Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.2008, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 11.12.2008, Blaðsíða 13
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 11. DESEMBER 2008 13STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Útför Tómasar Þorvaldssonar útgerðarmanns var gerð frá Grindavíkurkirkju á þriðjudag. Félagar í Björgunarsveitinni Þorbirni stóðu heiðursvörð en Tómas var formaður sveitarinnar í þrjá áratugi, auk þess að gegna formennsku í slysavarnadeildinni Þorbirni í áratug. Tómas fæddist að Eiði í Grindavík 26. desember 1919. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 2. desember sl. Tómas kynntist snemma sjómennskunni. Á stríðsárunum stjórnaði hann vinnuflokkum sem unnu við að byggja upp flugvelli og braggahverfi fyrir breska hermenn. Eftir stríðið fór Tómas aftur til sjós. Árið 1948 gerðist hann bílstjóri og verkstjóri. Tómas var virkur í félagsmálum bæði til sjós og lands. Tómas var fyrsti formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík 1947 og gegndi því starfi til ársins 1977. Þá tók hann við formennsku í Slysavarnadeildinni Þorbirni í Grindavík og sinnti henni til ársins 1987. Tómas stofnaði ásamt þremur félögum sínum útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Þorbjörn hf. í Grindavík árið 1953 og var framkvæmdastjóri þess fram til ársins 1985. Hann var í stjórn Þorbjarnar til ársins 2000 eða í 47 ár. Tómas var mjög virkur í öllu félagsstarfi í sjávarútvegi allan sinn starfsaldur. Jólastemmn ing Nú um þess ar mund ir er stað an í at vinnu mál um hvergi al var legri hér lend is en hér á Suð ur nesj um. Alls eru yfir 1150 at vinnu laus ir á svæð inu, eins og fram kom í frétt um nú í vik unni. Eft ir ára mót er áætl að að fjöld inn fari í 1400 manns. Ástand þetta er von andi tíma bund ið enda leggj ast nú all ir á ár arn ar að snúa þess ari óheilla þró un við. En á með an það stend ur yfir þurf um við öll að leggja okk ur fram til þess að styðja þá sem eiga um sárt að binda. Vel ferð ar sjóð ur Suð ur nesja er sam starfs verk efni sveit ar fé lag- anna, kirkj unn ar og ým issa fé- laga sam taka á svæð inu. Með hon um bæt ist við það fjár- magn sem í boði er til þess að veita þeim að stoð sem á þurfa að halda. Þeg ar hef ur kom ið í ljós hversu brýn þörf in er fyr ir slík an stuðn ing. Fjöldi um sækj- enda um fjár hags að stoð hef ur marg fald ast nú þessa að vent- una frá því sem ver ið hef ur und an far in ár. Stór hluti þeirra sem nú leit ar að stoð ar hef ur ekki þurft að gera slíkt áður. Þau spor eru aldrei auð veld en þau koma til af brýnni neyð. „Gott er að gefa“ söng Rún ar heit inn Júl í us son í fal legu lagi sem er eins og trú ar játn- ing þessa ást sæla lista manns. Við ætt um að taka þau orð til okk ar nú þeg ar mik ils er af okk ur vænst. Marg ir hafa þeg ar lát ið fé af hendi rakna til sjóðs ins en bet ur má ef duga skal. Við þurf um öll að leggj- ast á eitt við að efla hann svo að hann geti veitt að stoð sem um mun ar, þar til að stæð ur batna að nýju. Sér stakt átak verð ur gert í söfn un inni á tón leik um í Kefla vík ur kirkju sunnu dags kvöld ið kem ur, 14. des em ber kl. 20:00. Þar koma fram kór ar og ein söngv ar ar og verð ur dag skrá in há tíð leg eins og hæf ir á að vent unni. Ókeyp is verð ur inn á tón leik- ana en fólk hef ur tæki færi til þess að gefa fé til sjóðs ins þarna um kvöld ið. Ver um bjart sýn, hug rökk og ör lát! Mæt um á tón leik ana á sunnu dags kvöld ið og leggj um okk ar af mörk um til þess að efla þetta sam fé lag okk ar hér á Suð urn esj um nú þeg ar þörf in er mest. Skúli S. Ólafs son, sókn ar prest ur í Kefla- vík ur kirkju Gott er að gefa Tón leik ar í Kefla vík ur kirkju sunnu dag inn 14. des em ber kl. 20:00 Tómas Þorvaldsson jarðsunginn

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.