Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.2008, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 11.12.2008, Blaðsíða 4
4 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 50. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Fasteignasala jókst milli mánaða Þrjátíu og sjö fasteignakaup- samningum var þinglýst í Reykjanesbæ í nóvember. Þar af voru 13 samningar um eignir í fjölbýli, 9 samningar um eignir í sérbýli og 15 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 484 milljónir króna og með- alupphæð á samning 13,1 milljónir króna. Þetta eru heldur fleiri samningar en í október en þá voru þeir 18. Í nóvember á síðasta ári voru þeir 78 þannig að samdrátt- urinn er talsverður milli ára. Til samanburðar við önnur sveitarfélög má nefna að ein- ungis 11 kaupsamningum var þinglýst á Akureyri í síðasta mánuði, 10 á Akra- nesi og 25 í Árborg. Þetta kemur fram á vef Fasteignamats ríkisins. Grindvíkingar vilja þorskseiðaeldisstöð Mikill áhugi er á því meðal heimamanna í Grindavík að þar verði reist eldisstöð fyrir þorskseiði. Atvinnu- og ferðamálanefnd Grinda- víkur fjallaði um málið á fundi sínum í nóvember og hefur ákveðið að vinna áfram að framgangi þess. Jóhann Sigurjónsson, fram- kvæmdastjóri Hafró, segir allar aðstæður og skilyrði fyrir slíka starfsemi mjög ákjósan- legar í Grindavík, samkvæmt því sem fram kom í máli hans á fundi í Saltfisksetrinu ný- verið og vísar nefndin til þess. Búið er að stofna nefnd sem skoðar möguleika þess að vera með þorskseiðaeldisstöð á Íslandi. Atvinnu- og ferða- málanefnd Grindavíkur telur mjög mikilvægt að halda þessari starfsemi í Grindavík og sú stöð sem áætlað sé að byggja rísi þar. Er nú verið að afla frekari gagna um málið. Einnig vill nefndin kynna málið fyrir þingmönnum kjördæmisins þar sem stuðn- ingur þeirra sé nauðsynlegur. Farþegum fækkaði um 36% í nóvember Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fækkaði um tæp 36% í nóvember miðað við sama tíma í fyrra, úr 143 þúsund farþegum árið 2007 í 92 þúsund farþega nú. Farþegum til og frá Íslandi fækkaði um rúmlega 37% milli ára, en farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fækkaði um tæp 25%. Þetta kemur fram á vef Keflavíkurflugvallar. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar tekur undir þær áhyggjur sem fram hafa kom ið og varða rekstur Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja. Komi til þess að fjárframlög til stofnunarinnar verði lækkuð frá því sem nú er mun það skerða verulega þjónustu við íbúa á Suðurnesjum ásamt því að auka á atvinnuleysi á svæðinu enn frekar. Þetta segir í bókun sem öll bæjarstjórnin stóð að á fundi hennar á þriðjudaginn. Í bókuninni segir ennfremur: „Allir þingmenn Suðurkjör- dæmis hafa lýst yfir að leið- rétta þarf fjárframlög til stofn- unarinnar að teknu tilliti til þeirrar fjölgunar sem átt hefur sér stað á Suðurnesjum á und- anförnum fjórum árum. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hvetur þingmenn og heilbrigð- isráðherra að sjá til þess að þessi leiðrétting eigi sér stað hið fyrsta og til að koma í veg fyrir harkalegar niðurskurð- araðgerðir sem munu bitna á þeim er síst skyldi. Í samræmi við stefnu Heil- brigðisráðuneytis ins voru nýjar skurðstofur teknar í notkun á þessu ári. Með því skyldi treystur grundvöllur mikilvægrar þjónustu s.s. við verðandi mæður. Lokanir skurðstofanna fyrir skjólstæð- ingum HSS væri algjörlega í andstöðu við þessa stefnu. Suðurnesjamenn treysta á að heilbrigðisráðherra styðji þetta sjónarmið Suðurnesjamanna og leiti leiða til að styrkja skurðstofuþjónustu á svæðinu í stað þess að veikja hana.“ Undir bókunina skrifa Björk Guðjónsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Árni Sigfússon, Garð ar K. Vil hjálms son, Guðný Kristjánsdóttir, Böðvar Jónsson, Steinþór Jónsson, Sveindís Valdimarsdóttir, Sig- ríður J. Jóhannesdóttir, Guðný. E. Aðalsteinsdóttir og Ólafur Thordersen. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar: Leiðrétta þarf fjár- framlög til HSS Gjafajólatréð fær góðar viðtökur Nokkur fjöldi jólagjafa er kominn undir gjafajólatréð sem sett var upp í síðustu viku í sal Flughótels í Kjarna. Jólagjöfunum verður dreift til þeirra sem á þurfa að halda en dreifing þeirra verður í umsjá Reykjanesbæjar og kirkjunnar. Starfsfólk Flug- hótels hóf söfnunina með því að gefa fjörutíu þúsund krónur úr starfsmannasjóði en féð var notað til jólagjafa undir tréð. Börnin á leikskólanum Akri sáu síðan um að myndskreyta gjafapokana. Í sama sal stendur yfir handverksmarkaður fram að jólum en að honum standa 10 lista- og handverkskonur af Suðurnesjum og víðar. Hársnyrtistofan Elegans, Nesvöllum, óskar eftir að ráða nema. Umsóknum skilað á Elegans. HÁRSNYRTINEMI ÓSKAST

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.