Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.2008, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 11.12.2008, Blaðsíða 22
22 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 50. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Ál og endurvinnsla Skúli Þ. Skúlason, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Norðuráls Helguvík Að áli skaltu aftur verða Ál hefur verið kallað græni málmurinn vegna þess hve vel það er fallið til endurvinnslu. Endurvinna má málminn aftur og aftur án þess að hann tapi eiginleikum sínum og ekkert dregur úr gæðum álsins, sama hve oft það er endurunnið. Almennur áhugi er á endurvinnslu áls enda er hún skynsamleg frá sjónarmiðum hagkvæmni, tækni og umhverfisverndar. Ætla má að um 30% þess áls sem nú eru í notkun í heiminum séu endurunnin. Vægi endurvinnslu í áliðnaði hefur vaxið hratt á umliðnum áratugum. Mikill orkusparnaður fylgir endurvinnslunni, allt að 95% miðað við frumframleiðslu. Endurunna álið er t.d. notað við framleiðslu nýrra bíla, í vélarhluta, í klæðningar á byggingum, í reiðhjól o.fl. Í Evrópu kemur um helmingur áls, sem notað er í drykkjardósir, úr endurunnu áli. Þar er eftirspurnin gríðarleg enda eru 7 af hverjum 10 drykkjarílátum gerð úr áli. Lítið bar á endurvinnslu áls þar til seint á sjöunda áratugi síðustu aldar, þegar vaxandi notkun drykkjardósa vakti almenning til vitundar um hana. Nú er svo komið að á Norðurlöndum, þar sem endurvinnsla álumbúða er mest í heiminum, skila sér hvorki meira né minna en 85% þeirra til baka í endurvinnslu. Vissir þú að: ● Þegar áldós er endurunnin eru líkur á að álið í henni birtist aftur í nýrri dós í hillum verslana innan 60 daga. ● Yfir 120.000 áldósir eru að meðaltali endurunnar á hverri mínútu í heiminum ● Ef íbúar Kalíforníu endurynnu allar áldósirnar sem þeir kaupa á einum degi, myndi álið úr þeim nægja í 17 Boeing 727 þotur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Guðmundur Rúnar Júlíusson tónlistarmaður og útgefandi Skólavegi 12 Keflavík lést á bráðamótttöku Landsspítalans föstudaginn 5. desember. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 12. desember kl. 14:00. Athöfninni verður einnig sjónvarpað í Duus-húsum, Reyk- janesbæ og Fríkirkjunni í Reykjavík. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Rúnars Júlíussonar í Sparisjóðnum í Keflavík. María Baldursdóttir Baldur Þórir Guðmundsson Júlíus Freyr Guðmundsson Þorbjörg M. Guðnadóttir Guðný Kristjánsdóttir Björgvin Ívar Baldursson Kristín Rán Júlíusdóttir María Rún Baldursdóttir Brynja Ýr Júlíusdóttir Ástþór Sindri Baldursson Guðmundur Rúnar Júlíusson �������� ��������� ������������������������������������ ���������������������� �������������������������������������� ��������������������� ����������������������������������� ������������� ������������� Tón leik ar verða haldn ir í safn að ar heim ili Kefla vík ur- kirkju sunnu dag inn 14. des- em ber kl. 20:00 til styrkt ar Vel ferð ar sjóði Suð ur nesja. Vel ferð ar sjóð ur Suð ur nesja hef ur það að mark miði að veita stuðn ing til ein stak linga og fjöl skyldna á svæð inu til við bót ar þeim úr ræð um sem þeg ar hafa ver ið í boði. Vel ferð ar sjóð ur á Suð ur nesj um er starf rækt ur í sam starfi við Hjálp ar starf Kirkj unn ar. Sjálf ur stuðn ing ur inn fer fram í gegn um þá að ila sem miðla styrkj um til fólks hér á svæð- inu. Ber þar að nefna kirkj- urn ar og ýmis líkn ar fé lög. Þau senda er ind ið áfram til Hjálp ar- starfs ins sem veit ir úr sjóðn um. All ir geta lagt sjóðn um lið, bæði með bein um fjár fram- lög um og ekki síð ur ýmsu fram taki og söfn un. Á tón leik un um koma fram: * Kvenna kór Suð ur nesja * Kór Kefla vík ur kirkju * Karla kór Kefla vík ur * Gleði- og gospelkór Hjálp- ræð is hers ins * Jó hann Smári Sæv ars son * Sig urð ur Flosa son * Arn ór Vil bergs son er við hljóð fær ið. * Prest ur er sr. Skúli S. Ólafs- son * Kynn ir tón leik anna er Hjálm ar Árna son. Tón leik ar í Kirkju lundi til styrkt ar Vel ferð ar sjóði Suð ur nesja Til leigu 4ra herbergja íbúð á 3. hæð í rólegum stigagangi með sex íbúðum að Tjarnabraut 8 í Innri Njarðvík. Tvö barna/unglingaherbergi og rúmgott hjónaherbergi. Stór stofa. Þvottavél og þurrkari fylgja og einnig amerískur ísskápur í eldhúsi. Kapalkerfi með aðgangi að yfir 100 sjónvarpsstöðvum er í húsinu. Leikskóli handan við götuna og örstutt labb í Akurskóla. Frábært útsýni úr íbúðinni yfir bæinn og Faxaflóa. Flottar svalir til að grilla á. Kaffihúsið hjá Kaffitári einnig í göngufæri. Leiga 100.000 kr. á mánuði. Íbúðin leigist í tvö ár. Tveggja mánaða trygging á leigu óskast. Áhugasamir sendi tölvupóst á hilmarbragib@simnet.is þar sem fást nánari upplýsingar. Íbúðin er laus nú þegar og því geta nýir íbúar flutt inn fyrir jól! Viltu flytja inn fyrir jól?

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.