Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 16

Neytendablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 16
Ljóst er að sóunin á sér stað á öllum stigum og það er til mikils að vinna að snúa þróuninni við. Eins og breska rann­ sóknin sýndi henda heimilin miklu af mat sem hefði verið hægt að nýta. En hvernig minnkum við þessa sóun inni á heimilum? Marína Sigurgeirsdóttir, matreiðslukennari við Verkmenntaskólann á Akureyri, hefur unnið með matvæli í áratugi. Neytenda- blaðið leitaði til hennar og spurði nokkurra spurninga. Hversu lengi má geyma mat í frysti? Matvara geymist mjög mislengi í frosti. Feit matvara geymist illa, t.d. myndi ég ekki ráðleggja fólki að geyma feitan fisk lengi í frysti. Brauð geymist einhverja mánuði en það þornar. Kjöt geymist alveg í 12 mánuði. Almennt má þó segja að ekki sé ráðlegt að geyma mat of lengi í frysti. Þarf að hafa áhyggjur ef matvara er útrunnin? Já, það þarf að fylgjast með dagsetningum á matvöru; hvenær er síðasti söludagur og hvenær er síðasti neysludagur? Gera greinarmun þar á og gæta þess að lesa vel á umbúðir hve lengi þær geymast eftir að þær hafa verið opnaðar. Þetta á t.d. við þegar keyptur er ferskur ávaxtasafi. Hvað má geyma opnar krukkur lengi í ísskáp, svo sem rauðkál, taco­sósur, sinnep o.þ.h.? Ávaxtasafar geymast í 3-4 daga. Rauðrófur, asíur, agúrkur og rauðkál í edikslegi í allt að ár. Sósur, t.d. soja, sinnep og tómatsósur, geymast vel í kæli eftir opnum. Taco-sósa þó ekki lengur en mánuð. Mjólkurvörur sem ekki hafa verið opnaðar geymast alltaf 2 sólarhringa fram yfir síðasta söludag og jafnvel mun lengur ef kælir er góður og hitastig stöðugt. Ávallt skal þó athuga mjólkurvörur fyrir notkun ef þær eru komnar tvo eða fleiri sólarhringa fram yfir síðasta söludag. Ekki er ráðlegt að geyma saman ávexti og grænmeti enda sér maður stundum tvö hólf í ísskápum. Geymsluþol mjólkurvara eftir opnun umbúða: Léttmjólk, undanrenna, nýmjólk, rjómi: 2-4 dagar Súrmjólk, jógúrt, skyr: 5 dagar G-mjólkurvörur (kakómjólk o.fl.): 4-5 dagar Smjör, smjörlíki, tólg: sjá geymsluþols- merkingu Fastir ostar: 3-4 vikur; athugið að gott er að frysta ostafganga og nota síðar í matargerð. Mjúkostar (Camembert, Brie o.fl.): 4-5 dagar eftir fullþroskun Er fólk nógu duglegt að nýta af­ ganga? Matarafganga má nýta á marga vegu, t.d. borða þá kalda; nota kalt kjöt og fisk sem próteingjafa í salat eða í matarmikla samloku sem er gott nesti; nota kaldar kartöflur í kartöflusalat eða aðra kartöflurétti; frysta soðin hrísgrjón og pasta og nota það síðan í heita rétti eins og súpur eða pottrétti og ýmsa ofnrétti. Danska smurbrauðið er, svo dæmi sé tekið, þróað út frá því að Danir notuðu matarafganga sem álegg á brauð sem síðan var hádegisverður næsta dags. Salatafgang má gjarnan útfæra sem góðan hádegisverðarrétt með kjöti og fiski og góðri sósu. Borgar sig að elda sjálfur? Já, það er alltaf hagkvæmara að elda sjálfur. Skoðaðu hvað kostar að kaupa tilbúna pitsu og hamborgara og berðu það saman við kostnaðinn við að kaupa hráefnið og elda sjálfur. Það er samt ávallt hin gullna regla. Kauptu aðeins það hráefni sem þú veist að þú notar en ekki kaupa vöru vegna þess að hún er ódýr. Vertu viss um að þú kaupir vöru sem þér finnst góð og þú ætlar að nota. Brauð eru mjög dýr og það borgar sig að baka þau ef þau eru borðuð en heimabökuð brauð eru án allra aukefna sem lengja geymsluþol og þess vegna er gott að skera þau niður ný og frysta og taka síðan sneiðarnar jafnóðum úr frosti. Brauðbakstur er mjög gott verkefni til að vinna með börnum og eiga sameiginlega stund í eldhúsinu. Gott getur verið að útbúa matarmiklar súpur úr því sem til er í ísskápnum og nota þá grænmeti, pasta, hrísgrjón og kartöflur sem til er í frosti eða hefur safnast upp í ísskápnum og er farið að láta á sjá. Einnig má nota slíkt í grænmetis- og pastarétti og leyfa hugmyndafluginu að njóta sín. Margir frægir réttir í matreiðslusögunni hafa orðið til þannig. Góð ráð hjá Leiðbeiningastöð heimilanna Ég bendi áhugasömum á þjónustu Leiðbeiningastöðvar heimilanna og ýmis góð húsráð sem birtast reglulega í tímaritinu Húsfreyjan. Einnig get ég mælt með bókinni Eldað í dagsins önn eftir Stefaníu Valdísi Stefánsdóttur. Leiðbeiningastöðin er opin sem hér segir: kl. 10-14 mánudaga og þriðjudaga, kl. 14-17 fimmtudaga og föstudaga. Lokað er á miðvikudögum. Sími: 552 1135 Netfang: leidbeiningar@kvenfelag.is. Þurrkaður matur geymist lengi. Hér má sjá þurrkaða banana, bláber og rabbarbara. Marína Sigurgeirsdóttir kennir verðandi matreiðslumeisturum réttu handtökin. Ráðdeild og fyrirhyggja 1 NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.