Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 19

Neytendablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 19
Neytendasamtökin gerðu í ágúst markaðskönnun á stafrænum myndavélum í verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Alls fundust rúmlega 150 vélar með fastri linsu á verðbilinu 10.000­262.900 kr. Myndavélarnar voru bornar saman við gæðakönnun ICRT sem nær til fleiri en 300 myndavéla með fastri linsu. 85 myndavélar reyndust vera í báðum könnunum og niðurstöðurnar eru birtar í töflunni. Upplausn ekki lengur mikið mál Allar myndavélar sem eru til sölu hér geta tekið ágætar ljósmyndir. Upplausn var einu sinni mikilvægur þáttur við að meta gæði myndavélar en er það ekki lengur. Of há upplausn getur jafnvel verið ókostur. Myndavélarnar í könnuninni voru allar með að minnsta kosti 10 MP (Megapixel) sem gæti jafnvel talist of mikið við venjulega notkun. Sumar vélar eru með allt að 16 MP. Myndir í slíkri upplausn taka mikið pláss á hörðum diski og í tölvupósti, en hægt er að minnka stærðina í vélinni. Myndavélar virðast almennt nokkuð góðar en kannanir neytendasamtaka sýna að stafrænar myndavélar bila sjaldan. Hvaða eiginleikar skipta máli? Það eru einna helst aðrir eiginleikar en upplausn sem skipta máli við val á myndavél og hafa áhrif á verð: • Vídeóupptaka: Upptökugæði myndavéla eru mjög mis munandi. • Tegund rafhlöðu: Flestar vélar nota sérstakar litín­raf­ hlöður en aðrar nota AA­rafhlöður sem henta stundum betur. • Aðdráttarlinsa: Sumar vélar eru með mjög öfluga að dráttarlinsu. Sumar hafa gleiðhorn á bilinu 24­28mm sem hentar vel ef markmiðið er að taka landslags­ eða hóp myndir. • Stærð vélarinnar: Á að geyma vélina í vasa, í bakpoka eða í tösku? • Hversu mikið er hægt að stilla vélina handvirkt (not and­ inn stjórnar litlu í sumum vélum, meiru í öðrum; hvers konar notandi ert þú?) • Sérstakir eiginleikar: Það eru t.d. nokkrar vélar til sölu á Íslandi sem geta tekið myndir í vatni, svo sem Canon PowerShot D10 eða Samsung WP10. Myndavélar - fjölhæfar með hárri upplausn Gæðakönnun á stafrænum myndavélum með fastri linsu 19 NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2011

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.