Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 2

Neytendablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 2
NEYTENDABLA‹I‹ 1. tbl., 54. árg. - apríl 2008 Útgefandi: Neytendasamtökin, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík Sími: 545 1200 Fax: 545 1212 Veffang: www.ns.is Netfang: ns@ns.is Ábyrgðarmaður: Jóhannes Gunnarsson Ritstjóri: Brynhildur Pétursdóttir Ritnefnd: Jóhannes Gunnarsson, Þuríður Hjartardóttir, Hildigunnur Hafsteinsdóttir Umsjón með gæðakönnunum: Ólafur H. Torfason Yfirlestur: Finnur Friðriksson Umbrot og hönnun: Uppheimar ehf. Prentun: GuðjónÓ ehf. – vistvæn prentsmiðja Forsíðumynd: Aðalsteinn Svanur Sigfússon Upplag: 13.500 eintök, blaðið er sent öllum félagsmönnum í Neytendasamtökunum Ársáskrift: Árgjald Neytendasamtakanna er 4.300 krónur og innifalið í því er Neytendablaðið, 4 tölublöð á ári. Heimilt er að vitna í Neytendablaðið í öðrum fjölmiðlum sé heimildar getið. Óheimilt er þó að birta heilar greinar eða töflur án leyfis Neytendasamtakanna. Upplýsingar úr Neytendablaðinu er óheimilt að nota í auglýsingum og við sölu nema skriflegt leyfi Neytendasamtakanna liggi fyrir. Lykilorð á heimasíðu: leiga3 Leiðari ritstjóra 2 Kvörtunarþjónustan 3 Ce-merking villandi 4 Náttúran.is 5 Börn á Spáni 6 Frönsk skólamötuneyti 8 Hjartavernd 9 Gæðakönnun á þvottavélum 10 Frá formanni 13 Gæðakönnun á stafrænum myndavélum 14 Leigumarkaðurinn 18 Neytandinn svarar 21 Íslendingar og siðræn neysla 22 Sjónvarpsstöðvar 23 Efni Blaðið er prentað á umhverfisvænan hátt. Brynhildur Pétursdóttir. Lántaka með óbragð í munni Árið 2005 ákvað ég að gera neytendatilraun og fórna mér fyrir málstaðinn. Ég þurfti að taka 11 milljón króna íbúðarlán og stóð frammi fyrir tveimur kostum: að taka verðtryggt lán á 4,15% vöxtum eða óverðtryggt lán í erlendri mynt. Áður en ákvörðun var tekin leituðum við hjónin ráða. Enginn vildi beinlínis ráða okkur annan kostinn umfram hinn enda margir óvissuþættir sem þarf að taka tillit til. Tækjum við erlent lán yrðum við að gera okkur grein fyrir því að gengið getur rokkað upp og niður á lánstímanum og ekki má láta tímabundnar sveiflur koma sér í uppnám. Gengið var ekki sérlega hagstætt á þessum tíma; evran var í 83 kr. og dalurinn í 65 kr. Ef gengi krónunnar veiktist (sem var viðbúið) myndu mánaðarlegar greiðslur á erlenda láninu hækka en veikari króna myndi jafnframt þýða aukna verðbólgu og hærri verðbætur á verðtryggða láninu. Þá bæri að hafa í huga að vextirnir á hverjum gjaldmiðli fyrir sig geta breyst á lánstímanum. Verðtryggt lán á 4,15% eru engin kostakjör nema verðbólga haldist mjög lág. Þá eru þessi vaxtakjör háð því að við séum með öll okkar viðskipti í bankanum næstu 25 árin sem mér finnst ekki nógu gott og hamlar virkri samkeppni. Ef við viljum losa okkur við lánið, t.d. ef hagstæðari kjör bjóðast annars staðar eða ef við vinnum í lottó, þá greiðum við sérstakt uppgreiðslugjald. Niðurstaðan var sú að báðir kostir væru slæmir. Eftir að hafa vegið kosti og galla var tekin ákvörðun um að skipta láninu í tvennt og taka helming, fimm og hálfa milljón, í erlendu myntkörfuláni (blönduð karfa með evru, bandaríkjadal, jeni og svissneskum franka) og hinn helminginn í verðtryggðu íbúðarláni á 4,15% vöxtum. Á þessum tíma voru blönduð lán ekki komin til sögunnar. Lánin voru tekin sama dag um mitt ár 2005 og þar með hófst tilraunin. Íslenska bankalánið stendur nú í 6.003.472. kr. Verðbólga hefur verið há alveg síðan lánið var tekið og þannig hafa 857.030 kr. bæst við lánið í formi verðbóta. Ég get alveg skilið að taka þurfi eitthvert tillit til verðbólgunnar en að lán upp á fimm og hálfa milljón hafi þegar hækkað um 850 þúsund á þremur árum er sorglegra en tárum taki. Ég borga jú líka vexti! Myntkörfulánið stendur í 6.715.745 kr. Áður en gengið féll var þetta lán aðeins hagstæðara þótt ekki munaði miklu. Á nokkrum dögum hækkaði lánið hins vegar um heila milljón. Nú verð ég að halda ró minni og muna að gengið á eftir að breytast margoft á lánstímanum. Tilraunin er auðvitað enn á byrjunarstigi og það verður ekki fyrr en árið 2030 að ég get upplýst lesendur um hvort lánið var hagstæðara. Á svipuðum tíma og ég var að vandræðast þetta keypti fjölskyldumeðlimur hús í Danmörku. Hjónin sem um ræðir ákváðu að taka litla áhættu og völdu lán með föstum vöxtum, 5,1%, allan lánstímann. Annar kostur var t.d. að velja lán með breytilegum vöxtum sem voru á þessum tíma 3,5%. Vextirnir hafa hækkað síðan en geta þó aldrei orðið hærri en 6%. Þessum lánum fylgir engin gengisáhætta og engar verðbætur. Að þurfa að velja á milli þessara kosta í Danmörku er lúxusvandamál. Hér á landi er alveg sama hvaða kostur er valinn; allir eru ömurlegir. Enginn virðist ráða við verðbólguna (hún var tæp 7% síðustu tólf mánuði) og gengið rokkar upp og niður án þess að nokkur fái rönd við reist. Það er ekki að undra að sífellt fleiri spyrji sig hvort upptaka evru og innganga Íslands í Evrópusambandið sé ekki fýsilegri kostur en núverandi ástand. Ég veit ekki hvort það er lausnin en ég veit að íslenskir neytendur eiga betra skilið. 2 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.