Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 13

Neytendablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 13
Jóhannes Gunnarsson forma›ur Neytendasamtakanna ESB aðild og neytendur Ljóst er að aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu snerta mjög hagsmuni neytenda í landinu. Það er því eðlilegt að Neyt­ enda samtökin skoði vandlega þá þætti sem skipta okkur hvað mestu. Því vann Evrópufræðasetrið við Háskólann á Bifröst skýrslu fyrir Neyt enda samtökin í apríl 2008 undir heitinu „Hverju myndi ESB aðild breyta fyrir íslenska neytendur?“ Á þingi samtakanna í sept ember sama ár var síðan hvatt til þess að sótt yrði um aðild og þar með látið á reyna hvaða kostir væru í boði. Samningurinn yrði síðan lagður undir þjóðaratkvæði eins og allir eru sammála um. Í áður nefndri skýrslu kom fram margt merkilegt um kosti aðildar fyrir neytendur, m.a.: • Tollar á vörum frá ESB löndum myndu falla niður og munar þar mestu um tolla á landbúnaðarvörum. Matvælaverð gæti lækkað um allt að 25%. • Vextir myndu lækka töluvert (og að mati þess sem þetta skrifar myndi verðtryggingin leggjast af). • Netviðskipti yrðu mikið ódýrari og einfaldari. • Viðskiptakostnaður innlendra fyrirtækja myndi lækka sem ætti að leiða til lægra vöruverðs. • Viðskipti og fjárfestingar erlendra aðila myndu aukast hér á landi og um leið samkeppnin. • Sá sem þetta skrifar vill einnig bæta því við að úrval af vörum myndi aukast og þá ekki síst úrvalið af landbúnaðarvörum. Hér hafa verið taldir upp helstu kostir fyrir neytendur ef Ísland gengi í ESB. Það má nefna hér að þessi spá er í samræmi við það sem varð þegar Svíþjóð og Finnland gerðust aðilar að ESB en þá lækkaði t.d. matvælaverð verulega. Ekki er ástæða til að ætla að reyndin yrði önnur hér á landi. Tilvitnuð skýrsla var hins vegar unnin fyrir hrun íslenska bankakerfisins og íslensku krónunnar og því væri ástæða til að vinna hana upp á nýjan leik til að það liggi fyrir með óyggjandi hætti hver raunverulegur ávinningur neytenda yrði af Evrópusambandsaðild. Andstaða landbúnaðarins við aðild að ESB er mikil. Krafa landbún­ aðar ins er m.a. að eftir að aðild fæst verði áfram hægt að leggja tolla á innfluttar landbúnaðarvörur. Þessi afstaða er einnig studd í áliti sem Alþingi samþykkti þegar ákveðið var að sækja um aðild að ESB. Þetta er hins vegar óraunhæf krafa. Finnar settu þessa kröfu fram á sínum tíma í aðildarviðræðum sínum en henni var hafnað, enda um grundvallaratriði að ræða varðandi innri markaðinn að innan hans skuli vera tollfrelsi með allar vörur. Minnt er á að þessi krafa er andstæð hagsmunum neytenda þar sem stór hluti ávinn ings þeirra af hugsanlegri ESB aðild yrði þar með tekinn frá þeim. Samtök ferðaþjónustunnar hafa jafnframt bent á að þetta sé andstætt hagsmunum ferðaþjónustunnar en minnt er á að ferða­ þjónustan gegnir æ mikilvægara hlutverki í efnahagslífi okkar. Það er einnig mótsögn í því að á sama tíma og talsmenn bænda tala fyrir auknum útflutningi landbúnaðarvara, meðal annars vegna þess háa verðs sem nú býðst á mörgum mörkuðum, skuli sömu aðilar krefjast þess að við séum áfram múruð inni á bak við háa tolla. Það liggur hins vegar fyrir að Svíar og Finnar náðu fram ákjósan­ legum samningi við inngöngu sína sem bændur þar una all sáttir við. Stór hluti landbúnaðar þessara landa er skilgreindur sem heim­ skauta landbúnaður og miðað við legu Íslands ætti að vera auðvelt að ná fram samningum með sömu skilgreiningu fyrir allt Ísland. Þar með gætu íslensk stjórnvöld styrkt landbúnað hér á landi umfram þann stuðning sem kæmi frá ESB. Það væri því pólitísk ákvörðun íslenskra stjórnvalda hve mikið þau vilja styrkja þessa atvinnugrein, rétt eins og verið hefur í gegnum árin. Sá sem þetta skrifar hefur fulla trú á því að íslenskur landbúnaður eigi framtíðina fyrir sér þó svo að þjóðin taki ákvörðun um að ganga í ESB. Það er jafnframt trú mín að með aðild myndu skapast sóknar­ færi fyrir íslenskar landbúnaðarvörur á meginlandi Evrópu. En þá þurfum við jafnframt að tryggja góðan orðstír þessara vara með öllum ráðum. Íslenskir bændur framleiða gæðavörur en vissulega megum við ekki við neinum áföllum á borð við salmónellusýkingu í kjúklingabúum og díoxínmengun í kjöti. Helst af öllu þyrftum við að auka framleiðslu á lífrænum vörum því eftirspurn eftir þeim eykst stöðugt í nágrannalöndum okkar og um leið fæst hæsta verð fyrir þær. Ef íslenskur landbúnaður fær að þróast á réttan hátt á hann vissulega bjarta framtíð þrátt fyrir úrtöluraddir. 13 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2011

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.