Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 15

Neytendablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 15
Vörumerki Framleiðslu- land Heimsókn í verksmiðju leyfðar Heildar- einkunn Heildar- einkunn í prósentum Fyrir- tækja- stefna Aðstæður í verksmiðju Umhverfismál í verksmiðju Upplýsingar til neytenda &DENIM BY H&M (H&M) Kína já 64 ZARA JEANS (ZARA) Marókkó já 63 JACK & JONES Tyrkland já 61 LEVI’S Pakistan já 60 NUDIE JEANS CO. Ítalía já 56 G-STAR RAW Ítalía já 52 LEE JEANS nei 10 – WRANGLER nei 10 – BOSS ORANGE nei 9 – DIESEL nei 1 – Mjög gott Gott Í meðallagi Lélegt Mjög lélegt Við framleiðslu á bómull og síðar gallabuxnaefni eru notuð margvísleg hættuleg efni sem hugsanlega sitja eftir í buxunum að framleiðslu lokinni. Því var farið með galla­ buxur á rann sóknarstofu og kannað hvort, og í hversu miklum mæli, skaðleg efni væri að finna í buxunum. Í flestum tilfellum mæld ust engin efni eða í svo litlu magni að engin hætta stafar af. Í bux um frá Lee, H&M og Levi’s fundust leifar af þungmálmum og formaldehýð en magnið var of lítið til að valda nokkurri hættu. Þetta gefur þó vísbendingar um það efnafargan sem er not að við framleiðsluna. Í Wrangler­gallabuxum fannst hins veg ar talsvert magn af kopar. Mælt er með því að gallabuxur séu þvegnar áður en farið er í þær í fyrsta skipti. Hvað sýnir taflan? Heildareinkunn er samsett úr eftirfarandi þáttum: Aðstæður í verk smiðju 35%, umhverfisstefna í verksmiðju 25%, stefna varð­ andi samfélagslega ábyrgð 20%, gegnsæi 15% og upplýsingar til neytenda 5%. Einkunnagjöf byggist m.a. á eftirfarandi: Aðstæður verkafólks í verksmiðjum: Laun, yfirvinna, öryggi á vinnu stað, mismunun og réttur til að vera í verkalýðsfélagi. Að stæð ur hjá undirverktökum voru einnig kannaðar. Ástand umhverfismála í verksmiðjum: Meðhöndlun og notkun á skaðlegum efnum, og meðhöndlun frárennslis frá verksmiðju. Einn ig var athugað hvernig fylgst væri með umhverfisstefnu undir verk taka. Gegnsæi: Hversu mikinn áhuga fyrirtækin hafa á að taka þátt í könn uninni og aðgengi að gögnum um stefnu fyrirtækisins varð andi samfélagslega ábyrgð. Ódýrustu buxurnar komu best út Restar af eiturefnum Hæstu einkunn fengu gallabuxur frá H&M, Zöru og Jack & Jones en athyglisvert er að buxur frá þessum fyrirtækjum eru meðal þeirra ódýrari sem kannaðar voru. Ekkert samhengi virðist því vera á milli verðs á gallabuxum og siðferðilegrar frammistöðu fyrir tækjanna enda er framleiðslukostnaðurinn yfirleitt aðeins lítið brot af endanlegu verði. 15 NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2011

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.