Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.2008, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 11.12.2008, Blaðsíða 10
10 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 50. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Föstudaginn 12. des. verður hafist handa við að setja upp leiðalýsingu í Kirkjugörðum Keflavíkur. Jólalýsing í Kirkjugörðum Keflavíkur Friðarljós frá Hjálparstarfi kirkjunnar verða til sölu í kirkjugörðunum á Þorláksmessu frá kl. 13-17, á aðfangadag frá kl. 10-13 og á gamlársdag frá kl. 10-13. Einnig er hægt að nálgast friðarljósin í Keflavíkurkirkju frá kl. 9-16 alla virka daga. Ljósin kosta kr. 500. Opið verður föstudaga-sunnudaga frá kl. 13-17. en mánudaga-fimmtudaga frá kl. 17-19. Nud dstofan VeraJÓLATILBOÐ Nudd og Sauna 3.500 kr Gjöf sem yljar og gleður S: 421 3901 Sigmar J. Eðvarðsson, fulltrúi D-lista í bæjarráði Grinda- víkur er harðorður vegna ábyrgðar þeirra sem koma að hönnun, eftirliti og verk- töku vegna framkvæmda á vegum bæjarins. Hann segir ábyrgð þeirra litla sem enga og koma þurfi í veg fyrir að bæjarfélagið verði fyrir millj- ónatjóni af þessum völdum. Þetta kemur fram í greinar- gerð sem Sigmar lagði fram með tillögu á síðasta fundi bæjarráðs. Meirihlutanum finnst ómak- lega vegið að eftirlitsaðila og verktaka. Ákveðn ar frá veitu fram- kvæmdir voru til umfjöllunar á fundi bæjarráðs á miðviku- daginn og lagði fulltrúi D- lista fram bókun vegna máls- ins. Í henni segir að borist hafi kvartanir „vegna slakra vinnubragða hjá verktakanum sem vinnur þessa fráveitufram- kvæmd.“ Í framhaldinu lagði fulltrúi fram tillögu þess efnis að bæj- arstjóra, ásamt skipulags- og bygginganefnd yrði falið að setja reglur um ábyrgð hönn- unar-, og eft ir litsaðila og verktaka vegna framkvæmda á vegum Grindavíkurbæjar. Reglurnar yrðu látnar fylgja með útboðsgögnum. Í greinargerð sem Sigmar lagði fram með tillögunni segir: „Enn og aftur eru verktakar að koma sér undan því að vinna samkvæmt útboðslýsingu ein- stakra verka. Ýmsir ágallar eru að koma í ljós á verkum sem unnin hafa verið á síðustu árum í þessum geira. Ábyrgð hönnunar-, eftirlits- aðila og verktaka er lítil sem engin. Skerpa þarf á ábyrgð þessara aðila til að koma í veg fyrir að Grindavíkurbær verði enda- laust fyrir milljóna tjóni af þessum völdum eins og nýleg dæmi sanna, fjölnotaíþrótta- hús, tjaldstæði og fráveitufram- kvæmdir. Með svona reglu- gerð minnkar sá möguleiki að utanbæjar verktakar und- irbjóði verk og sleppi svo við að vinna samkvæmt verklýs- ingum vegna lélegs eftirlits.“ Tillagan var felld með tveimur atkvæðum gegn einu. „Samkvæmt fyrir liggjandi gögnum frá tæknideild, þá hefur verkið dregist, m.a. vegna fleygunar, en kostnað- artölur standast samkvæmt til- boði. Meirihluti B- og S-lista gerir ekki athugasemdir við eftirlit með framkvæmdinni og finnst ómaklega að eftir- litsaðila og verktaka vegið. Meirihluti B- og S-lista leggur áherslu á vandað eftirlit með framkvæmdum hjá bæjarfélag- inu og bendir t.d. á að eftirlit með Hópsskóla er alveg til fyr- irmyndar,“ segir í bókun sem fulltrúar B- og S-lista lögðu fram vegna málsins. Hörð gagnrýni á eftirlitsaðila og verktaka í Grindavík Allar helgar fram að jólum verður sannkölluð jólastemn- ing við Gauks staða veg í Garði. Þar hafa listamenn opnað vinnustofur sínar fyrir gestum og gangandi og bjóða fólki að skoða hvað þeir eru að vinna að ásamt því að selja rammíslenskar vörur sem unnar eru í Garðinum. Við Gauksstaðaveg 2a býr og starfar Reynir Katrínar en hann er þekkt ur fyr ir vinnu sína í tengsl um við Goð og Gyðjur goðafræð- innar. Hann vinnur mikið úr íslenskum steinum, gerir úr þeim hálsmen, rúnasett og styrktar- og verndarsteina. Þá er Reynir einnig þekktur fyrir myndlist sína og hefur hann haldið fjölda sýninga á verkum sínum. Á vinnustofu OPNAR VINNUSTOFUR VIÐ GAUKSSTAÐAVEG Í GARÐI hans gefst fólki kostur á að kasta rúnum og skyggnast inn í framtíðina ásamt því að skoða vinnu og verk Reynis. Skemmst er að minnast nýlegs spádóms þar sem þingmaður nokkur kemur við sögu. Á Gauksstöðum búa og starfa hjónin Ari Svavarsson og Ágústa G. Malmquist. Þau eru myndlistarmenn og hönnuðir sem hafa unnið mikið með arfleifð okkar Íslendinga. Þau vinna með hinar fornu rúnir og eru heilluð af náttúrunni og því sem hún gefur af sér. Þau hafa einnig skoðað forn spil og gestaþrautir og endurskapa þau ásamt því að búa til ný. Hjá þeim eru á boðstólnum rúnasett og spáspil, Hnefatafl og fleiri spil og leikir, gesta- þrautir og óskasteinar, gripir mótaðir í eldi og steinakertin og jólaeplakertin vinsælu. Einnig gera þau verndargripi ýmiskonar. Vinnustofurnar eru opnar laug- ardaga og sunnudaga fram að jólum milli kl. 13.00 og 18.00. Einnig eftir samkomulagi.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.