Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.2008, Blaðsíða 36

Víkurfréttir - 11.12.2008, Blaðsíða 36
36 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 50. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Samningaviðræður eru nú hafnar í mörgum fjölskyldum um hvar börnin eigi að vera um jól og áramót. Hverjir ætli að vera hvar á að fanga dag, með hverjum og hvernig um- gengnin verði. Í flest um til- fel l um tekst fráskildum for- eldrum að sýna myndugleik og hafa hagsmuni barna að leið- arljósi, þar sem allt fer fram í sátt og samlyndi. Margir hafa hefðbundið fyrirkomulag ár eftir ár og börnin skiptast á að vera hjá pabba og mömmu. Í sumum fjölskyldum er hins vegar ósamkomulag og nánast stríð fyrir hver jól og börnin bit bein deilna. Í kjöl far ið hækkar spennustuðullinn hjá foreldrum og jafnvel allri stór- fjölskyldunni. Afar og ömmur blandast inn í málið og sumir missa svefn vegna óöryggis um jólasamveru fjölskyldunnar. Aðrir finna fyrir depurð yfir því að fá ekki að hitta barna- börnin og finna kannski um leið fyrir kvíða að taka í fyrsta sinn á móti stjúpbarnabörnum sínum við jólaborðið. Góð samskipti milli fráskilinna for eldra skipta börn miklu máli og geta haft áhrif á líðan þeirra og velferð. Mikilvægt er að tryggja börnum samveru við báða foreldra og fjölskyldur þeirra og ræða við börn um það sem í vændum er. Í rannsókn Sigrúnar Júlíusdóttir prófessors í félagsráðgjöf í HÍ á upplifun ungmenna af skilnaði foreldra kemur m.a. fram að áhrif skiln- aðar á börn fari að miklu leyti eftir því hvernig hinir fullorðnu haga sér. Það er því mikilvægt að foreldrar hugi að líðan barna og hafi hagsmuni þeirra að leið- arljósi. Fyrir jólin verður sumt eldra fólk óró legt því það kvíð ir þeim samskiptum sem það á í vændum yfir hátíðarnar. Mér dettur í hug fréttapistill Sig- ríðar Hagalín fréttakonu á Ruv sem hún sendi fyrir nokkru frá Kaupmannahöfn fyrir jólin. Þar sagði frá því að nú hefði hin hefðbundna stórfjölskylda vikið fyrir nýrri gerð af stórfjölskyldu þar sem jólin gætu snúist upp í andhverfu sína og orðið að til- finningalegum vígvelli þar sem rifist væri um fjölskyldumál yfir jólasteikinni og helgihald jóla af eldri gerðinni væri tálsýn ein. Í pistlinum sagði einnig frá því að stofnuð hefðu verið grasrót- arsamtök í Danmörku sem heita Nýir afar og ömmur. Félagið leitast m.a. við að hafa áhrif á fjölskyldustefnu og samfélagsum- ræður, vill hafa áhrif á uppvaxt- arskilyrði barna og taka afstöðu í dönsku samfélagi með greina- skrifum og álitsgerðum. Einnig vill félagið styrkja samband milli barnabarna og ömmu og afa. Þá berjast samtökin fyrir umgengn- isrétti fyrir afa og ömmur og barnabörn óháð innbyrðis sam- bandi foreldra. Á dagskrá hjá fé- laginu eru mörg áhugaverð mál tengd málefnum fjölskyldunnar. Sjá nánar: www.denyebedstefora- eldre.dk/ Hin nýja stórfjölskylda þarf að rúma síbreytilegan og oft ósam- rýmdan hóp fólks af mismun- andi fjölskyldugerðum sem í dag er ekki einungis skipuð afa og ömmu, börnum þeirra, tengda- börnum og barnabörnum. Nei hin nýja stórfjölskylda þarf líka að rúma fyrrverandi tengdabörn, nýja maka þeirra, sem eru orðnir stjúpforeldrar barnabarnanna og börn þeirra af fyrra hjónabandi og svo hafa börnin fundið sér nýjan maka og eignast með þeim börn auk barnanna sem báðir eiga úr fyrri hjónaböndum. Hlut- verk afa og ömmu eða stjúpafa og stjúpömmu er því mörgum óljóst. Félag stjúpfjölskyldna í samstarfi við Félagsráðgjafafélag Íslands mun 11. desember nk. standa fyrir samverustund fyrir afa og ömmur