Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 22

Neytendablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 22
Fyrr á árinu var hringt í gemsann minn frá bankanum og mér boðið nýtt kreditkort. Ég er með einfaldasta Visa­kortið sem hægt er að fá; það er án trygginga og árgjaldið er 2.600 krónur. Það var reynt að bjóða mér „e­kort“ og þar með hefði ég fengið 0,5% endurgreiðslu á innlendum færslum gegn 4.500 króna árgjaldi. „Það gæti komið til greina“, sagði ég, „nema að ég er búinn að borga árgjald kortsins sem ég á nú þegar og vil ekki borga aftur“. „Já, við myndum fella niður árgjald nýja kortsins fyrsta árið“, sagði sölumaðurinn. Ég sagðist þurfa að hugsa málið. Það þarf ekki lengur búfé, tún eða hest til að lifa af á Íslandi, en það þarf bæði debet- og kreditkort. Ég hélt einu sinni að ég gæti verið bara með debetkort, en það tókst ekki. Ég var með árgjaldslaust bandarískt kreditkort sem ég gat notað í neyðartil- fellum (eins og til að panta á netinu), en vegna þess að ég afla mér tekna á Íslandi vildi ég helst nota það sem minnst. Ég varð fljótlega þreyttur á að þurfa að taka bílastæðamiðann inn í Leifsstöð og borga á kassanum þar vegna þess að sjálfsalarnir úti á bílastæðinu taka ekki debetkort. Þá var ég kominn með símaþjónustu og vefhýsingu og fékk miklu betri kjör með því að borga með kreditkorti. Ég gafst upp. Svo er ekki heldur hægt að lifa án debetkorts á Íslandi. Það þarf debetkort fyrir tvennt: hraðbankaúttekt, sérstaklega í útlöndum þar sem úttekt með kreditkorti er mjög dýr, og Sorpu í Reykjavík. Dósir og flöskur fást ekki endurgreiddar án debetkorts. Sorpa tekur ekki við kreditkorti. En aftur að söguþræðinum. Það hlýtur að vera frekar óvenjulegt að fá símtal frá banka sem reynir að fá mann til að skipta um kreditkort. Það hlýtur að hafa verið í því hagur fyrir bankann að hringja í mig og sannfæra mig um ágæti þess að vera með e-kort. Svona eru viðskipti – þó að bankinn léti eins og þetta snerist bara um aukna þjónustu við mig. Hver gæti þessi hagur verið? Af hverju vildi bankinn endur- greiða mér 0,5% af veltu minni – og jafnvel borga starfsmanni til að reyna að sannfæra mig? Gæti það verið vegna þess að bankinn veðjar á að ég muni ekki verða með nógu mikla veltu til að vega upp mismuninn á milli árgjaldanna? Núverandi árgjald mitt er, sem fyrr segir, 2.600 kr. Árgjald fyrir endurgreiðslukortið er hins vegar 4.500 kr., sem þýðir að ég þyrfti að fá 1.900 kr. endurgreiðslu á ári til að láta e-kortið að borga sig. Til þess þyrfti ég að vera með veltu upp á 380.000 kr. á ári og ekki er ég alveg viss um að ég nái því. En kortafyrirtækið var til í að fella niður árgjaldið. Og margir neytendur hljóta að vera með nægilega veltu til að vega upp mismuninn. Það þarf að leita að öðru svari. Ég fann sennilegra svar með því að skoða vefsíðu Valitors (Visa á Íslandi), undir flip- anum „Fyrirtækjalausnir“ og svo „Gjald- skrá“ – síðu sem venjulegir neytendur sækja sjaldan. Hér kemur fram að verslun/ seljandi sem tekur við debetkorti þarf að borga til Visa 0,35% til 0,80% þóknun af hverri færslu. Hins vegar þarf verslunin að borga 0,90%-1,99% af kreditkortafærslum til Visa (og fær sjálf ekki greitt fyrr en um mánaðamót). Svipaðar tölur eru á vefsíðu E-kort – hagstæð fyrir einn en óhagstæð fyrir fjöldann?  NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.