Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2009, Blaðsíða 10

Neytendablaðið - 01.06.2009, Blaðsíða 10
Matvælaeftirlit gert sýnilegt Þegar hinn litríki stjórnmálamaður Ritt Bjerregaard gegndi stöðu matvælaráðherra á tímabilinu 2000­2001 átti hún frumkvæði að því að innleiða hið svo kallaða broskarlakerfi eða „Smiley ordning“. Í stuttu máli gengur kerfið út á að eftirlitsskýrslur heilbrigðisfulltrúa eru gerðar opinberar. Eftir hverja heimsókn til fyrirtækis sem höndlar með matvæli (s.s. veitingahús, pylsuvagnar, bakarí, mötuneyti, krár o.s.frv.) eru skýrslur hengdar upp á áberandi stað þannig að neyt­ endur geti kynnt sér niðurstöður heilbrigðisfulltrúanna. Markmiðið með þessu er að upplýsa neytendur um það hversu vel fyrirtæki, sem selja og framleiða matvæli, fylgja lögum og reglum og auðvelda neytendum að taka upplýsta ákvörðun. Opinber birting upplýsinga gerir það líka að verkum að fyrirtækin eru vakandi og matvælaöryggið eykst. Einfalt og skiljanlegt kerfi Allt kapp var lagt á að kerfið væri sem einfaldast þannig að neyt­ endur ættu ekki að vera í nokkrum vandræðum með að skilja skilaboðin. Skýrslurnar eru auðskiljanlegar og allir skilja muninn á broskarli með breitt bros og samsvarandi karli með skeifu. Eftir hverja úttekt er skýrsla heilbrigðiseftirlitsins hengd upp á áberandi stað, svo sem í glugga eða við inngang. Á heimasíðunni findsmiley. dk er hægt að slá upp matsölustöðum á netinu og skoða niðurstöður heilbrigðisfulltrúa úr öllum eftirlitsferðum. Allt eftirlit er uppi á borði, engu er leynt. Fyrirtækin mótfallin Knud Arne Nielsen er fagsviðsstjóri hjá dönsku matvælastofnun­ inni og hefur tekið þátt í innleiðingu broskarlakerfisins allt frá upphafi. Neytendablaðið hitti hann að máli til að fræðast betur um þetta áhugaverða framtak. Knud Arne segir að flest fyrirtæki hafi verið mjög mótfallin innleiðingu broskarlakerfisins í upphafi og fundið því flest til foráttu. Heilbrigðisfulltrúar voru einnig fullir efasemda og töldu ekki ráðlegt að opinbera skýrslur eins og lagt var til. Hagsmunir neytenda urðu þó ofan á og kerfið var innleitt þrátt fyrir óánægjuraddir. Viðhorfin breytast Danska matvælastofnunin hefur fylgst með viðhorfi neytenda og fyrirtækja síðan kerfið var innleitt. Samkvæmt síðustu könnun, sem gerð var 2007, eru fyrirtækin orðin mun jákvæðari. Þannig töldu 88% fyrirtækja að það væri góð hugmynd að opinbera niðurstöðu heilbrigðisfulltrúa. Athyglisvert er að Smiley slær í gegn Eftirlit með matsölustöðum gert opinbert í Danmörku – neytendur eiga rétt á að vita hvernig fyrirtækin standa sig Athugulir íslenskir ferðalangar hafa e.t.v. rekið augun í skýrslur heilbrigðis­ fulltrúa á matsölustöðum í Danmörku. Það er ekki lengur einkamál veitinga­ manna hvað fer fram í eldhúsinu því niðurstöður heilbrigðiseftirlitsins eru nú gerðar opinberar. Gefnar eru fjórar tegundir af broskörlum og ef fyrirtæki hefur fjórum sinnum hlotið besta „smiley“ fær hann „elite smiley“ eða úrvalsbroskarl. Knud Arne Nielsen starfar hjá Fødevarestyrelsen eða dönsku matvælastofnuninni. Hann hefur unnið við innleiðingu broskarlakerfisins frá upphafi. 10 NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.