í stjúpfjölskyldum í Borgartúni 6 í Reykjavík 3. hæð kl. 17 - 18. www.stjuptengsl.is Helga Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarmaður í Félagi stúpfjölskyldna Um aðventu og jól er hefð fyrir því að fjölskyldan og vinir setj- ist niður og geri sér glaðan dag, ræði saman og hugi að verk- efn um næsta árs. Viðbúið er að umræðurnar þetta árið mót- ist af því efna- h a g s á st an d i s e m d u n i ð hefur á okkur undanfarnar vikur. Við erum öll að takast á við eðlilegar tilfinningar eins og reiði, vonbrigði og ótta sem eru fylgifiskar áfalla og óvissu. Við verðum hins vegar líka að leyfa okkur að hugsa lengra og vekja með okkur von. Aðventan er einmitt tími vonar, tími sem boðar komu ljóssins og jólahátíðarinnar. Hún minnir okkur á að vonin getur kveikt í okkur þann þrótt sem þarf til nýrra verka á nýju ári. Á Suðurnesjum er full ástæða til að vera vongóður. Öll grunn- gerð samfélagsins er öflug, hvort sem við berum okkur saman við önnur svæði á Íslandi eða önnur ríki. Á Suðurnesjum búa rúmlega 20.000 manns með fjölbreytta menntun og reynslu sem mun nýtast til góðra verka á nýju ári. Suðurnesjamenn hafa ávallt verið kraftmiklir og framsæknir. Það nægir að benda á árangur íþróttafólks á Suðurnesjum til að sjá að sá kraftur er enn til staðar. Við skulum virkja þann kraft og mannauð sem á svæð- inu er. Á Suðurnesjum eru bestu sam- göngur á landinu. Um svæðið liggur upplýst og tvöföld Reykja- nesbraut og milli bæja eru veg- tengingar eins og bestar gerast á landinu. Á svæðinu eru margar hafnir. Þar á meðal eins sú afla- hæsta á landinu og ein besta stórskipahöfn landsins. Síðast en ekki síst er hér eini alþjóða- flugvöllur landsins sem býður upp á ótal tækifæri til langrar framtíðar. Á Suðurnesjum eru náttúruauð- lindir. Fá önnur svæði í heim- inum státa af eins fjölbreyttum náttúruauðlindum. Auðlindir hafsins hafa gefið vel af sér í gegnum tíðina og jarðgufan og hitinn hafa aukið fjölbreytni á svæðinu. Í orkunni liggja enn ónýtt tækifæri til langrar fram- tíðar. Þau tækifæri munum við grípa í samstarfi við vaxandi menntastofnanir á svæðinu. Á Suðurnesjum er öflugt at- vinnu líf. Svæð ið hef ur um aldir verið eitt besta útgerðar- svæði landsins og mun verða það áfram, en þar eru Grind- víkingar í fararbroddi. Ferða- þjónusta hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár, en um svæðið fara nærri allir erlendir ferða- menn sem til landsins koma. Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Bláa lónið eru miðpunktarnir, en ferðamenn hafa margt annað að sækja til Suðurnesja. Svæðið hentar vel fyrir orkufreka starf- semi og eru nokkur slík verk- efni í vinnslu. Gangi þau upp mun það skapa fjöldamörg störf á svæðinu, strax á næsta ári. Á Suðurnesjum er til fjármagn. Auðlindir og hugmyndir þurfa fjármagn til að vaxa og dafna. Sveitarfélögin á svæðinu eiga um 10 milljarða í handbæru fé. Fé sem þau hafa meðal annars notað til að verja stöðu Spari- sjóðs okkar Suðurnesjamanna svo hann geti risið upp og staðið að baki uppbyggingu næstu ára. Á Suð ur nesj um er því full ástæða til bjartsýni. Við munum ganga í gegnum erfiðleika næstu misserin, en tækifærin eru líka þarna úti. Þau verðum við að grípa í sameiningu. