Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2009, Page 17

Neytendablaðið - 01.06.2009, Page 17
Í janúar á þessu ári gaf bandaríska matvæla- og lyfjastofnunin FDA út þá yfirlýsingu að neysla á afurðum (mjólk og kjöti) úr klónuðum dýrum og afkvæmum þeirra væri örugg. Það er því leyfilegt að rækta klónuð dýr til manneldis í Bandaríkjunum en slíkt er enn bannað í Evrópusambandinu. Dýrt að klóna - ennþá Ekki er búist við að afurðir úr klónuðum dýrum verði fyrirferðar­ miklar á markaði á næstunni þar sem klónun er enn mjög kostn­ aðarsöm (15.000­20.000 bandaríkjadalir fyrir dýr). Líklegast er talið að þau dýr sem best eru til undaneldis verði klónuð og því munu klónuðu dýrin sjálf ekki lenda í fæðukeðjunni heldur afkvæmi þeirra. Þrátt fyrir að ekki sé staðfest að neysla á klónuðum afurðum sé skaðleg hafa neytendur sterkar skoðanir á klónun rétt eins og á erfðabreyttri ræktun. Því hafa margir framleiðendur lýst því yfir að þeir muni ekki nota mjólk eða kjöt úr klónuðum dýrum í sínar vörur. Merkingar Það sem veldur neytendum ekki síst áhyggjum er sú staðreynd að framleiðendur þurfa ekki að merkja klónaðar afurðir sérstaklega. FDA hefur þó gefið í skyn að hugsanlega geti seljendur merkt afurðir sínar sérstaklega ef þeir vilja taka fram að þær séu ekki klónaðar. Klón­framleiðendur hafa lagt til RFID­merkingu (rekjanlegt örmerki) á klónuð dýr og afkvæmi þeirra en slíkt virkar þó aðeins fram að slátrun. Eftir slátrun er engin leið að sjá hvort kjöt er af klónuðu dýri og mjólk úr afkvæmum klónaðra kúa lítur alveg eins út og mjólk úr venjulegum kúm. Aprílgabb Ísframleiðandinn Ben & Jerry er meðal þeirra fyrirtækja sem hefur ákveðið að nota ekki mjólk úr klónuðum kúm í framleiðslu sína og hefur auglýst það rækilega. Fyrirtækið setti á fót gervifyrirtæki á netinu www.CycloneDairy.com sem sagt var framleiða mjólkurvörur eingöngu úr klónuðum kúm. Fyrirtækið stóð fyrir kynningu á 100% klónaðri mjólk á götum Manhattan en forviða vegfarendur féllu ekki fyrir vörunni og höfðu alls kyns efasemdir um framleiðslu af þessu tagi. Forstjóri Ben & Jerry segir greinilegt að neytendur hafi engan áhuga á klónaðri mjólk eða „cloned milk“. Fyrirtækið hvetur neytendur til að senda áskorun til stjórnvalda um að tryggja rekjanleika klónaðra afurða í fæðukeðjunni. Heimild: Foodnavigator.com Klónaðar afurðir á markað Þessar fallegu kýr eru ekki klónaðar enda íslenskar. Þar sem ég vinn niðri í miðbæ Reykjavíkur og bý í öðru sveitarfélagi myndu margir ganga út frá því að ég hlyti að vera þræll einkabílsins. En svo er ekki; ég er löngu búin að átta mig á þeirri staðreynd að til eru fleiri ferðamátar. Í vetur notaði ég strætó og nú með hækkandi sól nota ég oftast hjólið. Hjólreiðamönnum hefur fjölgað þó nokkuð í umferðinni og það er jákvætt. Þetta er fólk á leið í vinnu, eins og ég. En ég hef tekið eftir því að margir taka hjólreiðarnar mjög alvarlega og klæða sig í spandexgalla sem hrindir frá sér vatni og vindi og bera með sér bakpoka og vatnsflösku líkt og verið sé að taka þátt í maraþoni. Ég vil minna á að það er ekkert því til fyrir­ stöðu að hjóla í venjulegum fötum. Sjálf læt mig hafa það að hjóla í pilsi með veskið í körfunni, svona í anda leikkonunnar Femke sem sjá má á síðu 9, nema hvað ég nota auðvitað hjálm. En það á ekki að þurfa að fara í sturtu og skipta um föt þegar á vinnustaðinn er kominn, ekkert frekar en þegar þú kemur á bílnum eða með strætó. Í umferðinni hjóla sumir líkt og þeir væru í hjólreiðakeppni. Um daginn geystist hjólreiðamaður fram úr mér á gatnamótum og þótti mér hann ansi kræfur þegar hann fór yfir á rauðu ljósi án þess að líta til hægri eða vinstri. Ég náði manninum samt fljótlega því á næstu gatnamótum kom ég að honum liggjandi á götunni. Hann hafði verið keyrður niður en virtist sem betur fer ekki illa haldinn. Vonandi lærði hann eitthvað af þessu. Munið, við erum bara með eitt höfuð. NOTUM HJÁLMINN! Nöldrarinn M yn d: L ár a. 1 NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.