Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.2008, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 11.12.2008, Blaðsíða 16
16 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 50. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Sjúkranuddstofa Elsu Láru í Iðndal 2 í Vogum hefur fengið liðsauka. María Marteins lög- giltur fótaaðgerða- og snyrti- fræðingur hefur hafið störf á stofunni við hlið Elsu Láru Arnardóttur löggilts sjúkra- nuddara. Nú eru því Sjúkra- nuddstofa Elsu Láru og Fóta- aðgerðarstofan Mallý undir sama þaki í Vogum. Liðsauki á sjúkranuddstofu Elsa Lára og María Marteins starfa undir sama þaki í Vogum. Nýtt kaffihús, Café Keflavík, var opnað í miðbæ Kefla- víkur á þriðjudag. Kaffihúsið er til húsa í nýuppgerðu, gömlu húsi að Hafnargötu 26 og tekur útlit og hönnun innandyra mið af því. Eig- endurnar eru feðgarnir Jón Grétar Erlingsson og Er- lingur Jónsson en markmið þeirra er að bjóða upp á nota- legt andrúmsloft í huggulegu umhverfi og er t.d. ekkert áfengi á boðstólum í Café Keflavík. Boðið verður upp á kaffi í ýmsum tilbrigðum ásamt ljúffengu meðlæti. Þráðlaust internetsamband er á staðnum. Café Keflavík er opið milli kl. 11 og 23 virka daga og 11 til miðnættis um helgar. Nýtt kaffihús opnað í Keflavík 3 úrdrættir fyrir jól úr skiluðum miðum í Kaskó og Samkaup Úrval. Dregið á föstudagskvöld 12. desember Icelandair ferðavinningur og 20 þús. kr. gjafabréf frá Samkaup Úrval

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.