Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2008, Blaðsíða 29

Víkurfréttir - 18.12.2008, Blaðsíða 29
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 18. DESEMBER 2008 29STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Birna Zophaníasdóttir hefur gefið út barnabókina Sumarfrí á Sléttu. Slétta er eyðibýli í Sléttuhreppi við mynni Jökulfjarða og er í friðlandi Horn- stranda. „Ég og fjölskyldan mín dveljum þar oftast nokkrar vikur í senn yfir sumar- tímann. Mér finnst yndislegt að hafa litlu barnabörnin mín með, skoða nátt- úruna með þeim, upplifa og skapa æv- intýri úr daglegu amstri. Eitt sumarið varð þessi saga til,“ segir Birna um það hvernig sagan varð til. Birna er alin upp á Eskifirði en flutti ung að árum til Keflavíkur og hefur búið hér í meira en hálfa öld. Eiginmaður hennar flutti einnig til Keflavíkur en hann er fæddur í Aðalvík og alinn upp á Sléttu í Sléttuhreppi þar sem sagan gerist. Í dag eru barnabörnin sem koma við í sögunni um og yfir tvítugu. Sagan er samin með það í huga að varðveita minninguna um stundirnar með ömmu og afa á afskekktu svæði þar sem nútímaþægindi eru ekki til staðar. Bókin fæst í nokkrum bókabúðum Pennans/Eymundssonar og kostar 1.990 kr. Birna Zophaníasdóttir gefur út barnabók: Sumarfrí á Sléttu Uppáhalds jólasveinn: Kertasníkir Hvers óskar þú þér í jólagjöf? Vörubíl Uppáhalds jólasveinn: Kertasníkir því hann gefur alltaf pakka. Hefur þú fengið kartöflu? Einu sinni þegar ég var 6. Uppáhalds jólasveinn: Hurðaskellir. Hvers óskar þú þér í jólagjöf? Dúkkulísu. Skemmtilegast við jólin: Opna pakkana Hefur þú fengið kartöflu í skóinn? Nei, aldrei. Hvernig komast jólasvein- arnir til byggða? Þeir koma úr fjöllunum labbandi. Uppáhalds jólasveinn: Stekkjastaur Uppáhalds jóla sveinn: Stúfur Af hverju höldum við jólin? Því að þá fæddist Jesús. Skemmtilegast við jólin: Opna pakkana Uppáhalds jólasveinn: Kertasníkir Hvað viltu í jólagjöf? Bratz dúkkur. Hefur þú fengið kartöflu? Já, en bara einu sinni þegar ég var 5 ára. Sigurður Þráinn Bergþór Örn Þórey Ragna Sævar Ingi Arnbjörn Óskar Birna Elísabet Jane Krakkar í Holtaskóla svara jólaspurningum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.