Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.2008, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 11.12.2008, Blaðsíða 8
8 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 50. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Skákmót fyrir börn og unglinga verður haldið að Nesvöllum Njarðarvöllum 6, laugardaginn 13. desember 2008. Mótið hefst kl. 12:00. SKÁKMÓT FYRIR BÖRN OG UNGLINGA Athugið að þetta er síðasta æfi ngin/mótið á þessu ári SKÁKFÉLAG REYKJANESBÆJAR Hvetjum alla krakka til að mæta. Mánudaga til fimmtudaga frá 18.00 til 19.00 Föstudaga frá 17.00 til 19.00 Laugardaga og sunnudaga frá 13.00 til 17.00 Tilkynning frá Kirkjugarði Njarðvíkur vegna kveikingar á jólaljósum í kirkjugarði. Byrjað verður laugardaginn 13. des. kl. 13.00. og opnunartími er sem hér segir. Nánari upplýsingar í síma 660-3691. Kirkjugarður Njarðvíkur Fimmtudaginn 18. desem- ber ætlar einvalalið tónlist- ar manna tengd ir Suð ur- nesjunum að koma fram á jólatónleikum til styrktar Vel- ferðarsjóði Suðurnesja. Á tón- leikunum munu koma fram Elíza Geirsdóttir Newman, Jóhann Helgason, Karlakór Keflavíkur, Klassart, Kvenna- kór Suðurnesja, Magnús, Kjartan Már og Finnbogi Kjartanssynir, Védís Hervör og Þóranna Kristín. Allir aðstandendur, og þeir sem fram koma, gefa vinnu sína og rennur andvirði aðgöngu- miða óskert til Velferðar- sjóðs Suðurnesja. Fráfall Rúnars Júlíussonar hefur haft mikil áhrif á Suður- nesjamenn og hefur jafnframt áhrif á tónleikana, en Rúnni ætlaði að koma fram á tónleik- unum ásamt fjölskyldu sinni og var það auðsótt mál að fá hann til að taka þátt. Tónleik- arnir verða því haldnir í minn- ingu hans enda hafa flestir ef ekki allir tónlistarmennirnir sem fram koma kynnst Rúnna og margir hverjir unnið með honum í gegnum tíðina. Skipuleggjandi tónleikanna, Þóranna K. Jónsdóttir, segir að viðtökur við hugmyndinni hafi verið frábærar og allir boðnir og búnir til að leggja sitt af mörkum. Auk tónlist- armannanna hafi fyrirtæki tekið vel í að styrkja verk- efnið með framlögum í ýmsu formi. Þannig leggur Bláa lónið til salinn, Sparisjóður- inn styrkir verkefnið og sér auk þess um miðasölu á tón- leikana, Grágás gefur prentun og keflvískir hönnuðir sjá um auglýsingagerðina auk þess sem Víkurfréttir gefa auglýs- ingabirtingar. Allt þetta gerir það mögulegt að láta ágóðann renna óskertan til málefnisins. Þór anna legg ur áherslu á að tilgangur tónleikanna sé ekki eingöngu að styrkja fjöl- skyldur með framlagi í sjóð- inn heldur einnig að gefa Suð- urnesjamönnum tækifæri til að koma saman á aðventunni. Tónleikarnir séu tilvalin leið til að taka hlé frá jólastress- inu og efnahagsástandinu og í ljósi nýliðinna atburða, að minnast Rúnna Júl. Þóranna hvetur alla til að sýna samhug í verki, njóta fallegrar jólatón- listar með sínu heimafólki og stuðla um leið að því allir geti átt gleðileg jól á Suðurnesjum. Tónleikarnir eru fimmtudag- inn 18. desember og hefjast kl. 20:00 í Lava sal Bláa lóns- ins. Miðaverð er kr. 2.500,- og forsala aðgöngumiða fer fram í útibúum Sparisjóðsins um öll Suðurnes. Ef einhverjir hafa áhuga á að aðstoða í kringum tónleikana er þeim bent á að hafa samband við Þórönnu í síma 690 4412. Fjárframlög til Velferðarsjóðs Suðurnesja má leggja inn á reikning: 1109- 05-1151 og kt. 680169-5789. Einstakir jólatónleikar til styrktar fjölskyldum á Suðurnesjum Það gerist ekki oft að gjörvöll bæjarstjórn Reykjanesbæjar bóki sameiginlega um ákveðin málefni en það gerðist þó á fundi hennar á þriðjudaginn. Reyndar var bókað sameiginlega í tveimur málum, annars vegar vegna álvers í Helguvík og hins vegar vegna málefna HSS. Bókunin vegna álversins er beint til yfirvalda en í henni leggur bæjarstjórnin þunga áherslu á að lokið verði sem fyrst við endurskoðun álvers- framkvæmda og ríkisstjórnin sýni verkefninu fullan stuðning. Bókunin er svohljóðandi: „Bókun vegna álversframkvæmda í Helguvík. Í ljósi efnahagsástands og yfir eitt þúsund íbúa á Suðurnesjum sem þegar eru skráðir at- vinnulausir, leggur bæjarstjórn Reykjanesbæjar þunga áherslu á að þeim þáttum sem enn er ólokið við endurskoðun álversframkvæmda í Helguvík verði flýtt sem kostur er. Miðað við fyrirliggjandi hugmyndir skapast yfir 2000 störf við byggingu álvers, virkjanir og línulagnir. Verktíminn gæti staðið sleitulaust í 5 ár frá og með næsta ári. Sú stækkun sem rædd hefur verið er bundin því að þegar að henni kemur liggi fyrir jákvætt um- hverfismat og að öllum lagaskyldum og reglum hafi verið framfylgt. Enginn ætlast til undan- tekninga frá því. Hins vegar er afar brýnt að ríkisstjórnin samþykki sambærilega samninga að baki álveri í Helguvík og gert hefur verið um aðrar álversframkvæmdir. Komið hefur fram að álver í Helguvík kallar á 300 milljarða kr. fjárfestingu inn í landið. Þegar framleiðsla hefst skapast 700 varanleg, vel launuð störf og gríðarlegar gjaldeyristekjur. Bæjarstjórn treystir á að ríkisstjórnin sýni verk- efninu fullan stuðning á mjög viðkvæmum tíma þess.“ Bæjarstjórn Reykjanesbæjar: Sameiginleg bókun vegna álvers

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.