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Vogum. Póstkassinn Tækifærin eru á Suðurnesjum Róbert Ragnarsson skrifar: Atvinnuleysi á Suðurnesjum hefur náð nýjum hæðum og eru nú tæp 10% íbúa skráðir atvinnulausir, eða 1150 ein- s t a k l i n g a r. Þ e s s i t a l a á v æ nt a n l e g a eftir að hækka á næstu vikum og mánuðum, því vitað er um fjölda manns sem nú vinna uppsagnarfrest sinn. Stór hluti þeirra sem eru atvinnulausir hafa starfað í byggingariðnaði og þjónustu tengd Keflavíkur- flugvelli. Einkennilegt er hversu lít ið hefur heyrst af aðgerðum rík- isstjórnarinnar og sveitarfé- lagsins vegna þessarar stöðu. Vegna samsetningar fyrirtækja í atvinnulífinu hefði mátt vera fyrirsjáanlegt að mikill sam- dráttur yrði á svæðinu. Hlutfall fyrirtækja í byggingariðnaði og fasteignaumsýslu er hátt, auk þess sem umsvif á Keflavíkur- flugvelli hafa ætíð skipt Suður- nesjamenn mjög miklu. Stutt símtal til CreditInfo Ísland hefði einnig getað leitt í ljós að staða margra þessara fyrirtækja var viðkvæm og þau líklegri til að lenda í greiðsluörðugleikum og uppsögnum starfsmanna. Algjört andvaraleysi Eitt af því fáa sem hagfræðingar virðast vera sammála um þessa dagana er hvernig hið opin- bera á að beita sér á þenslu- og krepputímum. Á þenslutímum á að draga saman framkvæmdir, en á krepputímum á að ráðast í framkvæmdir til að auka jafn- vægið í efnahagslífinu. Dæmi um þetta eru boðaðar aðgerðir Obama, verðandi Bandaríkja- forseta um auknar opinberar framkvæmdir. Markmið hans er að fjölga störfum um 2,5 milljónir, m.a. með endurnýjun vega, brúa og skóla. Þessar að- gerðir eru boðaðar þrátt fyrir að atvinnuleysi í Bandaríkjunum sé enn töluvert minna en á Suð- urnesjum, eða um 6,7%. En hvað með íslensk stjórnvöld? Enn er beðið eftir svörum frá ríkisstjórninni um stækkun ál- versins í Helguvík, lítið fréttist af framkvæmdum við dreifi- kerfi raforku á svæðinu sem er undirstaða orkufreks iðnaðar, öllum framkvæmdum á vegum Samgönguráðuneytisins hefur verið slegið á frest og sveitarfé- lagið lauk byggingu og endur- nýjun skóla og íþróttaaðstöðu á meðan á mestu þenslunni stóð. Afleiðingin er sú að sjóðir sveitarfélagsins, undir stjórn Sjálfstæðismanna, eru tómir og engir varasjóðir til að bregðast við því mikla atvinnuleysi sem nú er orðin staðreynd. Heilbrigðisráðuneytið undir stjórn Guðlaugs Þórs Þórðar- sonar bætir svo um betur með uppsögnum og samdrætti hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og er passlega búið að gleyma loforði um nýtt hjúkrunarheim- ili í Reykjanesbæ. Aðgerðir strax! Síðustu fjárlög íslenska ríkisins hunsuðu algjörlega kenningar hagfræðinga um að eiga eitt- hvað til mögru áranna, enda ráðamenn alltof önnum kafnir að við að klippa á borða, fagna útrásinni og fljúga um í einka- þotum. Afleiðingin er sú að nú er ekkert svigrúm til að bregðast við þeirri hrikalegu stöðu sem komin er upp í samfélaginu. Ætli stjórnvöld að koma í veg fyrir að við missum allt þetta fólk af landi brott, margt fyrir fullt og allt, ber þeim að skjóta styrkum stoðum undir atvinnu- lífið á Suðurnesjum og það strax. Tryggja þarf að framkvæmdir við dreifikerfi raforku fari strax af stað, byggt verði nýtt hjúkrun- arheimili og hætt við niðurskurð til Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja, framkvæmdir við Helgu- vík fari af stað, og þorskseiða- eldisstöð verði staðsett á Suður- nesjum, svo fátt eitt sé nefnt. Þetta þarf ríkisstjórnin að gera núna, áður en það er of seint. Eygló Harðardóttir alþingismaður Atvinnuleysi í boði Sjálfstæðismanna Jólapúslið hjá stórfjölskyldunni Eygló Harðardóttir skrifar: Helga Margrét Guðmundsdóttir skrifar: Jólablað Víkurfrétta kemur út í næstu viku troðfullt af áhugaverðu lesefni. Verið tímanlega með auglýsingar í þetta síðasta blað fyrir jól. Síminn er 421 0000 vf@vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.