Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.2008, Page 20

Víkurfréttir - 11.12.2008, Page 20
20 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 50. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Fjölmargir hafa lagt leið sína í hljóðver Geimsteins í gegnum tíðina. Hér er Rúnar við mixerinn en hljómsveitin heitir Róbert og víkingarnir og er frá Færeyjum. Rúnar Júlíusson áritar ævisöguna Hr. Rokk, sem Ásgeir Tómasson skráði 2005. Hér er Rúnar að árita í Kaskó. Úr fimmtugsafmæli Rúnars Júlíussonar. Í fremri röð Erlingur Björnsson, Gunnar Þórðarson, Einar Júlíusson, Karl Hermannsson og Rúnar Júlíusson. Við trommurnar situr Eggert Kristinsson. Rúnar Júlíusson tók fyrstu skóflustunguna að Hljómahöllinni ásamt þeim Böðvari Jónssyni og Ragnheiði Skúladóttur síðasta vetur. Rúnar hafði það verk að sjá um að koma Poppminjasafni Íslands inn í húsið, enda enginn tengdari sögunni en Rúnar sjálfur. Rúnar Júlíusson efndi til stórtónleika í Laugardalshöllinni í október á síðasta ári þar sem hann átti stefnumót við allt það tónlistarfólk sem hann hefur spilað og sungið með á tónlistarferlinum. Hér er hann með Björgvin Halldórssyni á sviði. Þeir áttu m.a. samleið í Ðe Lónlí blú bojs. Rúnar ásamt tónlistarmönnunum Bubba Morthens og KK. Myndin var tekin í fimmtugsafmæli Rúnars á Hótel Íslandi. Rúnar og Bubbi náðu einkar vel saman í GCD. Að neðan má sjá mynd sem tekin var í Keflavíkurkirkju eftir óvænt brúðkaup þeirra Rúnars og Maríu árið 2007. Tekið á loft í Glaumbergi. Rúnar Júlíusson í hópi helstu tónlistarmanna Suðurnesja sem komu saman á stórri söngskemmtun sem slegið var upp í veitingahúsinu Glaumbergi þar sem nú er frumleikhúsið.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.