Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.2008, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 11.12.2008, Blaðsíða 11
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 11. DESEMBER 2008 11STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM á Suðurnesjum Miðaverð kr. 2.500,- Forsala aðgöngumiða fer fram í útibúum Sparisjóðsins um öll Suðurnes. Sýnum samhug í verki. Njótum saman fallegrar jólatónlistar og stuðlum að því að allir geti átt gleðileg jól á Suðurnesjum. Allir aðstandendur og þeir sem fram koma gefa vinnu sína og rennur ágóðinn óskertur til Velferðarsjóðs Suðurnesja. Í minningu Rúnars Júlíussonar, f. 13. apríl 1945, d. 5. desember 2008 Fram koma: Elíza Geirsdóttir Newman, Jóhann Helgason, Karlakór Keflavíkur, Klassart, Kvennakór Suðurnesja, Magnús, Kjartan Már og Finnbogi Kjartanssynir, Védís Hervör, Þóranna Kristín Þann 18. - 21. nóvember voru þema- dagar í Heiðarskóla. Þemadagarnir voru skipulagðir þannig að nem- endur máttu velja á milli smiðja. Í boði var m.a. konfektgerð, sushi, glíma, kortagerð, leiklist, dans og kertagerð. Mikið er lagt í þessa þema daga og er ástæð an sú að skólinn er nú á sínu tíunda starfs- ári og var ákveðið að halda upp á það með þessum hætti. Á meðan á þemadögunum stóð var starfandi fjölmiðlahópur. Fjölmiðlahópur- inn fór í allar smiðjur og tók við- töl og myndir. Öllum nemendum og starfsmönnum skólans fannst þemadagarnir hafa tekist mjög vel. Þetta væru skemmtilegir dagar, fjöl- breyttir og góð tilbreyting frá hefð- bundnum dögum. Bæði nemendur og starfsmenn fengu að prófa ýmis- legt sem þeir hafa ekki gert áður og höfðu gaman af. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans www. heidarskoli.is Fréttina skrifuðu: Andri, Halldór, Guðni og Haraldur, nemendur í 10. bekk. Þemadagar í Heiðarskóla: Listir og skapandi starf

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.