Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 5

Neytendablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 5
Á laugardeginum fór fram hefðbundið nefndastarf. Á þinginu var samþykkt ítarleg ályktun um stefnu og áherslur samtakanna næstu tvö árin. Hér verður tæpt á nokkrum atriðum úr þessari samþykkt en þeir sem vilja kynna sér hana betur geta skoðað hana í heild sinni á heimasíðu samtakanna, www.ns.is. Helstu áhersluatriði Í ályktuninni kemur fram að óstöðugleiki í efnahagsmálum sé helsta vandamál almenn- ings. Því þurfi að koma böndum á verð- bólguna og gengi krónunnar enda tapar launafólk hratt kaupmætti sínum í þeirri miklu verðbólgu sem hér ríkir. Fákeppni á íslenskum markaði er áhyggjuefni og minnt er á að virk samkeppni er það eina sem tryggir hagsmuni neytenda. Einnig var þess krafist að matvöruverð lækki og á það ekki síst við um landbúnaðarvörur. Þá hafa iðgjöld trygginga hækkað langt umfram almennar verðhækkanir og mun meira en sem nemur tjónakostnaði tryggingafélag- anna. Þingið lagði áherslu á að Íbúðalánasjóður haldi áfram að lána til almennings vegna íbúðarkaupa. Þetta sé mikilvægt með tilliti til samkeppni á þessum markaði. Einnig að stimpilgjöld verði með öllu felld niður. Í ályktun um lyfjamarkaðinn var bent á að lyfjaverð sé alltof hátt, fákeppni sé allt of mikil á þessum markaði og að auka þurfi framboð samheitalyfja hér á landi. Þingið taldi eðlilegt að virðisaukaskattur á lyfjum verði felldur niður og að auka þurfi frelsi í sölu lausasölulyfja. Einnig að netverslun frá öðrum löndum verði ódýrari en nú er til að veita innlendum fyrirtækjum aukið aðhald. Neytendalöggjöf Þingið samþykkti að auka þyrfti og bæta neytendalöggjöf. Þar voru sérstaklega nefndar breytingar á uppbyggingu neyt- endastarfs stjórnvalda og að embætti tals- manns neytenda og Neytendastofa yrðu sameinuð í eina stofnun. Einnig að sett yrðu lög um ábyrgðarmenn, greiðslukort og hópmálsókn, að lögfest yrði bann við seðilgjöldum og loks að breytingar yrðu gerðar á lögum um þjónustukaup. Áhersla var lögð á að neytendur hafi aðgang að ódýrum og fljótvirkum úrlausnarleiðum í ágreiningsmálum við seljendur og minnt á að leiðbeininga- og kvörtunarþjónusta Neytendasamtakanna, Evrópska neytenda- aðstoðin og úrskurðarnefndir gegni þar lykilatriði. Neytendafræðsla – upplýsingar til neytenda Þingið lagði áherslu á mikilvægi neyt- endafræðslu, bæði í skólakerfinu og í full- orðinsfræðslu. Þannig er afar mikilvægt að efla neytendavitund, þekkingu á fjármálum og fjármálalæsi. Lögð var áhersla á að upplýsingar til neytenda um verð liggi ávallt fyrir við kaup á vörum og þjónustu. Sumir markaðir, sérstaklega fjármálamarkaðurinn, tryggingamarkaðurinn og fjarskiptamark- aðurinn, séu það erfiðir fyrir neytendur að koma þurfi upp reiknivélum á netinu til að auðvelda neytendum verðsamanburð. Minnt var á að markaðssetning sem beinist að börnum og unglingum verði æ áleitnari. Þingið fagnaði framtaki talsmanns neyt- enda og umboðsmanns barna við að tak- marka slíka markaðssókn. Önnur atriði í ályktuninni Loks má nefna eftirfarandi atriði sem voru í ályktuninni: Opinber þjónusta á að vera ódýr og góð, góðar og hollar matvörur, erfðabrettar afurðir og merk- ingar, höfundarréttur og einkaleyfi, breytt forgangsröðun í vegamálum – ný umferðar- mannvirki á fjölförnustu vegina, samgöngur fyrir alla, við þurfum neyslustaðal, umhverfi og neytendur, siðræn neysla og staðlastarf og mikilvægi þess fyrir neytendur.  NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.