Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.2008, Blaðsíða 38

Víkurfréttir - 11.12.2008, Blaðsíða 38
38 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 50. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Körfu bolta stúlk ur í 7. og 8. bekk í Kefla vík eru að safna fyr ir æf ing aferð næsta sum ar. Í því skyni eru þær að fara af stað með sölu á körfu bolta- kaffi sem Kaffi tár hef ur sér- bland að fyr ir þær af þessu til efni. Einnig hafa þær til sölu drykkj ar mál fyr ir heita og kalda drykki sem til val ið er að nota til að drekka körfu- bolta kaff ið úr. Þrí vídd ar teikn- ar inn Dav íð Ingi Jó hanns son sá um hönn un út lits. Körfu- bolta kaff ið og drykkj ar mál in eru til val in í jóla pakk ann og verða gjafa pakkn ing ar til sölu frá 1.500 krón um. Stúlk urn ar munu ganga í hús og fyr ir tæki og bjóða kaff ið til sölu. Körfu bolta stúlk ur selja kaffi fyr ir æf inga ferð Keflavíkurstúlkur unnu góðan sigur á KR í Frostaskjólinu sl. laugardag með 90 stigum gegn 62. Jón Halldór Eðvaldsson segir að þetta hafi verið einn besti leikur liðsins í langan tíma. Birna Valgarðsdóttir átt enn einn stórleikinn og sýndi að hún er ein besta ef ekki besta körfuboltakona landsins. Hún skilaði 30 stigum. Svava Ósk Stefánsdóttir var traust og skoraði 17 stig og Pálína Gunnlaugsdóttir var með 15 stig. Keflavíkurstúlkur voru í forystuhlutverkinu allan tímann en gerðu út um leikinn í þriðja leikhluta þegar þær völtuðu yfir KR 8-27. Grindvíkingar heimsóttu lið FSu sl. fimmtudag en Suðurlandsdrengirnir sem byrjaðu af krafti í deildinni hafa dalað í undanförnum leikjum. Grindvíkingar innbyrtu sigur 88-97 og skoraði Páll Axel Vilbergsson 29 stig og Þorleifur Ólafsson tuttugu. Keflvíkingar sigruðu lið Tindastóls í Toyota höllinni sl. föstudagskvöld með 93 stigum gegn 75 í Iceland Express deildinni í körfubolta. Sigurður Þorsteinsson fór hamförum í leiknum og skoraði 28 stig og tók tíu fráköst og var annað að sjá til risans en gegn Njarðvík. Nágrannarnir úr Njarðvík fóru í Kópavoginn og unnu þar frábæran sigur eftir tvíframlengdan leik 103-107. Magnús Þór Gunnarsson kann orðið ágætlega við sig í Njarðvíkurbúningi en hann skoraði 32 stig í þessum mikla leik. Logi Gunnarsson var með 29 stig. Hjörtur Hrafn Einarsson hefur bæst í lykilleikmannahóp UMFN og er orðinn einn af burðarásunum. Hann skoraði 25 stig. Njarðvíkingurinn ungi, Jóhann Árni Ólafsson hefur verið að standa sig vel með þýska liðinu Proveo Merlins en liðið er í þýsku Pro B deildinni. Í fyrrakvöld var Jóhann enn einu sinni í byrjunarliði Merlins sem vann TSV Tröster á heimavelli 109-82. Jóhann skoraði 11 stig, var með 4 stoðsendingar og 3 fráköst. Körfuboltafólk úr Suðurnesjaliðunum verður í eldlínunni á laugardag þegar árlegir stjörnuleikir karla og kvenna fara fram. Gamlar stórstjörnur mæta í þriggja stiga keppnina í karla- og kvennaflokki. Fólk eins og Teitur Örlygs, Guðjón Skúla, Valur Ingimundarson, Falur Harðarson og hjá kvenfólkinu Björg Hafsteinsdóttir og Kristín Blöndal. Auðvitað verða bestu skyttur liðanna í dag í keppnunum við þær gömlu líka. Stjörnudagurinn hefst á Ásvöllum í Hafnarfirði með kvennaleiknum kl. 13. Tveir sundmenn ÍRB sem kepptu á Norðurlandameistaramóti unglinga í Svíþjóð með unglingalandsliði Íslands unnu til verðlauna. Sindri Þór Jakobsson vann silfurverðlaun í 100m flugsundi og Soffía Klemenzdóttir vann til bronsverðlauna í 200m fjórsundi. Þetta voru einu verðlaun íslenska liðsins. Fjórir sundmenn frá okkur voru á þessu móti en það voru þau Gunnar Örn Arnarson, Lilja Ingimarsdóttir Sindri Þór Jakobsson og Soffía Klemenzdóttir Góðir sigrar hjá Suðurnesjaliðunum Soffía og Sindri á verðlaunapalli á NM unglinga Soffía á fullu í lauginni. Svava Ósk á fullri ferð Svava Ósk hefur verið drjúg í undanförnum leikjum. Hún verður í eldlínunni á Ásvöllum í Hafnarfirði á laugardaginn. VF-mynd/pket.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.