Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 10

Neytendablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 10
Stjórnvöld hafa haft þá stefnu í gegnum tíðina að vernda íslenskan landbúnað með öllum ráðum. Ein aðferðin er að leggja him in háa tolla á allar innfluttar landbúnaðarafurðir eða bjóða toll frjálsa kvóta út til hæstbjóðanda. Neytendasamtökin hafa lengi barist fyrir því að þessir tollar verði lækkaðir og að endingu af lagðir. Slíkt myndi efla samkeppni, auka vöruúrval og að öll um líkindum lækka verð. Tollar hækkaðir Innflutningstollar á landbúnaðarvörum hafa alltaf verið háir en þó keyrði um þverbak þegar sjávarútvegs­ og landbúnaðarráðherra hækkaði tollana enn frekar árið 2009. Samtök verslunar og þjón­ ustu kærðu ákvörðun ráðherrans til umboðsmanns Alþingis sem komst að þeirri niðurstöðu að heimildir ráðherra til að breyta ein ­ hliða tollum stangist á við stjórnarskrá. Ráðherra hafi, með öðrum orðum, mun meira vald til að breyta tollum en stjórnarskrá leyfir. Mikið púður í útflutning Á sama tíma og innflutningur er heftur með öllum ráðum er hins vegar lagt mikið kapp á að flytja íslenskar landbúnaðarvörur út. Um áratuga skeið greiddi ríkissjóður ómældar upphæðir í útflutnings­ bætur en þá var beinlínis greitt með hverju kílói af kindakjöti sem flutt var út. Þessar bætur voru blessunarlega lagðar af árið 1992. Úflutningur á landbúnaðarafurðum er þó enn í fullum gangi og ekki verður annað séð en að það sé stefna hins opinbera að svo verði áfram. Þó svo að útflutningsbætur hafi verið aflagðar má segja að enn sé greitt ígildi þeirra í formi beingreiðslna. Beingreiðslur vegna mjólkur­ og lambakjötsframleiðslunnar lækka þannig verð á þess um vörum við útflutning. Ríkisstyrkt markaðssetning Ríkið hefur um margra ára skeið styrkt markaðssetningu á íslenskum landbúnaðarafurðum í Bandaríkjunum undir heitinu Áform. Frá árinu 1995 hafa verið settar 25 milljónir á ári í þetta átak. Árangurinn er meðal annars sá að í dag má finna íslenskar vörur í nokkrum hinna vinsælu verslana Whole Foods. Magnið sem flutt er út er þó ekki mikið. Mjög hefur dregið úr stuðningi hins opinbera við verkefnið á allra síðustu árum enda verður að telja eðlilegt að þær framleiðslugreinar sem hafa hag af þessum útflutningi standi sjálfar straum af kostnaði við markaðssetninguna. Tvíhliða samningar við ESB Ísland hefur samið um tollfrjálsa kvóta við erlend ríki sem tryggja íslenskum landbúnaðarafurðum aðgang að erlendum mörk uðum. Sá samningur sem skiptir mestu máli fyrir íslenskan land búnað er tvíhliða samningur Íslands og ESB um viðskipti með land bún­ aðarvörur. Samkvæmt samningnum veitir ESB árlega toll frjálsan aðgang fyrir 1.850 tonn af lambakjöti, 350 tonn af smjöri og 380 tonn af skyri. Á móti mega Íslendingar flytja inn frá ESB 200 tonn af svínakjöti, 200 tonn af alifuglakjöti, 100 tonn af nautakjöti og Landbúnaðarstefnan - má flytja út en ekki inn 10 NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2011

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.