Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 13

Neytendablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 13
Jóhannes Gunnarsson forma›ur Neytendasamtakanna Neytendasamtökin hafa mikið fjallað um Evrópumál mörg undanfarin ár, enda eðli- legt miðað við mikilvægi þeirra mála fyrir heimilin í landinu og samfélagið allt. Á þingi Neytendasamtakanna í september 2002 sagði svo í inngangi í ítarlegri sam- þykkt um stefnu samtakanna: „Aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu var mjög mikilvæg fyrir íslenska neytendur. Fjölmörg baráttumál Neytendasamtakanna náðu fram að ganga vegna sameiginlegrar evrópskrar löggjafar og þeirrar kröfu Evrópu- sambandsins (ESB) að tryggð væru ákveðin lágmarksréttindi neytenda. Í mörgum til- vikum var um að ræða löggjöf sem íslensk stjórnvöld höfðu verið á móti. Margt bendir til að það gæti þjónað hagsmunum íslenskra neytenda að Ísland gangi í ESB og felur þing Neytendasamtakanna stjórn samtakanna að gangast þegar í stað fyrir ítarlegri athugun og umræðu um gildi aðildar að ESB fyrir íslenska neytendur.“ Í marsmánuði árið 2003 héldu samtökin ráðstefnu undir heitinu „Ísland og Evrópu- sambandið“. Þar staðfestu fjölmargir sérfræðingar þetta sjónarmið. Forstjóri hollensku neytendasamtakanna hvatti þar Íslendinga til að sækja um aðild að ESB enda ljóst að það væri neytendum til hags- bóta að við myndum gera svo. Seinni hluta síðasta árs samþykkti stjórn Neytendasamtakanna tillögu Evrópunefndar samtakanna að fela Evrópufræðasetrinu á Bifröst að vinna skýrslu um þessi mál. Þessi skýrsla var kynnt í aprílmánuði þessa árs undir heitinu „Hverju myndi ESB aðild breyta fyrir íslenska neytendur?“. Áður hefur verið fjallað um þessa skýrslu hér en samt er ástæða til að minna á helstu niðurstöður: Þeir tollar sem enn eru milli Íslands og ESB-landanna féllu niður og munar þar mestu um landbúnaðarvörur og það að matvælaverð gæti lækkað um 10-25%. Tollar gagnvart ríkjum utan ESB gætu þó í sumum tilvikum hækkað. Viðskiptakostnaður myndi lækka, sem ætti að leiða til lægra vöruverðs. Viðskipti og fjárfestingar erlendra aðila myndu aukast hér og þar með yrði samkeppnin meiri sem leiða myndi til lægra verðlags. Netviðskipti okkar við fyrirtæki í ESB yrðu bæði ódýrari og einfaldari. Það myndi auka samkeppni gagnvart ýmsum innlendum fyrirtækjum sem líka myndi leiða til lægra verðlags. Með aðild að myntbandalagi ESB má gera ráð fyrir að vextir á íbúðarlánum lækkuðu töluvert en minna má á að hvert prósentustig hefur mikla þýðingu fyrir heim- ilin. Á þingi Neytendasamtakanna sem haldið var 19.-20. september sl. var samþykkt ályktun sem var eðlileg í framhaldi af starfi samtakanna varðandi þetta mál. Samþykktin var svohljóðandi: „Þing Neyt- endasamtakanna telur tímabært að við látum reyna á það með aðildarviðræðum hvort hægt sé að ná viðunandi samningum í málum er varða sjávarútveg og landbúnað. Ljóst er að hagsmunir heimilanna í þessu máli eru það miklir að ekki er ástæða til bíða lengur að láta reyna á þessa þætti með aðildarviðræðum. Það yrði að sjálfsögðu þjóðin sem tæki lokaákvörðun um ESB- aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar samn- ingar liggja fyrir.“ Með þessari afstöðu eru Neytendasamtökin að leggja til að fengið verði á hreint hverjir kostir og gallar ESB-aðildar eru fyrir íslenskt samfélag. Það er ljóst að það verður aðeins gert með aðildarviðræðum. Margt gefur tilefni til að ætla að hægt sé að ná viðundandi niðurstöðu í land- búnaðarmálum enda myndi væntanlega nást sambærileg niðurstaða og Finnar náðu í sínum samningum við ESB um að stór hluti landsins er skilgreindur sem svæði þar sem heimskautalandbúnaður er stundaður. Allt Ísland fellur undir þessa skilgreiningu. Þess vegna má ætla að við gætum fengið meiri styrki frá ESB til landbúnaðar en lönd sunnar í álfunni. Einnig að stjórnvöld hér gætu styrkt innlendan landbúnað meira en gert er í flestum öðrum löndum ESB. Það er þó ljóst að endurskipuleggja þyrfti íslenskan landbúnað á sama hátt og Svíar og Finnar gerðu áður en löndin gengu í ESB. Að mati Neytendasamtakanna verður hvort sem er að gera þetta, enda eru íslenskar landbúnaðarvörur seldar á einu hæsta verði í heiminum og það þrátt fyrir að hér er stuðningur við landbúnað meiri en víðast þekkist. Slíkt er að sjálfsögðu óviðunandi fyrir íslenska neytendur. Þá stendur eftir hvort hægt sé að ná viðunandi niðurstöðum er varða sjávarútveg, eða hvort þar sé óyfirstíganleg hindrun fyrir okkur. Ljóst er að sjávarútvegsstefna ESB byggir á svokallaðri veiðireynslu og einnig að Íslendingar einir hafa veiðireynslu innan fiskveiðilögsögu okkar. En hér á það sama við og í öðrum málum; við vitum ekki hvað er í boði nema látið verða á það reyna með aðildarviðræðum. Þannig er ljóst að útilokað er að vita hvernig samningum við getum náð nema með því að taka upp aðildarviðræður, þar fást svörin. Allavega er ljóst að hagsmunir heimilanna kalla á að látið verði reyna á þetta. Það er síðan þjóðarinnar að ákveða hvort framtíð okkar verður innan eða utan ESB. Við gerum kröfu til þess að stjórn- málaflokkarnir taki afstöðu hér um, alla- vega er ljóst að meirihluti landsmanna er á sama máli og Neytendasamtökin. Neytendasamtökin og Evrópumálin 1 NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.