Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 14

Neytendablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 14
Dönsku neytendasamtökin, Forbrugerrådet, hófu herferð síðasta haust til að vekja athygli á hormónaraskandi efnum í snyrti- og húðvörum. Neytendur voru hvattir til að tilkynna um vörur sem innihalda einhver hinna skaðlegu efna og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem danskir neytendur beita áhrifum sínum til að fjarlægja óæskilegar vörur úr hillum verslana. Ekki er langt síðan fjölmargar matvörur sem innihéldu hin umdeildu asólitarefni hurfu að mestu úr dönskum verslunum eftir herferð samtakanna. Neytendablaðið ákvað að fræðast betur um herferðina og spurði Claus Jørgensen, verkefnisstjóra hjá dönsku neytendasamtökunum, hvers vegna ákveðið hefði verið að ráðast í þetta verkefni. „Við ákváðum að fara í þessa her ferð til að upplýsa neytendur um hormóna- raskandi efni sem eru mjög algeng í snyrtivörum. Sífellt fleiri rannsóknir benda til þess að þessi efni hafi áhrif á heilsu fólks og við teljum einfaldlega að þau eigi ekkert erindi í neysluvörur.“ Jørgen sen segir að samtökin hafi valið að horfa til húð- og snyrtivara því þar hafi neytendur möguleika um val þar sem skylt er að birta innihaldslýsingu á þess um vörum. En hvernig fór herferðin fram? „Við gerðum lista með 17 efnum sem öll eru á lista Evrópusambandsins yfir hormónaraskandi efni. Listinn var síðan settur á heimasíðuna forbruger­ radet.dk og neytendur beðnir um að tilkynna um vörur sem innhéldu eitt eða fleiri efni af listanum. Um leið og við fengum ábend ingu um vöru var framleiðandanum sent bréf og hann spurð ur hvort hann myndi hætta að nota efnin. Við birtum síðan lista yfir allar vörurnar sem tilkynnt var um og upplýstum hvort fram leið andi hygðist bregðast við eða ekki.“ Danir vilja banna hormóna raskandi efni Neytendur taka til sinna ráða Ýmis efni sem notuð eru í neysluvörum líkja eftir estrógeni í líkamanum og geta haft óæskileg áhrif á heilsuna. Í Danmörku telja vísindamenn á Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn að notkun þessara efna geti átt sinn þátt í því að: • gæði sæðisfruma hjá 20% danskra karlmanna á aldrinum 18-30 ára eru undir viðmiði alþjóðaheilbrigðismálastofn- un arinnar um eðlileg gæði. • mikil aukning hefur orðið í krabbameini í eistum síðustu 60 ár en í Danmörku greinist hærra hlutfall karla með þessa tegund krabbameins en í nokkru öðru Evrópulandi. • hormónið testósterón hefur minnkað í dönskum karl­ mönn um á undanförnum áratugum. Þeir sem fæddir eru eftir 1930 eru með lægra magn testósteróns í blóðinu en feð ur þeirra, • danskar stúlkur verða kynþroska ári fyrr en þær urðu fyrir 15 árum síðan. Claus Jørgensen verkefnistjóri í umhverfisdeild dönsku neyt- enda samtakanna Markmið herferðarinnar: • Upplýsa neytendur um algengar vörur sem innihalda hormónaraskandi efni þannig að þeir geti valið vörur án þessara efna kjósi þeir það. • Upplýsa neytendur um fjölda þeirra vara sem innihalda efnin með því að setja opinberan lista á heimasíðu Forbrugerrådet. Listinn er endurnýjaður jafnóðum. • Vekja athygli stjórnmálamanna í Danmörku og víðar í Evrópu á því hversu margar vörur innihalda þessi efni og freista þess að þau verði bönnuð, ekki bara í Danmörku heldur einnig annars staðar í Evrópu. 14 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2010

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.