum sem þar sitja sagði lítinn tilgang í því að leggja fram tillögur af hálfu minni- hlutans þar sem meirihlutinn samþykkti þær aldrei. Því var til að svara á fundinum að í Bæjarráði Reykjanesbæjar, sem fundar einu sinni í viku hverri og tekur aldrei sumar- frí, hefur minnihlutinn lagt fram eina tillögu á þessu ári. Sú tillaga var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Þessi röksemdarfærsla er því bæði röng og haldlítil. Rétt er að geta þess að fundir bæjar- ráðs á þessu ári hafa verið sam- tals 45. Vissu lega er það svo að í mörgum tilfellum eru bæði meirihluti og minnihluti sam- mála um máls með ferð og í þeim tilfellum standa ekki deilur um afgreiðslur. Á það reyndar við um meirihluta þeirra mála sem afgreidd eru í nefndum og ráðum sveit- arfélagsins. Engu að síður er það eðlilegt að þeir sem leggja sig hart fram um að gagnrýna þá sem við stjórn- völinn eru hverju sinni leggi, þó ekki væri nema endrum og sinnum, fram hugmyndir sínar um aðferðir eða lausnir. Því hefur ekki verið að heilsa hjá fulltrúum Samfylkingar og Framsóknarflokks, (A-lista) í bæjarstjórn Reykjanesbæjar á þessu ári. Reykjanesbæ 2. desember 2008 Böðvar Jónsson bæjarfulltrúi Í n ó v e m b e r samþykktu sjálf- s t æ ð i s m en n í bæj ar stjórn R e y k j a n e s - bæjar að kaupa 1 / 3 h l u t a a f Rammahúsinu fyrir tæpar 75 milljónir. Fulltrúar A- listans bókuðu andstöðu sína og lýstu vanþóknun á kaupum þessum í ljósi efna- hagsástandsins og vildu fá rök fyrir kaupunum. Rökin sem fengust voru m.a. þau að fasteignagjöld hefðu ekki verið greidd af húsinu, sjón- mengun væri af ákv. hluta hússins og að síðan væri ým- islegt hægt að gera við húsið s.s. nýta það fyrir innileikja- garð. Samkvæmt endur- skoðaðri fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir því að rekstrar- halli verði allverulegur á ár- inu og eðlilegt að menn hafi af því áhyggjur hvar í flokki sem þeir standa. Á meðan við ættum að vera að skoða hvernig við getum komið sem best til móts við fjölskyldur á erfiðum tímum og á meðan embættismenn fá það hlutverk að skera niður þjónustu við bæjarbúa , kaupa sjálfstæðismenn hús og rökin eru nánast ; af því bara... Já, sjálfstæðismenn hafa ein- stakt lag á að ofbjóða manni, jafnvel á síðustu og verstu tímum. Sveindís Valdimarsdóttir, bæjarfulltrúi A-listans í Reykjanesbæ. Nýr lista- og veislu sal ur var formlega opnaður um síðustu helgi í Grófinni 8. Salurinn er rekinn af fyrir- tækinu Brauðlist ehf sem er í húsakynnum BG Bílakringl- unn ar. Með lista saln um ásamt veitingaþjónustu sinni getur Brauðlist tekið að sér hvers kyns veislur og mann- fagnaði en salurinn tekur rúmlega 100 manns í sæti. Sérstök lýsing var sett upp í rúm góð um saln um sem hentar afar vel fyrir listsýn- ingar en hann var fyrst not- aður sem slíkur á síðustu Ljósanótt. Nú við opnum sal- arins var sett upp ljósmynda- sýningin Fés og fígúrur eftir Ellert Grétarsson og mun hún hanga uppi fram að jólum. Sýningin var fyrst sett upp í gallerí Fótógrafí síðastliðið haust og hlaut góðar viðtökur. Þá er fleiri listsýningar í far- vatninu á næstu mánuðum. Mikið er á döfinni hjá sunnu- dagaskólanum í Keflavíkur- kirkju í desember. Sunnudag- inn 7. desember býður kirkjan sunnudagaskólabörnunum á leiksýningu. Möguleikhúsið mun sýna leikritið „Hvar er Stekkjarstaur?“ Sunnudaginn 14. desember verður jólaball sunnudagaskólans kl. 11 þar sem gengið verður í kringum jóla tré og von andi koma hressir og kátir sveinar með hollustu í poka. Allir eru hjart- anlega velkomnir á þessa við- burði. Í Keflavíkurkirkju er útibú frá Kirkjuhúsinu í Reykjavík. Þar eru til sölu ýmsar vörur s.s. bækur, bænir, krossar, biblíur og margt fleira. Opið er í kirkj- unni alla virka daga frá kl. 9- 16 en einnig má hafa samband við Erlu í síma 849 2194. Skessuljóð Hér er bréf frá systrunum Dagbjörtu og Guðlaugu 10 og 9 ára sem barst til Skessunnar í fjallinu á Barnahátíðinni í Reykja- nesbæ um sl. helgi. Skessan Bænum Keflavík birtist skessa. Börnin urðu ansi undrandi og hlessa. Sporin stóru á götunni sáust í helli þínum þú unir þér. Stórt er rúmið þitt finnst mér. Stóllinn líka risastór. Á þakið á helli þínum settist lítill skjór. Fyrst er þú til okkar komst. Furðu hissa og hræddar við systur vorum. Í dag við nærri helli þínum við þorum. Vertu velkomin og komdu sæl. Vona að ekki heyrist í barni hræðsluvæl. Heilsum þér nú öll, með stæl. Ps. geta jólasveinarnir ekki verið við helli þinn kringum jólin. Það væri svo gaman. Óskiljanleg ákvörðun sjálfstæðis- manna á erfiðum tímum Sveindís Valdimarsdóttir skrifar: Engar tillögur frá minni- hlutanum í heilt ár Böðvar Jónsson skrifar: Nýr lista- og veislu- salur opnaður Fjöldi gesta fagnaði formlegri opnun á nýja salnum. „Hvar er Stekkjarstaur?“ í sunnudagaskólanum Póstkassinn

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.