Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 23

Neytendablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 23
Matvæla­ og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) leggur til að skylt verði að upplýsa um hita ein ingafjölda á matseðlum og á mat sem seldur er í sjálfsölum. Þetta er liður í baráttunni gegn offitufaraldrinum þar í landi en þriðjungur þeirra kaloría sem Bandaríkjamenn neyta kemur úr mat sem neytt er utan heimilis, svo sem á veitingastöðum og mötuneytum. Lagt er til að reglurnar gildi ekki þar sem sala á matvælum er nokkurs konar aukabúgrein, svo sem í kvikmyndahúsum. Þá verði áfengi undanskilið. Talsmaður samtakanna Center for Science in the Public Interest segir það vonbrigði ef kvik mynda hús þurfa ekki að upplýsa um hitaeiningafjölda því þau selji stóra skammta af gosi, poppi og sælgæti. Þá sé órökrétt að neytendur séu upplýstir um hitaeiningar í gosglasi en ekki bjór. Til upplýsingar fyrir neytendur verður seljendum einnig skylt að taka fram að almennar ráð leggingar miðist við að orkuþörf einstaklinga sé 2000 hitaeiningar á dag. Móðir, sem á barn sem haldið er fæðuofnæmi, hafði samband við Neytendasamtökin og spurði hvort ekki hafi komið til umræðu að hvetja íssala til að hafa innihaldslýsingu sýnilega á sölu stað. Stundum sé ís án eggja og stundum ekki og því bagalegt þegar upplýsingar um innihald liggur ekki fyrir. Neytendasamtökin leituðu upplýsinga hjá Matvælastofnun og fengu þau svör að samkvæmt reglum eigi seljandi að geta veitt kaupanda upplýsingar um innihald vöru sem dreift er án umbúða, pakkað á sölustað eða sett í umbúðir til beinnar sölu til neytenda. Íssölustaðir eiga því alltaf að hafa upplýsingar um innihald íssins og upplýsa neytendur óski þeir þess. Til að tryggja að neytendur hafi aðgang að verðupplýsinum hafa verið settar reglur um verðmerkingar. Samkvæmt þeim er seljendum skylt að upplýsa bæði um einingarverð og mæli ein ingar verð. Einingarverðið er einfaldlega verð vörunnar en mæli ein ingarverð segir til um hvað kílóið, lítrinn eða stykkið kostar. Mæli­ einingarverðið notum við til dæmis til að sjá hvað kílóið af morgunkorni kostar eða hvað hver bleyja eða hver tafla í uppþvottavélina kostar. Neytendasamtökin lögðu til á sínum tíma að mælieiningarverð héti einfaldlega samanburðarverð enda er markmið þess fyrst og fremst að auðvelda neytendum samanburð. Bæði einingarverð vöru og samanburðarverð eru mjög mikilvægar upplýsingar fyrir neytendur en því miður er alltof oft misbrestur á því að mælieiningarverð sé gefið upp. Þá er mjög misjafnt hversu skýrt mælieiningarverðið er á verðmiða. Neytendasamtökin leggja til að farið verði að dæmi Svía sem gera kröfu um staðlaðar merkingar eða ákveðið útlit á verðmiðum til hægðarauka fyrir neytendur. Hitaeiningar á matseðla Innihaldslýsing á ís Skýrar verðmerkingar

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.