Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 10

Neytendablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 10
Öruggast er að aðstandendur kynni sér sjálfir innihaldið í þeim gerðum morgunkorns sem eru í uppáhaldi hjá börnunum. Inni- haldslýsingin á umbúðunum reyndist rétt í öllum gerðunum sem skoðaðar voru. Þar er sykurinn þó oft tilgreindur undir kolvetnum (kulhydrat, carbohydrates) og ýmist nefndur sykur eða „sykurtegundir“ (sukkerarter, sugar content). Mismunandi eftir löndum Eitt af því sem kom á óvart í könnuninni er að magn sykurs, salts og fitu í sömu vörutegundunum er oft mismunandi eftir löndum. Hægt er að taka dæmi frá Íslandi: Kellogg’s Rice Krispies er flutt hingað frá Bretlandi og þar mældist sú vörutegund hjá ICRT með12,6 gr sykurs of 1,0 gr fitu í hverjum í 100 gr. Í Danmörku reyndist sama vörutegund innihalda 9 gr sykurs og 5,0 gr fitu í 100 gr.. Kellogg’s Frosties er flutt inn frá Bretlandi og Írlandi og mælist þar með 40,0 gr af sykri í hverjum 100 gr og 0,7 gr af fitu. í Danmörku mældist sama vara með 36,0 gr sykurs og 5. gr fitu í 100 gr. Í Kellogg’s Frosties í Ástralíu og á Nýja- Sjálandi eru 46% innihaldsins sykur en 32% í Suður-Kóreu. Smáskammtar framleiðenda Á umbúðum tilgreina framleiðendur í sumum tilvikum að einn skammtur af morg- unverðarkorni sé 30 gr. Það merkir að í kornskammtinum eru oft um 10 gr af sykri, sé miðað við niðurstöður könnunarinnar. Þetta er þó lítill skammtur og langflest börn borða meira en 30 gr af morgunverðarkorni í hvert sinn. Raunskammtar eru því miklu stærri en stendur á umbúðum. Í könnun Matvælarannsóknastofnunar Danmerkur (Danmarks Fødevareforskning) á matar- venjum Dana kom á daginn að börn á aldrinum 4-14 ára, sem borðuðu morgun- korn með sykri, innbyrtu að jafnaði 46 gr. Í rannsókn Næringarráðs Dana (Ernærings- rådet) á hópi 30 skólabarna í 7. bekk kom í ljós að þau fengu sér allt að 72 gr skammta af morgunkorni í upphafi dags. Leikskólabörn eiga að hámarki að fá 30-40 gr á dag af viðbættum sykri, en rannsóknir sýna að þau innbyrða að jafnaði 54 gr Grunnskólabörn mega snæða nokkru meira af sykri, eða 40-50 gr á dag. Óstöðugur blóðsykur Það er á ábyrgð aðstandenda barna að fylgjast með hvernig sykurneyslu þeirra er háttað. Í „Norrænu leiðbeiningunum um næringarefni“ á vegum Norðurlandaráðs frá 2004 segir að í morgunverðinum geti verið 20-25% af orkuinntöku dagsins. Ef barn fær 40 gr af sykri á dag ættu því ekki vera meira en 10 gr af honum í morgun- verðinum. Það er ekki bara sætur morgunmatur sem liggur að baki mikilli sykurneyslu barna. Það sem einkum gerir morgunverðinn of sætan, til viðbótar við morgunkorn, eru sykurgjafar eins og hvítt brauð, súkkulaðiálegg og marmelaði. Sætur morgunmatur stuðlar líklega að sveiflukenndara blóðsykurmagni heldur en ef börnin fengju morgunverð með trefjaríkum kornvörum án sykurs. Sætur morgunverður á einnig þátt í því að venja börnin á að allt eigi að vera sætt á bragðið. Of sætur morgunverður á þátt í því, ásamt öðrum sætum máltíðum, að auka líkurnar á því að börnin þjáist síðar meir af lífsstílstengdum sjúkdómum eins og sykur- sýki og hjartasjúkdómum. Góð ráð Það er mjög erfitt að draga úr sykurneyslu barna, ungmenna og fullorðins fólks. Vilji fólk hafa heilbrigði barnanna í fyrir- rúmi er sætasta morgunkornið geymt uppi í skáp á virkum dögum. Það eykur möguleika barnanna á því að uppgötva aðrar bragðtegundir og átta sig betur á sykurbragðinu af ávöxtum. Í staðinn á matseðillinn á morgnana að hljóða upp á kornbrauð, eins og rúgbrauð, og trefjaríkt brauð með léttosti eða kjöt- eða ávaxtaáleggi eins og bananasneiðum. Líka er mælt með hafragraut eða grjónagraut. Ef til vill er það einmitt heppilegasti morgunverðurinn. Ef fólk vill hafa eitthvað sætt í morgun- verðinum ætti það að vera sætir ávextir en ekki viðbættur sykur. Takið eftir því að vörutegundir með lítinn sykur innihalda oft í meira lagi af fitu svo að hitaeiningafjöldinn breytist lítið. Trefjar eru mikilvægar fyrir meltinguna og magnið á að vera yfir 6 gr í hverjum 100 gr af morgunkorni. Fáar morgunkornstegundirnar innihéldu mikið magn trefja. 10 NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.