Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2010, Page 17

Neytendablaðið - 01.03.2010, Page 17
Gölluð vara á útsölu Neytandi keypti stígvél á útsölu, en uppgötvaði svo að sokkar lituðust af stígvélunum innanverðum. Við skoðun kom fram að efnið sem innan í þeim er gaf frá sér svolítinn lit. Kærunefndin áleit að ekki væri um það mikinn galla að ræða að neytandinn ætti rétt á að rifta kaupunum, en hins vegar ætti hann rétt á afslætti af kaupverði. Gallaðar bremsur í notaðri bifreið Neytandi keypti notaða bifreið, árgerð 2005. Í mars 2009, þegar bifreiðinni hafði verið ekið rúma 12 þúsund kílómetra, þurfti að skipta um ABS­bremsubúnað. Kærunefndin áleit að miðað við það hve lítið bifreiðin var ekin hefði mátt ætla að bremsubúnaðurinn entist lengur en raunin varð og því ætti bifreiðaumboðið að greiða kostnað við viðgerðina að fullu. Tjón af völdum galla Neytandi keypti nýja bifreið á árinu 2005. Eftir rúmlega tveggja ára notkun var vélin í bifreiðinni ónýt og var ný vél sett í hana á kostnað seljanda. Gangtruflanir voru í bifreiðinni og í desember 2008 var svokallaður EGR-ventill hreinsaður. Í lok maí 2009 var skipt um ventilinn og krafðist álitsbeiðandi þess að seljandi kostaði þá viðgerð. Kærunefndin áleit að slitið í ventlinum mætti rekja til þess að vélin í bifreiðinni hefði skemmst og að seljanda bæri að greiða kostnað við ventilskiptin. Gölluð vara – réttur til riftunar og skaðabætur Neytandi keypti farsíma sem reyndist vera gallaður. Fimm sinnum lét seljandi neytandann hafa nýtt tæki í stað þess gallaða. Kærunefndin áleit að neytandinn ætti rétt á að rifta kaupunum og fá kaupverðið endurgreitt. Þá áleit kærunefndin að neytandinn ætti í þessu tilviki rétt á að fá greiddar skaðabætur vegna þeirra óþæginda sem hann hefði orðið fyrir í viðskiptunum við seljanda. Tvær tilraunir að gera við galla Neytandi keypti ísskáp og kom galli tvívegis fram í honum. Neyt- and inn gerði þá kröfu að seljandi legði honum til nýjan ísskáp en seljandinn hafnaði því. Seljandi hafði gert við fyrri gallann en ekki hinn síðari. Kærunefndin lagði fyrir seljanda að gera við ísskápinn álitsbeiðanda að kostnaðarlausu. Tækist sú viðgerð ekki bæri selj- anda að leggja álitsbeiðanda til sams konar eða sambærilegan ís skáp. Varan hentaði ekki fyrirhugaðri notkun Neytandi keypti parket sem leggja átti yfir hitamottur í gólfi. Kvaðst neytandinn hafa sérstaklega getið þess við seljandann að þetta stæði til og fengið þau svör að parketið myndi þola gólfhita. Þegar til kom reyndist parketið vinda sig og gliðna. Niðurstaða kærunefndarinnar var sú að parketið hefði verið of rakt þegar það var lagt og seljanda var gert að afhenda nýtt parket og taka á sig kostnað við að leggja það, auk þess að greiða fyrir rif á gamla parketinu. Rangar upplýsingar Neytandi festi kaup á notaðri bifreið í febrúar 2009. Bifreiðin var sögð af árgerð 2003 en reyndist vera af árgerð 2001. Þá hafði bifreiðin lent í tjóni í flóði án þess að frá því væri greint við kaupin. Neytandinn taldi verulega galla vera á bifreiðinni og krafðist þess að kaupunum yrði rift, að hann fengi kaupverðið endurgreitt og að hann fengi skaðabætur fyrir útlagðan kostnað vegna bifreiðarinnar. Kærunefndin féllst á nær allar kröfur neytandans. Viðgerð ábótavant Neytandi lét gera við þvottavél og greiddi seljandi fyrir þá viðgerð. Þegar vélin kom úr viðgerðinni var fúkkalykt af gúmmíhring sem neytandinn sagði að ekki hefði verið þegar vélin fór í viðgerðina. Gerðar voru tilraunir til þess að losna við lyktina en þær tókust ekki. Viðgerðarmaðurinn brá þá á það ráð að skipta um hring, en seljandi vildi ekki greiða fyrir gúmmíhringinn. Kærunefndin áleit að skiptin á hringnum væru hluti af viðgerðinni á þvottavélinni sem seljandi ætti að greiða fyrir. Liselotte Widing 17 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2010

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.