Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2008, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 18.12.2008, Blaðsíða 30
30 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 51. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Skúli Þ. Skúlason, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Norðuráls Helguvík Álitleg farartæki Ég var staddur í Kaupmannahöfn árið 1901. Þá var nýbyrjað að brúka þar mótorvagna. Öll blöð voru full af skrípamyndum af þessum hættulegu vagnferðum og mannabúkar sýndir liggjandi sem hráviði meðfram vegunum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því Tryggvi Gunnarsson, alþingismaður, lýsti ýkjukenndum hugmyndum um bifreiðar eitthvað á þessa leið. Fyrstu bílarnir þróuðust upp úr hestvögnum og burðarvirkið var úr tré. Svo tók stálið við en nú er æ algengara að burðarvirkið sé úr áli, enda er það 50% léttara en stál og hefur reynst mun traustara við árekstraprófanir. Bílar eru nú þarfasti þjónn mannsins og framleiddir í 40 milljónum eintaka í heiminum á ári hverju. Undanfarin ár hefur vaxandi áhersla verið lögð á að minnka þyngd bíla og annarra farartækja til að draga úr orkunotkun og mengun. Í þessu tilliti eru yfirburðir álsins miklir. Vegna lítillar eðlisþyngdar þess verða farartæki mun léttari en ella og því stuðlar notkun áls að minni útblæstri koldíoxíðs og þar með minni áhrifum gróðurhúsalofttegunda. Ál hefur einnig sótt í sig veðrið í flugvélaframleiðslu en ekki veitir víst af því að draga úr mengun í háloftunum. Vaxtarmöguleikarnir eru eigi að síður minni þar enda aðeins framleiddar um þúsund flugvélar í heiminum á ári. Notkun áls í lestum fer stöðugt vaxandi og ál er einnig notað í reiðhjól og fley af ýmsu tagi. Ál gegnir mikilvægu hlutverki í skipasmiði enda færist þyngdarpunktur skipa neðar þegar ál er notað í yfirbyggingu og þar með verða skipin stöðugri. Í heildina er um fjórðungur álnotkunar heimsins í flutninga- og farartækjaiðnaði. Vissir þú að: ● Benz var fyrsta bifreiðin sem boðin var almenningi til sölu. Það var árið 1887. ● Fyrsti Ford bíllinn var smíðaður árið 1903. Hann vó 562 kg. Meðalþyngd fólksbíla í dag er um 1.400 kg. ● Árið 1994 var fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn með burðarvirki úr áli fjöldaframleiddur. Það var Audi A8. Ál og samgöngur ������������� ���������� ����������� �������� ������������������������������ ������ ����������������������� ���������� ���� ���� Myndarleg dagskrá í Sjónvarpi Víkurfrétta um jólin Víkurfréttir verða með myndarlega dagskrá í Sjónvarpi Víkurfrétta á kapalkerfinu í Reykjanesbæ yfir jólin. Matreiðsluþáttur, viðtalsþáttur, mannlífsmyndir og ýmis önnur afþreying í Sjónvarpi Víkurfrétta. Fylgist með skemmtilegri dagskrá yfir jólin. Auglýsingasíminn er 421 0001.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.