Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 11

Neytendablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 11
100 tonn af ostum, auk 270 tonna af öðrum landbúnaðarvörum. Við megum sem sagt flytja út tollfrjálst þrefalt það magn sem heimilt er að flytja inn til landsins. Aðrir samningar Ísland er einnig með samning við Noreg sem tryggir 600 tonna tollkvóta á lambakjöti til Noregs á afar lágum tollum. Fríverslunar­ samningur er í gildi við Færeyjar og er hann án magntakmarkana og tolla milli landanna. Ísland hefur einnig aðgang að Kanadamarkaði sem hefur veitt Íslandi tollfrjálsan markaðsaðgang fyrir lambakjöt. Aukinn kvóti Vel hefur gengið að flytja út lambakjöt, skyr og smjör til Evrópu og til stendur að semja um aukinn kvóta. Það myndi þýða að innflutningskvótar verði einnig auknir sem væri mjög jákvætt fyrir neytendur. Hér ræður þó ekki umhyggja fyrir neytendum heldur fyrst og fremst sú staðreynd að möguleiki er á að auka útflutning á íslenskum afurðum. Eftirspurn eftir íslenskum landbúnaðarafurðum er ánægjuleg fyrir íslenskan landbúnað og sýnir að hann er samkeppnishæfur á mörgum sviðum, ekki síst vegna viðurkenndra gæða. Á þetta hafa Neytendasamtökin ítrekað bent. Helst ekki flytja inn Einungis er heimilt að flytja inn 100 tonn af ostum tollfrjálst og er allur sá kvóti boðinn út. Þetta þýðir að seljendur þurfa að bjóða í kvótann og er hann seldur hæstbjóðanda. Útboðskostnaði vegna kaupanna er síðan velt út í verðlagið. Þetta á einnig við um aðra toll kvóta, svo sem á svínakjöt, alifuglakjöt og nautakjöt. Neytendur njóta því í raun ekki þeirra markmiða sem samningnum er ætlað að ná, þ.e. hagstæðustu kjara. Neytendasamtökunum er ekki kunnugt um að stjórnvöld í þeim löndum sem gert hafa tvíhliða samninga við Ísland stundi svona hundakúnstir. Neytendasamtökin, ásamt fleirum, hafa lagt til að kvótunum sé úthlutað með öðrum hætti, t.d. með hlutkesti, þannig að ekki falli til kostnaður á seljendur, en á það hefur ekki verið hlustað. Ekkert réttlætir ofurtolla Svo langt er gengið í verndarstefnunni að ofurtollar eru lagðir á mat væli sem eru ekki einu sinni framleidd hér á landi, svo sem margar tegundir osta. Neytendasamtökin hafa ítrekað gagnrýnt þetta enda ólíðandi að stjórnvöld handstýri neyslunni með kvótum og tollum í stað þess að neytendur taki sjálfir ákvörðun um það hvaða osta þeir vilja borða. Neytendasamtökin hafa hvatt stjórnvöld til að fella hið fyrsta niður tolla á innfluttar landbúnaðarvörur sem ekki eru framleiddar hér á landi, svo sem á parmesanosti og geitaosti, sem oft eru nefndir til sögunnar. Ekki er með nokkru móti hægt að sjá hvað réttlæti ofurtolla á þessar vörur eða að nokkur geti sett sig upp á móti því að þeir verði afnumdir. Nægar birgðir eða ekki? Lambakjötsneysla dróst verulega saman í sumar miðað við árið áður eða um 27% í júlí og 15% í ágúst. Mikið var kvartað undan skorti á lambakjöti en sjávarútvegs­ og landbúnaðarráðuneytið hélt því statt og stöðugt fram að nægar birgðir væru til í landinu. Sé það rétt gefa þessar tölur til kynna að eftirspurnin eftir lambakjöti fari hratt minnkandi hér á landi. Öllu líklegra er þó að útflutningur hafi verið svo mikill að það hafi komið niður á framboði innanlands. 11 NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2011

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.